Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 18
Frá undirritun kaupanna í adalstöðvum Arthur Treacher’s í Jacksonville á Flórída. Frá vinstri: Bruce Galloway,
Guðmundur Franklín Jónsson og nýr forstjóri Arthur Treacher’s, Frank Brown. Miklar vonir eru bundnar við störf
hans.
meira en 5% hlut. Þó munu eignaleg tengsl vera á milli
nokkurra hlutahafa.
Markaðsverð Arthur Treacher’s hefur sveiflast nokkuð
eftir að hópamir tveir keyptu meirihlutann í fyrirtækinu og
yfirtóku það. Þeir keyptu hvert bréf á 60 cent. Sama dag
og kaupin voru undirrituð, 3. júní, fór verðið í 1,25 dollara
bréfið. Verðið hefur síðan sveiflast nokkuð. Það fór í 3,125
dollara bréfið um tíma í júní. Síðan hefur það lengstum
verið í kringum 2,2 dollara bréfið. Markaðsverð fyrirtæk-
isins í heild, hinna 10 milljóna bréfa, er samkvæmt því um
22 milljónir dollara, eða um 1.430 milljónir króna.
SKRIFAÐ UNDIR í AÐALSTÖÐVUM ARTHUR TREACHER’S
Skrifað var undir kaupin í aðalstöðvum Arthur
Treacher’s í Jacksonville á Flórída hinn 3. júm síðastliðinn.
Þau áttu sér um 9 mánaða aðdraganda, eða allt frá því að
hóparnir tveir buðu fyrst i 25% hlut Jim Catalands. Hann
er lögfræðingur að mennt og þykir slyngur sem slíkur.
Hann var stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu, forstjóri
þess og jafnframt stjómarformaður.
Þrátt fyrir að fyrirtækið ætti við andstreymi að gkma -
og þyrfti nýtt fé og nýjar hugmyndir - vildi Cataland ekki
gera neinar breytingar af ótta við að missa völd sem vom í
raun meiri en eignarhlutur hans réttlætti. Þessu undu
hópamir tveir illa - þeir vildu nýtt fé og nýjar hugmyndir.
Vissulega má spyrja sig hvers vegna 50% hlutur þeirra í
fyrirtæki með dreifða eignaraðild skili sér ekki í fullum
völdum og hvers vegna hópamir tveir þurftu í raun að
kaupa Cataland út úr fyrirtækinu. Fullyrt er að Cataland
hefði getað tafið mál sem stjómarformaður á meðan boðað
væri til hluthafafundar - og jafnvel gert fyrirtækinu skrá-
veifur á meðan. Þess vegna ákváðu hópamir tveir fyrir
rúmum níu mánuðum að kaupa hann út úr fyrirtækinu.
LANGT SAMNINGSSTRÍÐ
Hann fékk kauptilboð í bréfin frá hópunum tveimur.
Þeir buðust til að kaupa bréfin á pari, eða á 1 dollara bréfið.
Þessu tilboði harðneitaði Cataland. Þar með hófst eins
konar samningsstríð. Hóparnir tveir, með þá Guðmund
Franklín og Bruce Galloway í Wall Street í fararbroddi,
ákváðu að skipta sér ekkert frekar af fyrirtækinu. Bréfin
byrjuðu að lækka verulega í verði. Það reyndist Cataland
erfiðara að fá inn nýja hluthafa - og nýtt fjármagn - heldur
en hann hafði gert ráð fyrir. Ekki sfst vegna þess að
18