Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 47
hvergi fyrirgreiðslu. Allir bankar og lánastofnanir eru með þessa menn ævilangt á svörtum lista. Það geta allir lent í því að verða gjaldþrota en skúrkamir komast upp með það endalaust.“ — Gætirðu hugsað þér að hella þér út í viðskipti á höfuðborgarsvæð- inu? „Ekki sem stendur en ég útiloka aldrei neitt. Ég hef aðeins nokkurra ára reynslu í viðskiptum sem hefur reyndar verið dýrmæt. Ef menn em með frjótt hugmyndaflug kemur ávallt ýmislegt til greina.“ — Er gildi hvatningar á vinnumark- aðnum áþekkt gildi þeirrar hvatn- ingar sem þjálfarar nota á íþrótta- menn? „Það er deginum ljósara að til þess að ná því besta út úr starfsmönnum þarf að hvetja þá til dáða. Hópíþrótta- menn keppa allir að sama marki og þeir eru mjög meðvitaðir um það sök- um nálægðar hver við annan og hvatningar þjálfara. Fólk á vinnu- markaðnum ætti að vera mjög með- vitað um markmið þeirra fyrirtækja sem það vinnur hjá því það hvetur það til dáða. Samvinnan er svo mikilvæg á hvaða vettvangi sem er og yfirmenn verða að geta sett sig í spor starfs- mannanna. Þeir þurfa að láta finna fyrir því með hvatninu hversu með- vitaðir þeir eru um starf viðkomandi. “ NOKKRIRIÞROTTAMENNIATVINNUREKSTRI Sævar Jónsson, fyrrum fyrirliði Vals í knattspyrnu, er eigandi Leonard og Kosta Boda í Kringlunni. Albert Guðmundsson, fyrrum at- vinnuknattspymumaður og ráð- herra, er líklega þekktasti íþrótta- maðurinn sem hefur snúið sér að „bissness" að loknum litríkum íþróttaferli. Ingi Bjöm, sonur hans, hefur tekið við rekstri fyrirtækisins, sem er í innflutningi, en hann var sömuleiðis kunnur knattspymu- maður og starfar nú m.a. sem þjálf- ari. Eftirtalinn listi er yfir íþrótta- menn sem hafa haslað sér völl á við- skiptasviðinu samhliða íþróttaferlinum eða að honum lokn- um. Listinn er síður en svo tæm- andi. Einar Bollason, fyrrum körfu- knattleiksmaður, er einn fremsti ferðafrömuður landsins. Hann rek- ur fyrirtækið íshesta. Asgeir Sigurvinsson, fyrrum at- vinnuknattspymumaður, setti á stofn verslun í Stuttgart sem selur eingöngu vatn. Gunnar Beinteinsson, landsliðs- maður í handknattleik og nýráðinn þjálfari FH, er bankastjóri Búnaðar- bankans í Hafnarfirði. Atli Eðvaldsson, landsleikjahæsti knattspymumaður landsins, er um- boðsaðili líftryggingafyrirtækisins Allianz á íslandi. Sævar Jónsson, fyrrum fyrirliði Vals í knattspymu, er eigandi Leon- ard og Kosta Boda í Kringlunni. Grímur Sæmundsen, fyrrum fyrirliði Vals í knattspymu, er fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins og flytur m.a. inn lækningavörur. Kristján Sigmundsson, fyrrum handknattleiksmarkvörður Víkings, er framkvæmdastjóri Halldórs Jóns- sonar hf. Skúli Gunnsteinsson, leikmaður Vals í handknattleik, er einn eigenda Gallups og íslenskra markaðsrann- sókna. Gunnsteinn Skúlason, fyrrum leik- maður Vals í handknattleik, er eigandi Sólningar. Viðar Halldórsson, fyrrum knatt- spyrnumaður FH og landsliðsmaður, hefur verið umsvifamikill í viðskipta- heiminum undanfarin ár. Ólafur H. Jónsson, fyrrum lands- liðsmaður í handknattleik, kom víða við skömmu eftir íþróttaferilinn og var m.a. einn af stofiiendum Stöðvar 2, eigandi Veiðimannsins og umboðs- maður Hummel á íslandi. Guðmundur Þorbjömsson, fyrr- um fyrirliði Vals í knattspymu, er framkvæmdastjóri útflutningssviðs hjá Eimskip. Kristján Arason, handknattleiks- þjálfari í Þýskalandi og fyrrum lands- liðsmaður, var starfsmaður verð- bréfadeildar íslandsbanka þegar hann dvaldi síðast á íslandi. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrum landsliðsfyrirliði í handknattleik, er forstöðumaður reikningshalds og áætlana hjá íslandsbanka. Guðmundur Karlsson, íslands- methafi í kringlukasti og handknatt- leiksþjálfari, rekur sportvöruversl- un og flytur m.a. inn vinsæla íþróttadrykki. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.