Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 43
Matarkex á verkstæðinu. Matarkex á barnaheimili. KAFFIOG MJÓLK ingar vöknuðu hjá mörgumþegar byrjað var að áýfa kexi í kaffi og mjólk lítinn tökuflöt, kaffiborð okkar tilfelli, og skilað áhrifum sem hefðbundnar myndavélar ráða ekki við. Þessari tökuaðferð hefur lítið verið beitt hérlendis við auglýsingagerð en mér fannst freistandi að reyna hana við að skapa umhverfi sagnanna í aug- lýsingunum, umhverfi sem áhorfend- ur ættu auðvelt með að yfirfæra á eigin veruleika. Auglýsingarnar voru unnar af strákunum í Nýja bíó, þeir áttu myndavél og gerðu lítinn gálga sem myndavélin var fest á. Sviðið, eða leikmynd auglýsinganna, var eitt lítið borð undir gálganum. Á þessu litla sviði var einföld en sterk leikmynd sem Sigríður Guðjónsdóttir aðstoðaði okkur með og hún á ekki lítinn þátt í áhrifamætti auglýsinganna. Litla myndavélin ferðaðist síðan hægt og rólega um allt borðið og myndaði frá óvenjulegum sjónarhomum. Fyrir vikið held ég að við höfum náð sér- stökum myndáhrifum" Þótt tæknin sé mikilvæg þarf meira en hana eina. Það þarf að segja sögu, „já og vinna með myndmálið," segir Ástþór. „Eftir að hafa komið okkur niður á aðferðina var haft samband við Hallgrím Helgason rithöfund og hann beðinn um að skrifa nokkrar sögur inn í það umhverfi sem við vildum skapa. Til þess að skapa spennu í myndunum átti að brjóta kexið á einn eða annan hátt í hverri auglýsingu. Sú hvers- dagslega aðferð að brjóta matar- eða mjólkurkex, átti að brjóta upp söguna og undirstrika mikilvægt atriði í frá- sögninni. Ágætt dæmi um þetta er í auglýsingunni með unga fólkinu sem er að tala um kærustuparið „sem er algjör samloka...“ -kexið brotið- „...en hætt saman“.“ ÁRANGUR AUGLÝSINGANNA En báru auglýsingarnar árangur, ávaxtaði Eggert Magnússon vel þá upphæð, 2.5 milljónir, sem hann varði til herferðarinnar? „Alveg tví- mælalaust," segir hann. „Auglýsinga- herferðin var tímabær því þótt fólk þekki vöruna og sé alið upp með henni þá hefur hún smám saman gleymst í neyslumynstri fólks, sérstaklega yngra fólks. En salan á matar- og mjólkurkexinu óx til mikilla muna við herferðina og það besta við þetta allt saman var að auglýsingarnar með matar- og mjólkurkexinu ýttu undir sölu á öðrum kextegundum frá Frón.“ Eggert segist ekki útiloka það að kexverksmiðjan Frón eigi eftir að vera meira áberandi á auglýsinga- markaðnum í framtíðinni en hún hefur verið hingað til. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.