Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 42
Eggert Magnússon, formaður KSÍ og framkvæmdastjóri kexverksmiðjunn- ar Frón. ingum um nokkurt skeið. Mér fannst hins vegar nauðsynlegt að gera fyrirtækið sýnilegt á þessum tímamótum sem eru í raun og veru tvöföld. Málið er það að við hjónin vorum ekki einvörðungu að gerast meirihlutaeigendur í Frón, heldur er þetta rótgróna fyrirtæki 70 ára gamalt um þessar mundir.“ Eggert hafði mjög ákveðnar hugmyndir um það hvað það var sem hann vildi og hvað það mátti kosta. „Ég vildi gera auglýsinga- herferð sem yrði tekið eftir. Elstu og rótgrónustu kextegundir verksmiðjunnar áttu að vera í önd- vegi, matar- og mjólkurkexið. Ég hafði hins vegar takmarkað fé til þessa verkefnis og ákvað því nokkuð strangan fjárhagsramma sem unnið yrði eftir. Innan þess ramma var allt sem viðkom verk- inu, hugmyndavinnan, auglýsinga- FJÓRAR SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR Og það er óhætt að segja að Eggert hafi fengið töluvert fyrir peningana sína, því alls voru gerðar 4 sjónvarps- auglýsingar, hver þeirra 30 til 35 sek- úndna löng og auglýsingaherferðin stóð í þrjár vikur. Auglýsingastofan Gott fólk vann þessa herferð fyrir Frón „og ég vissi vel að hverju ég gekk,“ segir Eggert „en strákamir þar hafa gert fína hluti fyrir mig áður, reyndar ekki fýrir Frón, heldur KSÍ.“ Ástþór Jóhannsson hjá Góðu fólki segir að það hafi bæði verið skemmti- legt og lírefjandi að vinna þessa aug- lýsingaherferð. „Það er til að mynda afar óvenjulegt að á íslenskum neyt- endamarkaði skuli vera til vara sem lifað hefur með þjóðinni í þrjár kyn- slóðir eins og raunin er með matar- og mjólkurkexið frá Frón. Fyrir vikið er verið að auglýsa vöru sem allir þekkja og hvað er hægt að segja um vöruna Auglýsingarnar á Frónkexinu vöktu mikla athygli í vor. Margar Ijúfar minn jólkur- og matarkexið frá Frón kemur við sögu Egg- erts Magnússonar á hverj- um einasta degi og það gera einnig hinar tæplega 30 kextegundimar sem kexverksmiðjan Frón framleiðir. Nýverið festu hann og kona hans, Guðlaug Ólafsdóttir, kaup á meiri- hluta í þessu rótgróna fyrirtæki og í kjölfar þess var hrundið af stað minn- isstæðri auglýsingaherferð í sjón- varpi, auk þess sem hljóðrás sjón- varpsauglýsinganna heyrðist í auglýs- ingatímum útvarpsstöðvanna. „Markaðshlutdeild Frón hafði auk- ist töluvert á síðustu þremur til þór- um árum, eftir dálitla lægð árin þar á undan,“ segir Eggert. Söluaukningin var mestmegnis vegna aðgerða á sölustöðum kexsins en Frón og helstu afurðir fyrirtækisins höfðu hins vegar ekkert verið áberandi í auglýs- MYNDIR: GÍSLI EGILL HRAFNSSON gerðin og sjálfar birtingarnar. Leik- völlurinn var því ljós strax í upphafi og þeir, sem komu að verkinu, vissu úr hverju var að spila og gátu leikið sér innan þeirra marka sem ég setti. Ég var alveg viss um að það væri hægt að vinna góða herferð sem tekið yrði eftir án þess að verja til þess allt of miklum peningum, en ég vissi líka að ég yrði að fylgja verkinu vel eftir, fylgjast með því á öllum vinnslustig- um til þess að fá sem mest fyrir hverja krónu.“ SAGANÁBAK VID HERFERÐINA Þorsteinn G. Gunnarsson sem neytendur vita ekki fyrir? Hvað gátum við gert fyrir vöruna sem vekti athygli og var annað en það sem fólki datt fyrst í hug? Matar- og mjólkurkexið frá Frón á sér áratuga sögu og það hefur komið við sögu kynslóðanna í 70 ár. Við ákváðum að vinna út frá því, segja einfaldar sögur með óvenjulegu myndmáli. Ég vildi láta myndavélina „kafa ofan í hlutina" í bókstaflegri merkingu, gera stórt úr litlu. Við þurftum að beita brögðum því ekki var hægt að gera dýra og flókna leik- mynd eða búa til sterkar persónur. LYKILLINN ER LÍTIL 0G SÉRHÆFÐ MYNDAVÉL Lykillinn að þessu er lítil og sér- hæfð myndavél sem ekki er stærri en venjulegur penni. Þessi myndavél getur auðveldlega svifið rólega yfir 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.