Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 33
dóma án þess að láta það skjóta sér
skelk í bringu. Til þess sýnast liggja
nokkir þættir. Einn er sá að Rannveig
er glaðlynd og opin persóna sem er
afskaplega blátt áfram og kemur til
dyranna eins og hún er klædd, laus
við feimni eða tilgerð. Þetta gerir það
að verkum að menn fá fljótt traust á
henni. Annað er það viðhorf hennar
að tilvist hennar í innstu hringjum
helgustu vígja karlmennskunnar, að
sýsla með skrúflykla og hemja hestöfl
þúsundum saman, sé ekkert tiltöku-
mál. Henni finnst þetta eðlilegasti
hlutur í heimi og fyrir vikið fer sam-
starfsmönnum hennar að fmnast það
einnig. Síðast en auðvitað ekki síst er
Rannveig sagður snjall vélstjóri en í
því fagi eins og öðru segja próf eða
réttindi oft aðeins hálfa söguna.
Einn er líka sá kostur Rannveigar,
SAN FRANCISCO OG STRAUMSVÍK
Rannveig ætlaði aldrei að verða
vélstjóri til sjós alla sína starfsævi.
Hún fór til náms í vélaverkfræði í Há-
skólanum og lauk því 1987. Á námsár-
unum í Háskólanum kynntist hún Jóni
Heiðari Ríkharðssyni sem var í verk-
fræðinámi og varð eiginmaður hennar
að loknu námi. Eftir að náminu í HÍ
lauk fóru þau Jón og Rannveig saman
til náms við San Francisco háskóla og
lærðu stjómun og luku bæði MBA
námi 1989. Eftir að náminu lauk
fékkst Rannveig við kennslu við verk-
fræðiskor Háskólans og í Tækniskól-
anum. Hún hefur ekki mikið skipt sér
af félagsmálum en er formaður stjórn-
ar Lýðveldissjóðs, sem stofnaður var
fyrir tveimur ámm, og er árlega út-
hlutað úr honum.
Hún hóf störf hjá álverinu 1990 eftir
náttúru þess harla vel. Auk þess er
hún vel liðtæk hannyrðakona og
prjónar og saumar eftir því sem hugur
hennar stendur til. Það virðist því
sem heklunálin leiki eins í höndum
hennar og skiptilykillinn.
Ekki er greinarhöfundi kunnugt um
að Rannveig sé félagi í hefðbundum
klúbbum, s.s. Rotary, Lions, JC eða
Kiwanis. Ekki er heldur vitað til þess
að hún hafi verið virk í innanhúss-
knattspymu, laxveiði eða jeppaferð-
um en ef þessi grein fjallaði um jafn-
aldra hennar af gagnstæðu kyni í
sömu stöðu má telja nokkuð ömggt
að eitthvað af þessu eða allt væru
fastir liðir.
Meðal vinafólks Rannveigár má
nefna Sigríði Árnadóttur, fréttamann
á RÚV, og Geirþrúði Alfreðsdóttur,
flugmann hjá Flugleiðum. Rannveig
MEÐ FÖÐUR SÍNUM Á FJÖLLUM
Fyrstu störf Rannveigar voru einmitt að aðstoða föður sinn á
tíðum vatnamælingaferðum hans um fjöll og firnindi. Hún hefur
sjálf sagt í viðtölum að eftir að hafa unnið með honum hafi
henni aldrei fundist nein vinna erfið.
sem kemur henni til góða í þessari
aðstöcu, að öfugt við margt greint og
hámenntað fólk gætir aldrei hroka í
framkomu hennar heldur er hún sér-
lega alþýðleg og kemur eins fram við
alla, hvort sem þeir eru undirmenn
hennar eða yfirmenn. Þetta staðfest-
ist í því að almennt virðist því hafa
verið fagnað meðal starfsmanna ál-
versins að hún skyldi vera ráðin til
starfans. Hún hefur getið sér afar
gott orð meðal starfsmanna sem er
umhugsunarefni í ljósi þess að oft hef-
ur álverið verið vettvangur átaka milli
verkamanna og yfirstjórnar fyrirtæk-
isins.
Samstarfsmenn Rannveigar og
vinir segja að henni sé tamt að ná fram
markmiðum sínum með lagni og góð-
fúslegum fortölum frekar en ein-
strengingslegum, einhliða reglum og
boðum. Hún telst samt ekki til svo-
nefndra mjúkra stjórnenda. Hún er
sögð standa fast á sínu og hafa bein í
nefinu til að taka á málum af hörku.
að henni hafði verið boðið að koma
þar til starfa. Fyrst var hún deildar-
stjóri öryggis- og umhverfismála, síð-
an talsmaður ÍSAL og annaðist útgáfu
ÍSAL Tíðinda sem er innanhússblað
fyrirtækisins. Á sama tíma gengdi
Rannveig starfi gæðastjóra en nú er
hún deildarstjóri yfir steypuskála auk
þess að vera talsmaður fyrirtækisins.
ÚTIVIST OG HANNYRÐIR
EN ENGINN LAX
Rannveig og Jón Heiðar eru búsett
við Bæjargil í Garðabæ ásamt tveim-
ur dætrum sínum, þeim Guðbjörgu
og Maríu sem eru sex og þriggja ára.
Að hætti jafnréttissinnaðra nútíma-
hjóna stíga þau saman þann línudans
sem felst í því að samræma heimilis-
hald, uppeldi og starfsframa í krefj-
andi umhverfi. Jón Heiðar starfar hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
í frístundum hefur Rannveig yndi af
útiveru og útivist og hefur ferðast
mikið um ísland og þekkir landið og
er trygglynd og ræktarsöm og á auð-
velt með að eignast vini, ættrækin og
samviskusöm í samskiptum við fólk.
Rannveig hefur, starfa síns vegna,
lent í þeirri aðstöðu að vera þekkt
andlit og persóna. Þótt hún sé blátt
áfram og ófeimin er þetta henni þvert
um geð. Sjálf telur hún litla ástæðu til
þess að fjalla um sig persónulega þótt
hún hafi nú tekið við nýju starfi og
segir það sína sögu um persónuleika
hennar. Henni finnst almennt of mikið
gert úr því hve starfsferill hennar sé
óvenjulegur og er þeirrar skoðunar
að umfjöllun um hann eins og hvert
annað furðuverk fæli fleiri stallsystur
hennar frá því að feta í fótspor henn-
ar.
Þannig sýnir nærmyndin af Rann-
veigu okkur ungan, velmenntaðan og
framsækinn stjórnanda á uppleið,
greindan náttúruunnanda og hrein-
ræktaðan frumkvöðul. Þetta eru hin
þrjú hlutverk Rannveigar Rist.
33