Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 37
HANDSAL Við hjá Handsal hf. bjóðum við- skiptavinum sem þessum íjárvörslu- þjónustu Handsals hf., sem hefur verið vinsæll valkostur meðal við- skiptavina fyrirtækisins. Þá er gengið frá formlegum samningi á milli við- skiptavinarins annars vegar og Handsals hf. hins vegar, þar sem Handsal hf. er gefið formlegt umboð til þess að ávaxta fjármuni viðskipta- vinarins á sem bestan hátt með tilliti til þeirrar áhættu sem hver og einn vill taka og persónulegra þátta við- komandi. Þessi leið er ódýrari valkostur en t.d. verðbréfasjóðir sem einnig vinna út frá samvali verðbréfa. Um er að ræða persónulegri þjónustu og sam- val verðbréfa er byggt á þörfum hvers fjárfestis. Auk þess hefur náðst mun betri árangur með þessari leið. PERSÓNULEG ATRIÐI Við ráðgjöf á ávöxtun fjármuna ber að skoða í upphafi ýmis persónuleg og fjárhagsleg atriði varðandi fjárfest- ann, s.s. aldur, tekjur, eignir, skuldir og aðra persónulega þætti. Út frá þessum þáttum eru fjárfestinga- ákvarðanirnar síðan teknar og hver æskileg samsetning langtímaverð- bréfa og skammtímaverðbréfa ætti að vera og hve hátt hlutfall fjárfesting- arinnar þarf að vera í lausu fé. Við fjárfestingarákvarðanir í fjár- vörsluþjónustu Handsals hf. leggjum við megin áherslu á virka fjármuna- stjórnun þar sem tekið er mið af væntanlegum vaxta- og verðbólgu- hreyfingum. Einnig er lögð rík áhersla á skattalega stöðu hvers og eins fjárfestis. Með þetta að leiðar- ljósi fer hér á eftir tillaga okkar að samsetningu verðbréfa fyrir hinn fertuga fjölskyldumann, sem kemur til okkar með kr. 200 milljónir er hann vann í Víkinga-lottóinu og vill ávaxta á sem bestan hátt. Hann fer fram á að kr. 20 milljónir séu í lausu fé. Fyrir það, auk kr. 40 milljóna í viðbót, mundum við fjár- festa í skammtímaverðbréfum. Þar af kr. 15 milljónir í víxlum traustra fyrir- tækja (8%), kr. 15 milljónir í víxlum sveitarfélaga (7-8%) og kr. 30 millj- ónir í ríkisbréfum með gjalddaga í nóvember á þessu ári (7,88%) og önnur með gjalddaga í janúar (7,96%), apríl (8,14%) ogjúlí (8,28%) á næsta ári. Fyrir kr. 60 milljónir yrði íjárfest í ýmsum verðtryggðum skuldabréf- um, þar af kr. 15 milljónir í skuldabréf- um banka og sparisjóða til fimm ára (6%), kr. 15 milljónir í skuldabréfum traustra fyrirtækja til fimm ára (6,5%), kr. 15 milljónir í skuldabréf- um með ábyrgð traustra sveitarfélaga með lánstíma 2-4 ár (6,5-7,0%), kr. 15 milljónir í veðskuldabréfum með traustum greiðendum og veðsetning- arhlutfall innan við 50% af markaðs- verðmæti eigna, lánstími 1-10 ár (8-9%). ERLEND FJÁRFESTING Erlendis yrði fjárfest fyrir kr. 60 milljónir, sem skiptist þannig að kr. 20 milljónir færu til kaupa á ríkis- skuldabréfum í erlendri mynt, kr. 20 milljónir í hlutabréfavísitölusjóði (ind- ex funds), kr. 10 milljónum yrði varið í einstök skráð hlutabréf á erlendum mörkuðum, s.s. Intel Corp., Coca Cola Co. og Nokia AB. Síðan yrði kr. 10 milljónum varið í áhætusamari fjár- festingu, þ.e. áhættu hlutabréfasjóð erlendis (Quantum fund - ávöxtun 25% p.a. síðan 1969). Að lokum yrði kr. 20 milljónum HANDSAL FJÁRFESTING HANDSALS SKAMMTÍMAVERÐBRÉF Ríkisbréf Víxlartraustra fyrirtækja Víxlar sveitarfélaga .... 30,0 mkr. .... 15,0 mkr. .... 15,0 mkr. 60,0 mkr. ÝMIS SKULDABRÉF Skbr. banka og sparsj Skbr. traustra fyrirt Skbr. m.áb. traustra sveitarfélaga Veðskuldabréf (traust veð <50% ) .... 15,0 mkr. .... 15,0 mkr. .... 15,0 mkr. .... 15,0 mkr. 60,0 mkr. ERLEND FJARFESTING Ríkisbréf í erlendri mynt Erlendir hlutabréfavísitölusjóðir Áhættu hlutabréfasjóðir Skráð erlend hlutabréf .... 20,0 mkr. 20,0 mkr. .... 10,0 mkr. .... 10,0 mkr. 60,0 mkr. ÍSLENSK HLUTABRÉF Traust íslensk hlutabréf Vaxandi íslensk hlutafélög .... 15.0 mkr. .... 5,0 mkr. 20,0 mkr. SAMTALS 200,0 mkr. Þau fjárfestu fyrir hönd Handsals; Sigrún Bjamadóttir forstöðumað- ur og Pálmi Sigmarsson fram- kvæmdastjóri. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.