Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 53
EYJÓLFUR PÁLSSON í EPAL Eyjólfur Pálsson í Epal í Faxafeni. Þeir hjá Epal hafa ástæðu til að gleðjast. Epal-húsgögn hafa verið valin í þremur stórútboðum að undanförnu. nþremur stærstu hús- gagnaútboðum und- anfarið hafa húsgögn frá Epal orðið fyrir valinu að stærstum hluta. Hér er um að ræða nánast alla stóla í Ráðhúsinu við Tjömina og í Þjóðarbókhlöðunni og alla hægindastóla og sófa í Hæstaréttarhúsinu auk sérsmíðaðra áhorfenda- bekkja og sófa sem eru ís- lensk framleiðsla frá Epal. Þegar menn velja góða hluti er verð Epals fullkomlega samkeppnisfært og meira en það eins og sjá má á þessu, enda er það markmið að okkar verð sé annað- hvort undir verði eða hið sama og í framleiðsluland- inu, — segir Eyjólfur Páls- son í Epal í Faxafeni. „Við þetta má bæta að í framhaldi af útboði var gerð- ur tveggja ára rammaamn- ingur við ríkið um kaup á norskum Savo-skrifstofu- stólum, sem Epal flytur inn. Öllum opinberum stofnun- um og fyrirtækjum er ráð- lagt að kaupa stóla eftir þessum samningi en Savo hefur einmitt gert samskon- ar rammasamning við norska ríkið. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að koma á framfæri húsgögn- um íslenskra hönnuða og framleiðenda. Við finnum nú vaxandi áhuga og skilning á hvoru tveggju og menn koma jafnvel frá opinberum aðilum til að kaupa íslenska framleiðslu og hönnun, sem er veruleg hugarfarsbreyt- ing.“ Frá upphafi hefur Epal einungis selt vandaðar vör- ur sem hafa sérstakt hönn- unargildi. Auk úrvals hús- gagna er úrval gluggatjalda- efna og áklæða gífurlegt hjá Epal og mikið lagt upp úr að aðstoða viðskiptavini við val sé þess óskað, að sögn Eyj- ólfs. „Kemur þá til kasta innanhússhönnuða Epals sem veita aðstoð í þeim til- gangi að gera heildarsvip fyrirtækis eða heimilis sem bestan. Áklæði og glugga- tjaldaefni eru frá Kvadrat í Danmörku, Kendix og Ploeg í Hollandi, mari- mekko í Finnlandi og frá Nýja nordíska í Þýskalandi. í Epal eru auk þess hinar þekktu Hewi smávörur frá Þýskalandi, nælonhúðaðir hurðarhúnar og hlutir í bað- herbergið — auk handriða - í 13 litum. Hefur sala Hewi vara aukist verulega undan- farið.“ EPALHÚSIÐ KYNNT í SVISS Nú er í undirbúningi í Sviss útgáfa bókar um skandinavísk tréhús. í bók- inni verður fjallað um tvö ís- lensk hús. Epalhúsið er ann- að og verður kynnt á átta síðum í máli og myndum. Eyjólfur hefur látið þau orð falla að reki menn verslun og geri miklar kröfur til hönnunar söluvaranna sé eðlilegt að húsnæðið sé sér- hannað. Manfreð Vilhjálms- son arkitekt hannaði Epal- húsið og hlaut fyrir Menn- ingarverðlaun DV. Eyjólfur er fimmtugur, fæddur í Reykjavík. Hann lærði húsgagnasmíði en fór svo til Danmerkur og lagði stund á húsgagnaarkitekt- úr. Að námi loknu vann hann á teiknistofu í Kaupmanna- höfn og teiknaði m.a. inn- réttingar í skemmtiferða- skip sem hafa viðkomu hér. Heim kom Eyjólfur 1972 og vann á teiknistofum þar til hann stofnaði Epal fyrir 21 ári. Kona hans er Margrét Ásgeirsdóttir. Deilir hún með honum áhuganum á hönnun og hefur starfað frá upphafi í Epal. Bömin eru Kjartan Páll, Álfrún og Dag- ur. Álfrún hefur hannað ýmsa smáhluti sem vakið hafa athygli. Eyjólfur fer í sund á hverjum einasta morgni klukkan sjö. Á hveiju hausti fer hann svo í göngur austur í Fljótsdal, sem er ófrávíkj- anlegt. Önnur áhugamál eru að auka veg og virðingu sem og skilning á hönnun á ís- landi. Hann er einnig í þriggja manna stjóm ís- lensks handverks, þriggja ára verkefnis á vegum for- sætisráðuneytisins. Verk- efninu lýkur um næstu ára- mót með stofnun samtaka handverksfólks sem eiga að styðja við bakið á þeim sem hafa handverk að atvinnu. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.