Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 18
Frá undirritun kaupanna í adalstöðvum Arthur Treacher’s í Jacksonville á Flórída. Frá vinstri: Bruce Galloway, Guðmundur Franklín Jónsson og nýr forstjóri Arthur Treacher’s, Frank Brown. Miklar vonir eru bundnar við störf hans. meira en 5% hlut. Þó munu eignaleg tengsl vera á milli nokkurra hlutahafa. Markaðsverð Arthur Treacher’s hefur sveiflast nokkuð eftir að hópamir tveir keyptu meirihlutann í fyrirtækinu og yfirtóku það. Þeir keyptu hvert bréf á 60 cent. Sama dag og kaupin voru undirrituð, 3. júní, fór verðið í 1,25 dollara bréfið. Verðið hefur síðan sveiflast nokkuð. Það fór í 3,125 dollara bréfið um tíma í júní. Síðan hefur það lengstum verið í kringum 2,2 dollara bréfið. Markaðsverð fyrirtæk- isins í heild, hinna 10 milljóna bréfa, er samkvæmt því um 22 milljónir dollara, eða um 1.430 milljónir króna. SKRIFAÐ UNDIR í AÐALSTÖÐVUM ARTHUR TREACHER’S Skrifað var undir kaupin í aðalstöðvum Arthur Treacher’s í Jacksonville á Flórída hinn 3. júm síðastliðinn. Þau áttu sér um 9 mánaða aðdraganda, eða allt frá því að hóparnir tveir buðu fyrst i 25% hlut Jim Catalands. Hann er lögfræðingur að mennt og þykir slyngur sem slíkur. Hann var stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu, forstjóri þess og jafnframt stjómarformaður. Þrátt fyrir að fyrirtækið ætti við andstreymi að gkma - og þyrfti nýtt fé og nýjar hugmyndir - vildi Cataland ekki gera neinar breytingar af ótta við að missa völd sem vom í raun meiri en eignarhlutur hans réttlætti. Þessu undu hópamir tveir illa - þeir vildu nýtt fé og nýjar hugmyndir. Vissulega má spyrja sig hvers vegna 50% hlutur þeirra í fyrirtæki með dreifða eignaraðild skili sér ekki í fullum völdum og hvers vegna hópamir tveir þurftu í raun að kaupa Cataland út úr fyrirtækinu. Fullyrt er að Cataland hefði getað tafið mál sem stjómarformaður á meðan boðað væri til hluthafafundar - og jafnvel gert fyrirtækinu skrá- veifur á meðan. Þess vegna ákváðu hópamir tveir fyrir rúmum níu mánuðum að kaupa hann út úr fyrirtækinu. LANGT SAMNINGSSTRÍÐ Hann fékk kauptilboð í bréfin frá hópunum tveimur. Þeir buðust til að kaupa bréfin á pari, eða á 1 dollara bréfið. Þessu tilboði harðneitaði Cataland. Þar með hófst eins konar samningsstríð. Hóparnir tveir, með þá Guðmund Franklín og Bruce Galloway í Wall Street í fararbroddi, ákváðu að skipta sér ekkert frekar af fyrirtækinu. Bréfin byrjuðu að lækka verulega í verði. Það reyndist Cataland erfiðara að fá inn nýja hluthafa - og nýtt fjármagn - heldur en hann hafði gert ráð fyrir. Ekki sfst vegna þess að 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.