Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 47
hvergi fyrirgreiðslu. Allir bankar og
lánastofnanir eru með þessa menn
ævilangt á svörtum lista. Það geta
allir lent í því að verða gjaldþrota en
skúrkamir komast upp með það
endalaust.“
— Gætirðu hugsað þér að hella þér
út í viðskipti á höfuðborgarsvæð-
inu?
„Ekki sem stendur en ég útiloka
aldrei neitt. Ég hef aðeins nokkurra
ára reynslu í viðskiptum sem hefur
reyndar verið dýrmæt. Ef menn em
með frjótt hugmyndaflug kemur ávallt
ýmislegt til greina.“
— Er gildi hvatningar á vinnumark-
aðnum áþekkt gildi þeirrar hvatn-
ingar sem þjálfarar nota á íþrótta-
menn?
„Það er deginum ljósara að til þess
að ná því besta út úr starfsmönnum
þarf að hvetja þá til dáða. Hópíþrótta-
menn keppa allir að sama marki og
þeir eru mjög meðvitaðir um það sök-
um nálægðar hver við annan og
hvatningar þjálfara. Fólk á vinnu-
markaðnum ætti að vera mjög með-
vitað um markmið þeirra fyrirtækja
sem það vinnur hjá því það hvetur það
til dáða. Samvinnan er svo mikilvæg á
hvaða vettvangi sem er og yfirmenn
verða að geta sett sig í spor starfs-
mannanna. Þeir þurfa að láta finna
fyrir því með hvatninu hversu með-
vitaðir þeir eru um starf viðkomandi. “
NOKKRIRIÞROTTAMENNIATVINNUREKSTRI
Sævar Jónsson, fyrrum fyrirliði Vals í knattspyrnu, er eigandi Leonard og
Kosta Boda í Kringlunni.
Albert Guðmundsson, fyrrum at-
vinnuknattspymumaður og ráð-
herra, er líklega þekktasti íþrótta-
maðurinn sem hefur snúið sér að
„bissness" að loknum litríkum
íþróttaferli. Ingi Bjöm, sonur hans,
hefur tekið við rekstri fyrirtækisins,
sem er í innflutningi, en hann var
sömuleiðis kunnur knattspymu-
maður og starfar nú m.a. sem þjálf-
ari. Eftirtalinn listi er yfir íþrótta-
menn sem hafa haslað sér völl á við-
skiptasviðinu samhliða
íþróttaferlinum eða að honum lokn-
um. Listinn er síður en svo tæm-
andi.
Einar Bollason, fyrrum körfu-
knattleiksmaður, er einn fremsti
ferðafrömuður landsins. Hann rek-
ur fyrirtækið íshesta.
Asgeir Sigurvinsson, fyrrum at-
vinnuknattspymumaður, setti á
stofn verslun í Stuttgart sem selur
eingöngu vatn.
Gunnar Beinteinsson, landsliðs-
maður í handknattleik og nýráðinn
þjálfari FH, er bankastjóri Búnaðar-
bankans í Hafnarfirði.
Atli Eðvaldsson, landsleikjahæsti
knattspymumaður landsins, er um-
boðsaðili líftryggingafyrirtækisins
Allianz á íslandi.
Sævar Jónsson, fyrrum fyrirliði
Vals í knattspymu, er eigandi Leon-
ard og Kosta Boda í Kringlunni.
Grímur Sæmundsen, fyrrum
fyrirliði Vals í knattspymu, er fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins og flytur
m.a. inn lækningavörur.
Kristján Sigmundsson, fyrrum
handknattleiksmarkvörður Víkings,
er framkvæmdastjóri Halldórs Jóns-
sonar hf.
Skúli Gunnsteinsson, leikmaður
Vals í handknattleik, er einn eigenda
Gallups og íslenskra markaðsrann-
sókna.
Gunnsteinn Skúlason, fyrrum leik-
maður Vals í handknattleik, er eigandi
Sólningar.
Viðar Halldórsson, fyrrum knatt-
spyrnumaður FH og landsliðsmaður,
hefur verið umsvifamikill í viðskipta-
heiminum undanfarin ár.
Ólafur H. Jónsson, fyrrum lands-
liðsmaður í handknattleik, kom víða
við skömmu eftir íþróttaferilinn og
var m.a. einn af stofiiendum Stöðvar
2, eigandi Veiðimannsins og umboðs-
maður Hummel á íslandi.
Guðmundur Þorbjömsson, fyrr-
um fyrirliði Vals í knattspymu, er
framkvæmdastjóri útflutningssviðs
hjá Eimskip.
Kristján Arason, handknattleiks-
þjálfari í Þýskalandi og fyrrum lands-
liðsmaður, var starfsmaður verð-
bréfadeildar íslandsbanka þegar
hann dvaldi síðast á íslandi.
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrum
landsliðsfyrirliði í handknattleik, er
forstöðumaður reikningshalds og
áætlana hjá íslandsbanka.
Guðmundur Karlsson, íslands-
methafi í kringlukasti og handknatt-
leiksþjálfari, rekur sportvöruversl-
un og flytur m.a. inn vinsæla
íþróttadrykki.
47