Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 50
FJÁRMÁL
Ég hafna algerlega að um dulda hagsmunaárekstra geti orðið að ræða þótt fulltrúi í
stjórn hlutafélags sé innanbúðarmaður í lífeyrissjóði. Ég tel að hann geti aldrei
komið í veg fyrir sölu á hlutafé sjóðsins í viðkomandi hlutafélagi. Einfaldlega vegna
þess að ákvörðun um hlutafjáreign lífeyrissjóða í fyrirtækjum er tekin af mörgum
og völd eru ekki höfð að leiðarljósi heldur arðsemi fjárfestingarinnar.
— Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna
velja þeir almennt ekki stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum til
stjórnarsetu í hlutafélögum.“
Auðlind er ekki eini hlutabréfasjóðurinn í vörslu verð-
bréfafyrirtækis, sem rekur hlutleysisstefnu gagnvart stjóm-
arkjöri í hlutafélögum sem íjárfest er í. Þeir gera það allir.
ÞORSTEINN HARALDSSON,
HLUTABRÉFASJÓÐNUM
Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hlutabréfa-
sjóðsins hf., segir að sjóðurinn hafi engar fastmótaðar
reglur um hvernig þátttöku hans er háttað í stjómarkjör-
um fyrirtækja.
„Hlutabréfasjóðurinn á hvergi fulltrúa í stjórn félaga.
Hins vegar hefur verið sóst eftir mönnum, sem sitja í
stjórn sjóðsins, til að taka sæti í stjórn einstakra hlutafé-
laga. Þeir hafa þá sest þar sem sérfræðingar og kunnáttu-
menn, en ekki sem fulltrúar Hlutabréfasjóðsins. “
ERFITT AÐ SETJA REGLUR
UM AÐ TAKA ALDREIAFSTÖÐU
Þorsteinn segir ennfremur að sjóður eins og Hluta-
bréfasjóðurinn, sem lætur arðsemissjónarmið eingöngu
ráða ferðinni við kaup á hlutabréfum, eigi erfitt með að
útiloka að afstaða sé tekin í málefnum þeirra fyrirtækja
sem hann á hlut í. „Mér finnst samt að stofnfjárfestar eins
og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir eigi að fara varlega í
þessum málum.“
Og hann bætir við. „Við getum ekki ákveðið fyrirfram
að vera passívir eða hlutlausir. Það geta alltaf komið upp
þær kringumstæður að bæði sé réttmætt og eðlilegt að
taka afstöðu. Það er til dæmis hægt að hugsa
sér að sveitarfélag eigi í fyrirtæki og vilji
skyndilega nýta eignir þess í almannaþágu en
ekki til að hámarka arðsemi hluthafa. Vissu-
lega myndum við ekki hika við að taka afstöðu
í slíku máli eða öðrum hugsanlegum hliðstæð-
um.“
„Kjami málsins er sá að Hlutabréfasjóður-
inn er númer eitt, tvö og þrjú að taka við
peningum frá almenningi til að ávaxta þá með
því að dreifa áhættunni í hlutabréfum og öðr-
um verðbréfum. Þaðer okkar hlutverk. Hins-
vegar má þó segja að við greiðum atkvæði
óbeint með kaupum og sölu hlutabréfa á
markaðnum. En við erum ekki að sækjast
eftir áhrifum eða völdum í stjórnum fyrir-
tækja. Auk þess er það sjaldgæft að kosið sé
milli manna í stjórn íslenskra almennings-
hlutafélaga þannig að það reynir sjaldan á at-
kvæðaréttinn."
- Tók Hlutabréfasjóðurinn þátt í kosning-
unni í bankaráð íslandsbanka í vor?
„Sjóðurinn tók ekki þátt í henni. Við höfð-
um engin afskipti af því máli. Þar með er þó
ekki sagt að við munum halda að okkur hönd-
um í öðrum atkvæðagreiðslum. Við metum
þetta hverju sinni. Það er ómögulegt að ætla
að setja einhverjar fastmótaðar reglur í þess-
um efnum, sem eru algjörlega ófrávíkjanleg-
ar. Þetta snýst fyrst og fremst um að koma
saman samhæfðu liði, sem vinnur í þágu þess
fyrirtækis sem í hlut á hverju sinni,“ segir
Þorsteinn Haraldsson.
YERSLAMR - FYRIRTÆKI - STOFXA.MR
Vertu með ruslið á hreinu!
Frihopress sorpböggunarvélar
Fjárfesting sem borg-
ar sig á 8 mánuðum.
Brynjólfur Guðjónsson,
framkvæmdast. Gripið
og Greitt.
DRNBERG
Skúlagötu 61, P.O.Box 3232,123 Reykjavík
Sími 562 6470-Fax 562 6471
Raunverulegir kostir:
Frihopress er sérstök, alhliða
samþjöppun.
Hægt er að þjappa saman nær
öllum efnum.
Hæð vinnuaðstöðu er þægileg.
Hleðsla er ofan frá.
Stjórnun er þægileg og örugg.
Auðvelt er að binda baggana
eftir samþjöppun.
Opnast auðveldlega og er með
þægilegri körfulæsingu.
Lágmarks viðgerðarþörf, varla
neinir slitfletir.
Rafmagns þrýstipumpa.
Hönnun öll úr stáli.
Margviðurkennd, notuð um all-
an heim.
Miklu magni breytt í smábagga.
Þeir sem nota Frihopress stuðla
því að verulega miklu átaki í
umhverfisvernd.
ræ‘iSpara't'6Ó^™
50