Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 41
Starfsfólk Skátabúðarinnar við Snorrabraut.
Helstu merki Skátabúðarinnar
Ajungilak - svefnpokar
Karrimor - bakpokar og fatnaður
Scarpa - gönguskór
Phoenix - tjöld
Rossignol - skíði og skíðabúnaður
Leki - göngu- og skíðastafir
Francitai - ferðafatnaður
North Face - fjallafatnaður
Silva - áttavitar
hafa farið víða og vita hvað þarf í hverja ferð. Þegar við-
skiptavinur okkar hefur náð takmarki sínu, hvort sem það
er Cho Oyu í Nepal eða Fimmvörðuháls, þá er hann þakk-
látur fyrir sinn góða búnað og þakklætið er okkar sfyrkur.”
Liður í fræðslu Skátabúðarinnar er útgáfa fréttabréfs þar
sem kynnt er hvað hafa ber í huga ef farið er á skíði, í
göngu eða ferðast um í bíl. I vörulista Skátabúðarinnar er
einnig að finna heilræði og leiðbeiningar auk vandaðrar
vörukynningar. Fréttabréfinu er dreift til ákveðinna mark-
hópa, til björgunarsveita, skíðafólks eða félaga í ferðafélög-
um.
Loks sinnir Skátabúðin viðgerðarþjónustu jafnt á bak-
pokum, tjöldum, skóm og fatnaði sem eitthvað hefur kom-
ið fyrir, og það þótt hluturinn sé kominn úr ábyrgð. í haust
verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Gore-Tex fatnað sem
Skátabúðin selur. Þar verður hægt að fá gert við flíkur sem
eitthvað hefur komið fyrir. „Þetta verður enn ein rósin í
hnappagat fyrirtækisins,” segir Halldór. „Okkar markmið
er að þjóna fólkinu eftir fremsta megni, hvort heldur er
hinn almenni ferðamaður, félagi í hjálparsveit eða skáti,
enda er viðskiptavinurinn okkar vinnuveitandi.”
Snorrabraut 60 »121 Reykjavík
Sími verslun: 561 2045
Sími heildverslun: 562 4145
Myndsendir: 562 4122
41