Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 17
ARTHUR TREACHER’S
Arthur Treacher’s er keðja 134
skyndibitastaða, sem selur nær
eingöngu fiskrétti, og er þriðja stærsta
keðja fiskskyndibitastaða í
Bandaríkjunum - á eftir Long John Silver
og Captain D’s.
Arthur Treacher’s á sér sérstæða sögu
en fyrirtækið var stofnað árið 1968 af
nokkrum gamanleikurum. Þeirra
þekktastir eru Bob Hope og Merv Griffin.
Sjálfur höfuðpaurinn var hins vegar
Arthur Treacher, breskur gamanleikari
sem vildi með skyndibitastöðum kynna
Bandaríkjamönnum hina sígildu bresku
hefð; að borða djúpsteiktan fisk og
franskar kartöflur.
nokkrum frægum skemmtikröftum, meðal annars hinum
geysivinsæla Bob Hope. Athur Treacher’s er keðja 134
skyndibitastaða, sem selur nær eingöngu fiskrétti, og er
þriðja stærsta keðja fiskskyndibitastaða í Bandaríkjunum -
á eftir Long John Silver og Captain D’s.
JIM CATALAND KEYPTUR ÚT
Yfirtaka íslensku og bandarísku fjárfestanna fólst í því
að kaupa stærsta hluthafann, Jim Cataland, út úr fyrirtæk-
fjm Æ w. K I
■Hi \m • j J
Guðmundur Franklín og Skúli Þorvaldsson standa hér
við merki Arthur Treacher’s við aðalstöðvar fyrirtækis-
ins í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum.
inu. Hann átti 25% hlut sem keyptur var á um 1,2 milljónir
dollara, eða um 80 milljónir króna. Hvert bréf var keypt á
60 cent. í sjálfu sér er þetta engin stórkostleg fjárfesting -
ekki einu sinni á íslenskan mælikvarða - en mjög athyglis-
verð engu að síður.
Samhliða yfirtökunni var hlutafé fyrirtækisins aukið um
2 milljónir hlutabréfa, eða úr 8 milljónum hlutabréfa í 10
milljónir bréfa. Hóparnir tveir keyptu þessa viðbót á 1,2
milljónir dollara, eða á sama verði og þeir gáfu fyrir hlut
Catalands. Samtals keyptu hóparnir því hlutabréf í fyrir-
tækinu fyrir um 2,4 milljónir dollara, eða um 160 milljónir
WmmœmmmWOmiimmMmœmmiWammmmmWWMm
króna. Síðan þá hefur verð bréfanna hækkað verulega
þannig að við fyrstu sýn virðist um afar góð kaup að ræða.
Hlutabréf eru hins vegar langtímafjárfesting.
31FJÁRFESTIR í ÍSLENSKA HÓPNUM
31 fjárfestir er í íslenska hópnum sem er undir forystu
Guðmundar Franklíns og Skúla Þorvaldssonar. Skúli er
núna varaformaður stjómar fyrirtækisins en formennskan
er í höndum Bruce GaUoway. í íslenska hópnum eru 4
íslenskir lífeyrissjóðir, 5 íslensk fyrirtæki og 22 lögskráðir
einstaklingar. Eignaraðild er dreifð. Enginn einn hluthafi á
17