Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 54
FOLK AGNAR KOFOED-HANSEN, UPPLÝSINGAÞJÓNUSTUNNI pplýsingaþjónustan ehf. er fyrirtæki sem tók við starfsemi upplýsingaskrifstofu Versl- unarráðsins. Breytingin átti sér stað þann 1. júlí á síðasta ári. Upplýsingaþjónustan ehf. sérhæfir sig í að meta lánshæfi íslenskra fyrir- tækja og selja skýrslur þar um; fyrirtækjaskýrslur. Okkar viðskiptavinir eru aðallega erlendir aðilar en líka innlendir, — segir Agn- ar Kofoed-Hansen, fram- kvæmdastjóri Upplýsinga- þjónustunnar ehf. „Fyrir ut- an ofantöld verkefni miðlar skrifstofan upplýsingum um erlend fyrirtæki til innlendra aðila. Skýrslurnar innihalda mat á fjárhagslegum styrk- leika félaganna en í þeim kemur fram hverjir séu eig- endur, hveijir stjómi, hvernig starfsemi sé háttað, viðskiptatengsl, fjárhags- staða, markaðshorfur, svo og væntingar til framtíðar. Verslunarráð hefur safnað og miðlað slfkum upplýsing- um síðan 1928 en stefnan er að auka upplýsingastreym- ið,“ segir Agnar og bætir við að fram til þessa hafí er- lendir aðilar aðallega sóst eftir upplýsingum. ÓDÝR ÞJÓNUSTA „Við erum að fara meira út á þá braut að bjóða inn- lendum aðilum aðgang að þessari þjónustu af því hún er bæði mjög ódýr og gefur fyrirtækjum möguleika á að leita eftir upplýsingum áður en lánað er.“ Agnar Kofoed-Hansen, framkvæmdastjóri Upplýsinga- þjónustunnar hf. Fyrirtækið sérhæfir sig í að meta láns- hæfi íslenskra fyrirtækja. Útlendingar eru helstu við- skiptavinimir. Aðspurður segir Agnar að upplýsingar um stöðu fyrirtækja liggi ekki á lausu og starfsmenn þuríi að hafa töluvert fyrir öflun þeirra. „Fyrir þá, sem þurfa tak- markaðri upplýsingar, selur Upplýsingaþjónustan ehf. skatta- og útsvarsskrá en á grundvelli hennar má reikna út fjárhagsstöður fyrir- tækja.“ Starfsmenn Upplýsinga- þjónustunnar eru þrír að Agnari meðtöldum. Hann segir að fjöldi fyrirspuma hafi verið nokkuð jafn síð- astliðin tvö ár. Hver sem er getur keypt skýrslur en þær er ekki heimilt að afrita og óheimilt að nýta þær í öðr- um tilgangi en viðskiptaleg- um. Nánast í hvert sinn, sem spurt er, er skýrslan uppfærð og þess vegna get- ur tekið allt frá nokkrum klukkutímum upp í viku að svara fyrirspurn en verðið er háð hraða þjónustunnar. Agnar tók við skrifstofu upplýsingaþjónustu Versl- unarráðs árið 1994 og ári síðar var fyrirtækinu breytt í hlutafélagið Upplýsinga- þjónustan ehf. Verslunarráð á þriðjunginn, Samtök iðn- TEXTI: JÓHANNA Á.H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 54 aðarins eiga hlut og auk þess aðrir smærri hluthafar. Agnar er sjálfur hluthafi. JULEFROKOST ÁRLEGA Áður rak Agnar fyrirtæk- ið Greiðslumat frá árinu 1991 en það fyrirtæki sér- hæfði sig í sambærilegri skýrslugerð auk rekstrar- ráðgjafar. Agnar er rekstr- arverkfræðingur að mennt með framhaldsnám í fjár- málum og markaðsmálum. Að loknu námi starfaði hann hjá Þróun hf. en síðar tók hann við starfi forstöðu- manns lánasviðs hjá Iðnað- arbankanum. Þar starfaði hann í rúm tvö ár er hann gerðist forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Kaupþingi. Agnar er fertugur að aldri. Hann er giftur Guð- rúnu Elíasdóttur sjúkraliða og þau eiga þrjú böm á aldr- inum fimm til fimmtán ára. Hann segist hafa gaman af stang- og skotveiði, enda al- inn upp við veiðar. Fjöl- skyldan fer á skíði og golfið er nýkomið til sögunnar. „Ég hef alltaf verið í ein- hverju sporti og núna stunda ég badminton á vet- urna. Við höfum gaman af því að fara leikhús og erum í leikhúsklúbbi og matar- klúbbi með góðum félögum. Síðan erum við í Julefro- kost-klúbbi ásamt öðrum, sem voru á sama tíma í námi í Danmörku, en sá hópur hittist alltaf fyrir jólin og einu sinni á surnri," segir Agnar Kofoed-Hansen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.