Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 52
VINNUSTAÐURINN langtímafjárfesting og að vinna henn- ar felist ekki eingöngu í því að kenna fólki að anda og beita líkamanum rétt heldur sé einnig mikilvægt að laga umhverfið þannig að fólki Kði vel og það geti sinnt starfi sínu á viðunandi hátt. Úttektir Lovísu eru margþættar og taka til allra þátta í umhverfinu, sem geta haft áhrif á vellíðan starfs- manna, til dæmis loftræstingar, lýs- ingar og margs fleira. LENDUM í VÍTAHRING Grundvöllur líkamlegrar og and- legrar velh'ðunar byggist á réttri önd- un og slökun. Þindaröndunin er manninum eðlileg. Böm fæðast með hana en venja sig smám saman á brjóstöndun. Lovísa segir að meiri- hluti þeirra sem komi til sín noti brjóstöndun og eyði með því alltof mikilM orku til einskis. Hún segir að með æfingum og réttri öndun megi draga úr spennu og auka þannig af- köstin. Hún kennir ýmsar æfingar sem hægt er að grípa til þegar streit- an, þreytan eða verkurinn em að fær- ast yfir. Til að spara orku í líkamanum þurfi rétta líkamsbeitingu. Ef ein- staklingurinn slaki á geti hann komið Kkamanum niður í lágmarks orku- eyðslu. Samhliða því hlaðist hann upp. „Öndunarvöðvar í brjóstkassa eiga einungis að sjá um 30 prósent af önd- uninni og þindaröndunin um 70 prós- ent en um leið og fólk fer að vinna við rangar vinnusteUingar, eða eykur álag á einstökum vöðvahópum, fer það ósjálfrátt út í meiri brjóstöndun. Líkaminn spennist upp og álagið á hnakka, háls, herðar og bijóstkassa eykst. Koltvísýringur hleðst upp í vöðvunum og vöðvamir fá ekki nægi- legt súrefni. Koltvísýringur er í raun aðalástæðan fyrir vöðvabólgu því að hann ertir vöðvana og myndar þessar bólgur. Spennan eykst og við lendum í vítahring sem við komumst ekki út úr,“ segir Lovísa. „Það er ótrúlegt en satt að með þessum öndunaræfingum aukum við markvisst blóðflæðið út í líkamann og hann hitnar. Við fáum notalega tilfinn- ingu þegar við gerum æfingamar. Þá finnum við að það dregur úr spennu í Kkamanum," segir hún. RÉTT LÍKAMSBEITING ER MIKILVÆG Lovísa byijar námskeiðin alltaf með almennri fræðslu um líkamann þar sem hún kemur inn á alla vöðva- hópana í líkamanum, beinagrindina, öndunina, hvað lungun gera og hvemig þau vinna og svo framvegis. Hún kennir fólki öndunaræfingar til að þjálfa upp þindina, til dæmis með svokaUaðri mótstöðuöndun þar sem fólk hægir á útönduninni og pressar loftið hægt og rólega gegnum varim- ar svipað og þegar blásið er í stífa blöðm, og kennir fólki að þekkja mun- inn á þindaröndun og brjóstöndun. Lovísu verður tíðrætt um ranga líkamsbeitingu og segir að rétt lík- amsbeiting sé bömum eðlileg en um- hverfið geri bömum ekki kleift að beita líkamanum rétt og því venjist þau smám saman á ranga líkamsbeit- ingu, til dæmis í skólastofunni þar sem 12 ára böm sitji við sama borð og sex ára böm. Til að beita líkamanum rétt þurfi einstaklingurinn að anda rétt en hann verði einnig að setja stóru vöðvana í líkamanum í rétta stöðu, til dæmis þegar hann beygir sig eftir hlutum, tekur upp hluti, færir hluti eða dregur hluti. Einnig sé mikil- vægt að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að „við þurfum ekki að hlaupa oft á dag að sömu hillunni og teygja okkur í óæskilega stöðu til að ná í eitthvað heldur höfum þetta nálægt okkur,“ segir hún. „Þegar við lendum í stressi verð- um við að vera meðvituð um að eitt- hvað í umhverfinu stressar okkur upp þannig að við getum forðast streituna meðvitað og dregið úr hraðanum. í æfingum í líkamsræktarstöðvum í dag er mikill hraði en við þurfum í raun og vem að hægja meira á okkur og hreyfa okkur í takt við líkamann og hlusta á það sem hann er að segja okkur að gera,“ segir Lovísa. Hún bendir á að tuttugu mínútna slökun geti verið á við þriggja tíma svefn og tveggja mínútna slökun á við tuttugu mínútna svefn. Hún segist gjaman mæla með því að útivinnandi fólk slaki á og hvíli sig í 15 til 20 mínútur í hádeginu ef aðstæður séu fyrir hendi eða geri öndunaræfingar öðru hvoru. FLYTJUM ÞUNGANN EINS 0G AFIGERÐI Við kennslu á orkusparandi vinnuathöfnum kennir Lovísa fólki til dæmis að gera ákveðnar æfingar, ýmsar grunnhreyfingar, sem nýtist því vel í daglegu lífi, við innkaupin eða í vinnunni. En hvemig líkamsæfingar skyldu þetta vera? Lovísa segir að við biðröð í kjörbúðinni geti fólk til að mynda forðast að hafa allan líkams- þungann á annarri mjöðminni með því að flytja þungann frá öðrum fæti yfir á hinn og mgga sér aðeins fram á við og aftur á hæla „eins og afi okkar gerði í gamla daga,“ segir hún. Lovísa segir að á námskeiðunum hjá sér sé hugarslökun punkturinn yfir i-ið. Þegar einstaklingurinn sé búinn að temja sér þindaröndun, aukna líkamsmeðvitund, hafi náð spennunni í líkamanum markvisst nið- ur og hafi það góða einbeitingu að geta útilokað sig og gleymt sér þá sé viðkomandi kominn með það góða líkamsvitund og góða sjálfstjóm yfir líkama sínum að hann geti farið út í enn dýpri slökun eða hugleiðslu. ÁRANGURINN SÝNIRSIG Lovísa segir að margir einstakl- ingar sem hafi sótt námskeið hjá fyrir- tækjum vilji fara á áframhaldandi nám- skeið og komi gjaman aftur eftir nokkum tíma þegar þeir em búnir að æfa sig, enda gildi það sama um þess- ar æfingar eins og annað að æfingin skapar meistarann. „Ég hef tekið eftir því að árangur- inn er farinn að sýna sig hjá fólki sem hefur tekið þátt í þessum slökunar- námskeiðum og orkusparandi nám- skeiðum. Fólk er orðið meðvitaðra því að það finnur að það fær meiri orku. Það er ekki eins þreytt þegar það kemur heim úr vinnunni á kvöldin og einbeitingin hefur aukist. Fólk fer að taka meiri ábyrgð á eigin vellíðan og heilsu og er fljótara að leita ráða, það er áður en skaðinn er skeður. Með markvissri samvinnu milli yfir- manna, fagfólks og starfsfólks er hægt að skapa betra vinnuumhverfi. Slíkt gefur fyrirtækjunum ánægt starfsfólk með betri heilsu - það er öllum í hag,“ segir hún. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.