Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 49
Pvinfalt og gott - beint af grillinu. ívar Ragnarsson, frainkvæmdastjóri Afurðasölunnar í Borgamesi. Á
bak við hann blasa við afurðir úr kjötdeild íslensk-franslia eldhússins
en Afurðasalan í Borgamesi kej pti það fyrirúeki fyrir skönunu.
GRILLXJOT
Aðalmarkaður AB er frá Hvalfjarðar-
botni í Stykkishólm og síðan á Stór-
Reykjavíkursvæðið. Á sumrin, þegar
mest er grillað, er sölusvæðið þó mun
stærra - nær yfir Suðurlandið og vestur
á Vestfirði. „Heimamarkaðurinn er þó
hvað þýðingarmestur fyrir AB,” segir
Jóhannes, „og leggja menn mikið upp
úr að þjóna honum sem best. Vörum er
dreift daglega um allt markaðssvæðið frá Borgarnesi. Um
þessar mundir er svo verið að opna sérstaka söluskrifstofu
að Smiðjuvegi 4a í Kópavogi þar sem sölumenn munu hafa
aðsetur og tekið verður á móti pöntunum. Þar verður
einnig hægt að þjónusta smærri viðskiptavini og þá sem
eru að undirbúa veislur.” I júníbyrjun keypti AB kjötdeild
fyrirtækisins Islenskt-franskt og hefur starfsemin verið
flutt í Borgarnes. Þar verða vörur fyrirtækisins framleidd-
ar framvegis en íslensk-franskt flutti fiskdeild sína til Akra-
ness. Mun AB sjá um dreifingu á fiskvörunum hér innan-
lands i framtíðinni. Þar við bætist svo að um síðustu mán-
aðamót hóf AB að dreifa Borgarnespizzum frá fyrirtækinu
Engjaási í Borgarnesi.
I framhaldi af þessum breytingum og aukningu hjá AB
má reikna með að störfum muni fjölga um hátt í tíu en hjá
AB eru að jafnaði starfandi um 80 manns. Þó eykst sá fjöldi
nokkuð í sláturtíðinni og yfir sumarmánuðina.
lögð á gæði vörunnar, fallegt útlit og góðar og þægilegar
umbúðir, að sögn Jóhannesar.
Gimilegt á grillið -
lambalæri ættað úr Borgamesi.
FENGU 17 VERÐLAUN
Til marks um góðan árangur í gæðaþróuninni hjá AB má
nefna að á sýningunni Matur '96 sem haldin var í Kópavogi
í vor fengu vörur frá AB 17 verðlaun, þar af þrenn gullverð-
laun. Sendar voru á sýninguna 20 vörutegundir og verð-
launahafarnir frá Borgarnesi voru 7 talsins.
Sími: 437 1418 • Bréfasími: 437 1093
49