Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 20
Hinn klassíski réttur á Arthur Treacher’s er djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur. Nú stendur til að breyta til og bjóða upp á grillaðan fisk með fersku meðlæti. Dæmigerður Arthur Treacher’s staður. Þeir eru 134 talsins í fjórtán fylkjum í Bandaríkjunum og Kanada. Þegar umsvif keðjunnar voru sem mest á áttunda áratugnum voru staðirnir um 800 talsins. yfirtöku að annar foringja hóps íslendinganna í þessum kaupum, Guðmundur Franklín, opnaði fyrsta fiskskyndi- bitastaðinn á íslandi fyrir um sex árum - eða skömmu áður en hann hóf störf í Wall Street. „Ég opnaði veitingastaðinn Fiskur og franskar í Austur- stræti 6 sumarið 1990 ásamt kunningja mínum, Valdimar Jónssyni. Um svipað leyti fékk ég mjög spennandi atvinnu- tilboð frá Oppenheimar verðbréfafyrirtækinu í Wall Street. Það varð því úr að við seldum staðinn um hálfum mánuði eftir opnun hans.“ Það er ekki aðeins að Guðmundur Franklín hafi áður komið nálægt fiskskyndibitastað. Svo skemmtilega vill til að Bruce Galloway, sem er í forystu bandaríska hópsins, er sérlegur áhugamaður um fisk- og veitingasölu og skrif- aði meðal annars lokaritgerð til MBA prófs um rekstur fiskskyndibitastaða. SKÚLIÞORVALDSSON: AÐ STÍGA SKREFIÐ TIL FULLS Skúli Þorvaldsson, hótelhaldari og veitingamaður á Hótel Holti, sem, ásamt Guðmundi, er í forystu íslenska hópsins, er nú varaformaður stjómar Arthur Treacher’s. Skúli segist hafa fylgst með þessu fyrirtæki síðan 1992 er hann kom að því í gegnum þá Guðmund Frankk'n og Bruce Galloway. „Ég fékk áhuga á þessum rekstri þar sem þetta er grein sem ég þekki til í. Það er nokkuð um liðið síðan við, sem áttum hagsmuna að gæta sem hluthafar, reyndum að þrýsta á um að vissar breytingar yrðu gerðar innan fyrir- tækisins. En það var ávallt fyrirstaða hjá Jim Cataland. Loks var svo komið að við töldum fátt annað að gera en að stíga skrefið til fulls og kaupa Catland út úr fyrirtækinu.” Að mati Skúla Þorvaldssonar þarf sem allra fyrst að fá um 4 til 5 milljónir dollara inn í fyrirtækið en síðan fljótlega eftir það um 5 milljónir dollara til viðbótar til að hægt verði að auka umsvifin enn frekar og fjölga stöðum. Þá er útlit fyrir að afar fjársterkur aðili komi inn í fyrirtækið. Enn- fremur eru líkur á að Arthur Treacher’s renni saman við fyrirtækið MIE sem á rekstrarleyfi að 35 Arthur Treacher’s stöðum. „Megináherslan verður á íjölgun staða,“ segir Skúli. „HlutfaU hagnaðar í rekstri hvers staðar fyrir sig er fremur lágt þannig að hagnaðarvonin liggur í fjölda staða.“ BOSTON CHICKEN GÓÐ FYRIRMYND Það, sem hinn nýi meirihluti ætlar að gera, er að mörgu leyti svipað og fyrirtækið Boston Chicken gerði á mark- aðnum fyrir kjúklingaskyndibita. Þar tókst að rétta fyrir- tækið við úr gjaldþrotastöðu. Nú er það metið á um 2,2 milljarða dollara. Frískað var upp á útlit staðanna. Auk þess var horfið frá því að bjóða eingöngu upp á djúpsteikta kjúklinga heldur einnig griUaða kjúklinga sem eru heilsu- samlegri. Dæmið hjá Boston Chicken gekk upp og er Skúli HAGNAÐARVONIN LIGGUR í FJÖLDA STAÐA „Megináherslan verður á fjölgun staða. Hlutfall hagnaðar í rekstri hvers staðar fyrir sig er fremur lágt þannig að hagnaðarvonin liggur í fjölda staða. “ — Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.