Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 58
Veitingastaðurinn Le Pont De La Tour er í gömlu, endurbyggðu vöruhúsi, Butlers Wharf, við bakka Thames árinnar, rétt við Tower bridge. Á BÖKKUM THAMES Le Pont De La Tour-1 ríki Sir Terence Conran Hyrir nokkrum misserum síðan var fjallað hér í Frjálsri verslun um veitingahúsið Bibendum í London, sem er í eigu hins fræga hönnuðar og fjármálamanns Sir Ter- ence Conran. Frá því um 1960 fór ensk hönnun að vekja verulega at- hygli í Evrópu. Með Bítlatímanum virtist ensk hönnun taka stökk fram á við. Meðal þeirra ungu hönnuða, sem hvað mesta athygli vöktu, var Ter- ence Conran. Hann fór aðrar leiðir en kollegar hans. Hann lagði höfuðá- herslu á ódýra nytjahluti sem allir þurfa að nota dagsdaglega. Nefna mætti glös, hnífapör, lampa og borð- stofustóla. Síðar stofnaði Conran verslunarkeðjuna Habitat, sem skjótt náði feikivinsældum, og voru opnaðar verslanir víða um heim. Um svipað leyti öðlaðist Terence Conran heims- frægð. Þegar Habitat var orðið stór- veldi var Conran búinn að fá nóg. „Ég var orðinn þreyttur á að sitja á stöð- ugum fundum," segir hann sjálfur. Sir Terence Conran er mikill sæl- keri og hefur hann mikinn áhuga á matreiðslu. Hann ákvað því að sam- eina helstu ástríður sínar, hönnun og matreiðslu. Conran hóf samvinnu við nokkra efnilegustu matreiðslumenn Eng- lands og stofnaði nokkur veitingahús sem urðu óhemju vinsæl. Þessi veitingahús eru: Bibendum, The Blueprint Café, Butlers Wharf Chop-House, Cantina Del Ponte, Mezzo, Quaglino’s og Le Pont De La Tour. Hvað er það sem gerir alla þessa staði svo óhemju vinsæla? Jú, það eru fyrst og fremst þrjú atriði: Hönnunin, fólki k'ður vel inni á stöðunum, matreiðslan sem er ein- föld, höfuðáherslan er lögð á mat frá Miðjarðarhafssvæðinu, og svo er það umhverfi veitingastaðanna, bygging- in sjálf. Le Pont De La Tour er á bökkum Thames árinnar, við Tower bridge. Sir Conran lét endurbyggja gamalt og niðumítt vöruhús, er hét Butlers Sigmar B. Hauksson skrifar PjŒK* reglulega um erlenda bisness- tT veitingastaði t ■ l'rjúlsa Wharf, og breyta því í sannkallaðan töfraheim. í húsinu eru nokkrir veit- ingastaðir og sælkeraverslanir af ýmsum toga. Ein búðin selur krydd og olíur, önnur vín, þriðja skelfisk, §órða grænmeti og ávexti og svo framvegis. Byggt hefur verið þak á milli tveggja vöruhúsa og eru verslan- imar og veitingastaðirnir í húsunum beggja megin. Hönnunin er kafli út af fyrir sig. Ekkert hefur verið skilið eftir, hurð- arhúnar, Ijósabúnaður, gluggar og húsgögn, allt hefur verið hannað út frá húsinu sjálfu eða rýminu. Sir Con- ran hefur sameinað þama á einum stað gamalt markaðstorg, verslunar- götu í smábæ og nútímavöruhús. Kórónan á verkinu er svo veitinga- húsið Le Pont De La Tour. Gestimir horfa út á Thames og horfa á Tower of London. Ef veðrið er gott er hægt að sitja úti, bókstaflega á bökkum Thames. Yfirmatreiðslumaður er David Burke, ungur íri, m.a. menntaður í Frakklandi. Matseðillinn er mjög ein- faldur og skipt um hann á mánaðar fresti. Hann ræðst af því hvaða hrá- efni eru á markaðnum. Ávallt em góðir sjávarréttir á seðlinum, mætti nefna í því sambandi krabba, ostmr og góðan skelfisk, t.d. sandhverfu og humar. Af kjötréttum er alltaf hægt að mæla með öndinni og lambinu. Verðlag á Le Pont De La Tour er svona í meðallagi. Forréttir em á bil- inu 7 til 11 pund og aðalréttir á 17 til 18 pund. Það, sem gerir heimsókn á Le Pont De La Tour svo minnisstæða, er auðvitað maturinn en ekki síður útsýnið og byggingin sjálf er bær í borginni, eða heill heimur út af fyrir sig. Þeim, sem hyggjast snæða kvöld- verð á Le Pont De La Tour, skal bent á að nauðsynlegt er að panta borð og það er jafhvel vissara einnig í hádeg- inu. Satt best að segja er mér ekki kunnugt um nokkurn stað í heiminum sem er eins og Butlers Wharf. Le Pont De La Tour The Butlers Wharf sími 171 - 403 84 03 fax 171 - 403 02 67 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.