Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 57
félagsins innan Bretíands.
Skrifstofan annast af-
greiðslu skipa Samskipa og
hefur yfirumsjón með
hleðslu og tæmingu gáma.
Söfnun og dreifing vöru tO
viðskiptavina er ennfremur
mikilvægur þáttur í starf-
seminni.
„Skrifstofan býður við-
skiptavinum einnig að ann-
ast alla skjalagerð tengda
inn- og útflutningi til og frá
Bretlandi en sérhæfing á
sviði skjalagerðar getur
sparað viðskiptavinum
verulegan tíma og fyrir-
höfn,“ segir Ása. „Flutning-
ur með Samskipum er sá
grunnur sem við leggjum
áherslu á til að byrja með en
tækifærin erlendis eru fjöl-
mörg og við sjáum flutninga
milli Bretlands og annarra
svæða sem vaxandi mögu-
leika í náinni framtíð."
GRUNNUR LAGÐUR AÐ
SÉRÞEKKINGU
„Til lengri tíma litið er
markmiðið með rekstri eig-
in skrifstofu erlendis ekki
síður að leggja grunn að
aukinni sérþekkingu á að-
stæðum í hverju landi.
Aðeins þannig skapast
grundvöllur til að útvíkka
núverandi þjónustu og
stuðla að uppbyggingu á nýj-
um tekjustofnum. Við hjá
Samskipum teljum fátt eins
brýnt fyrir íslensk fyrirtæki
í alþjóðaviðskiptum og að
byggja upp slíka sérþekk-
ingu á erlendum mörkuð-
um. Með því getum við bet-
ur tryggt okkar eigin hags-
muni og þar með hagsmuni
okkar eigin viðskiptavina.
Reglur og siðir eru breytileg
eftir löndum og í okkar huga
er ljóst að þegar hefur ýmis-
legt áunnist með því að vera
með eigin starfsemi erlend-
is,“ segir Ása ennfremur.
Til að byija með eru
starfsmenn Samskipa sjö
talsins, en auk Ásu er sölu-
stjórifyrirtækisins, Kristján
Pálsson, íslenskur. „Með
því að blanda saman íhalds-
semi Bretanna og nýjunga-
gimi íslendinganna fæst góð
blanda en við segjum stund-
um í gríni að íslendingar og
Bretar séu á sitt hvomm
ásnum í litrófi Evrópuþjóð-
anna. Við getum án efa lært
ýmislegt hvert af öðru og
komið sterkari út fyrir vikið.
Nýtni og nægjusemi Bret-
anna hefur vakið okkur ís-
hafi mjög gaman af ferðalög-
um. Margt sé að skoða í
Bretlandi en það, sem vakið
hafi hjá þeim undrun, séu
margir áhugaverðir staðir í
næsta nágrenni Hull.
„Við ætlum að nota sum-
arið til að kanna betur
breskt sveitar- og borgarlíf.
Jafnvel stendur til að nýta
sér hagstæð fargjöld frá
Bretlandi til fjarlægari landa.
Síðan er alltaf nóg að gera í
vinnunni og það hefur verið
töluverður gestagangur að
heiman og því höfum við ekki
þjáðst af heimþrá. Hvað sem
framtíðin ber í skauti sér þá
teljum við að þegar upp verð-
ur staðið muni þessi tími í
Hull aðeins gera okkur að
enn meiri, og vonandi betri,
íslendingum," segir Ása Ein-
arsdóttir að lokum.
TEXTI: JÓHANNA Á.H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
amskip hf. hafa í ára-
raðir stundað áætl-
unarsiglingar til og
frá Bretíandi og hafa skip fé-
lagsins vikulega viðkomu í
Hull. Staðsetning borgar-
innar er mjög hagstæð með
tilliti til söfnunar og dreifing-
ar innan Bretlands, enda
eru samgöngur til og frá
mjög góðar. Hull hentar því
mjög vel hagsmunum ís-
lenskra inn- og útflytjenda
og því hefur í gegnum tíðina
umtalsverður hluti af út-
flutningi okkar íslendinga
farið í gegnum Hull. Útflutn-
ingur til íslands frá Bret-
landi hefur verið í sókn und-
anfarin misseri og eru ýmis
teikn á lofti um að hann muni
aukast frekar en hitt, —
segir Ása Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri Sam-
skipa Ltd. í Hull. Samskip
Ltd. eru dótturfélag Sam-
skipa hf. og tók til starfa
þann 1. ágúst á síðasta ári.
Hið nýja fyrirtæki tók á
þeim tímapunkti við umboð-
inu fyrir Samskip hf. í Bret-
landi og hefur yfirumsjón
með allri starfsemi móður-
Ása Einarsdóttir, 30 ára framkvæmdastjóri Samskipa
hf. í Hull í Englandi. „Staðurinn er mjög hagstæður með
tilliti til söfnunar og dreifingar innan Bretlands.
lendinganna til umhugsunar
og einnig er óhætt að full-
yrða að erillinn heima verð-
ur sýnilegri eftir nokkurra
mánaða íjarveru."
HULL KEMUR Á ÓVART
Ása er þrítugur viðskipta-
fræðingur frá Háskóla ís-
lands. Eftir að hún lauk námi
vorið 1991 starfaði hún hjá
Eimskip um tveggja ára
skeið en haustið 1993 hóf
hún störf í hagdeild Sam-
skipa. í júní 1995 flutti hún,
ásamt sambýlismanni sín-
um, Birgi Emst Gíslasyni
viðskiptafræðingi, til Hull
og hóf undirbúning að stofn-
un Samskipa Ltd. Birgir er í
MBA námi í upplýsinga-
tækni við háskólann í Hull.
Aðspurð segir Ása að þau
ASA EINARSDOTTIR,
SAMSKIPUM í HULL
57