Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 56
FOLK
BERGSTEINNISLEIFSSON,
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
ryggismiðstöð ís-
lands hf. tók til starfa
í september á síð-
asta ári. Hjá fyrirtækinu
starfa reyndir menn á sviði
öryggismála sem hafa starf-
að við þetta fag í mörg ár.
Við rekum öryggismiðstöð
þar sem við vöktum viðvör-
unarbúnað ýmiss konar, svo
sem brunavarnakerfi, þjófa-
vamakerfi og vatnsviðvör-
unarkeríi eða viðvaranir frá
vélbúnaði, — segir Berg-
steinn ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri Öryggismið-
stöðvar íslands hf. Sem
dæmi um fyrirtæki sem Ör-
yggismiðstöðin vaktar er
Borgarleikhúsið, húseignir
Ríkiskaupa, Skífan hf.,
Reykjagarður og Kaupfélag
Ámesinga.
í dag starfa hjá Öryggis-
miðstöð íslands hf. tíu
manns í föstu starfi en auk
þess eru nokkrir verktakar í
vinnu hjá fyrirtækinu. Ör-
yggismiðstöðin vaktar yfir
hundrað fyrirtæki og heimili
í dag og segir Bergsteinn
fyrirtækið hafa náð góðum
árangri á þessum markaði á
skömmum tíma.
HUGARFARSBREYTING í
ÖRYGGISMÁLUM
„í síðastliðnum fimm ár-
um hefur orðið alger huga-
farsbreyting hjá stjómend-
um fyrirtækja og stofnana
hvað varðar öryggiskerfi.
Hér áður var öryggiskerfi
eitthvað sem menn keyptu
þegar vel áraði eða þegar
þeir höfðu orðið fyrir tjóni.
Núna era öryggismál einn
Bergsteinn ísleifsson, framkvæmdastjóri Öryggismið-
stöðvar íslands hf. Fyrirtækið tók til starfa sl. haust.
Það vaktar núna yfir eitt hundrað fyrirtæki og heimili.
þáttur í fyrirtækjarekstri
eins og síma- og tölvukerfi.
Fyrirtæki, sem er vel merkt
af vakthafandi öryggisþjón-
ustu, er líklegra til að sleppa
við innbrot en önnur,“ segir
Bergsteinn. „Það, sem er
stolið, er ekki endilega
mesti skaðinn heldur
skemmdimar á innviðum
fyrirtækisins. Sama á við
um heimili sem brotist er
inn á. Það er tiltölulega auð-
velt að bæta sjónvarp eða
heimilistölvu en það bætir
enginn þá ónotatilfinningu
sem fylgir því að einhver ók-
TEXTI: JÓHANNA Á.H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR
unnugur hafi farið höndum
um eigur manns.“
Bergsteinn segir að sífellt
fleiri heimili séu tengd við
Öryggismiðstöðina, enda
hafi kostnaður við slíkt
lækkað. Heimili búi ekki
eingöngu við hættu á inn-
brotum heldur líka bruna,
eins og landsmenn hafi illi-
lega orðið varir við upp á
síðkastið, svo og tjóni af
völdum vatns.
ANDLEG MÁL
Bergsteinn er lærður
vélfræðingur og var til sjós
hér áður. Hann fór að vinna
við örryggismál fyrir níu ár-
um og segist strax hafa fallið
vel við starfið. Hann var
deildarstjóri hjá Vara þegar
hann stofnaði Öryggismið-
stöð íslands hf. ásamt
nokkrum félögum og fjár-
festum.
„Fyrirtækið er stofnað og
rekið sem hlutafélag. Við
emm komnir yfir erfiðasta
hjallann og horfum fram á
bjarta tíma. Markaðurinn
stækkar ört og við teljum
okkur geta boðið betri þjón-
ustu en aðrir á markaðn-
um.“
Bergsteinn er 32 ára
gamall. Hann er giftur Lauf-
eyju Jónsdóttur, sem sér
um reiknishald hjá ísmar, og
eiga þau tvö börn. Eldri er
Jón Ingi, níu ára, en stúlkan
heitir Elsa Mjöll og er fimm
ára.
Þegar Bergsteinn er
spurður um tómstundir
hlær hann létt og segir að
þær hafi verið fáar hin síð-
ustu misseri.
„Sá tími, sem ekki fer í
uppbyggingu fyrirtækisins,
fer í að sinna fjölskyldunni,“
segir hann en bætir við að
hann sjái fram á aukinn frí-
tíma og honum vilji hann
gjarnan eyða í útiveru.
„Ég hef lengi haft áhuga á
huglægum málum, svo sem
dulsálarfræði. Ég var með-
limur í Rósakrossreglunni
sem er alþjóðlegur dul-
spekiskóli. Það er góð byrj-
un að breyta heiminum með
því að bæta sjálfan sig,“
segir Bergsteinn ísleifsson.
56