Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 58
Veitingastaðurinn Le Pont De La Tour er í gömlu, endurbyggðu vöruhúsi,
Butlers Wharf, við bakka Thames árinnar, rétt við Tower bridge.
Á BÖKKUM THAMES
Le Pont De La Tour-1 ríki Sir Terence Conran
Hyrir nokkrum misserum síðan
var fjallað hér í Frjálsri verslun
um veitingahúsið Bibendum í
London, sem er í eigu hins fræga
hönnuðar og fjármálamanns Sir Ter-
ence Conran. Frá því um 1960 fór
ensk hönnun að vekja verulega at-
hygli í Evrópu. Með Bítlatímanum
virtist ensk hönnun taka stökk fram á
við. Meðal þeirra ungu hönnuða, sem
hvað mesta athygli vöktu, var Ter-
ence Conran. Hann fór aðrar leiðir en
kollegar hans. Hann lagði höfuðá-
herslu á ódýra nytjahluti sem allir
þurfa að nota dagsdaglega. Nefna
mætti glös, hnífapör, lampa og borð-
stofustóla. Síðar stofnaði Conran
verslunarkeðjuna Habitat, sem skjótt
náði feikivinsældum, og voru opnaðar
verslanir víða um heim. Um svipað
leyti öðlaðist Terence Conran heims-
frægð. Þegar Habitat var orðið stór-
veldi var Conran búinn að fá nóg. „Ég
var orðinn þreyttur á að sitja á stöð-
ugum fundum," segir hann sjálfur.
Sir Terence Conran er mikill sæl-
keri og hefur hann mikinn áhuga á
matreiðslu. Hann ákvað því að sam-
eina helstu ástríður sínar, hönnun og
matreiðslu.
Conran hóf samvinnu við nokkra
efnilegustu matreiðslumenn Eng-
lands og stofnaði nokkur veitingahús
sem urðu óhemju vinsæl.
Þessi veitingahús eru: Bibendum,
The Blueprint Café, Butlers Wharf
Chop-House, Cantina Del Ponte,
Mezzo, Quaglino’s og Le Pont De La
Tour.
Hvað er það sem gerir alla þessa
staði svo óhemju vinsæla?
Jú, það eru fyrst og fremst þrjú
atriði: Hönnunin, fólki k'ður vel inni á
stöðunum, matreiðslan sem er ein-
föld, höfuðáherslan er lögð á mat frá
Miðjarðarhafssvæðinu, og svo er það
umhverfi veitingastaðanna, bygging-
in sjálf.
Le Pont De La Tour er á bökkum
Thames árinnar, við Tower bridge.
Sir Conran lét endurbyggja gamalt og
niðumítt vöruhús, er hét Butlers
Sigmar B.
Hauksson skrifar
PjŒK* reglulega um
erlenda bisness-
tT veitingastaði t
■ l'rjúlsa
Wharf, og breyta því í sannkallaðan
töfraheim. í húsinu eru nokkrir veit-
ingastaðir og sælkeraverslanir af
ýmsum toga. Ein búðin selur krydd
og olíur, önnur vín, þriðja skelfisk,
§órða grænmeti og ávexti og svo
framvegis. Byggt hefur verið þak á
milli tveggja vöruhúsa og eru verslan-
imar og veitingastaðirnir í húsunum
beggja megin.
Hönnunin er kafli út af fyrir sig.
Ekkert hefur verið skilið eftir, hurð-
arhúnar, Ijósabúnaður, gluggar og
húsgögn, allt hefur verið hannað út
frá húsinu sjálfu eða rýminu. Sir Con-
ran hefur sameinað þama á einum
stað gamalt markaðstorg, verslunar-
götu í smábæ og nútímavöruhús.
Kórónan á verkinu er svo veitinga-
húsið Le Pont De La Tour. Gestimir
horfa út á Thames og horfa á Tower
of London. Ef veðrið er gott er hægt
að sitja úti, bókstaflega á bökkum
Thames.
Yfirmatreiðslumaður er David
Burke, ungur íri, m.a. menntaður í
Frakklandi. Matseðillinn er mjög ein-
faldur og skipt um hann á mánaðar
fresti. Hann ræðst af því hvaða hrá-
efni eru á markaðnum. Ávallt em
góðir sjávarréttir á seðlinum, mætti
nefna í því sambandi krabba, ostmr
og góðan skelfisk, t.d. sandhverfu og
humar. Af kjötréttum er alltaf hægt
að mæla með öndinni og lambinu.
Verðlag á Le Pont De La Tour er
svona í meðallagi. Forréttir em á bil-
inu 7 til 11 pund og aðalréttir á 17 til 18
pund. Það, sem gerir heimsókn á Le
Pont De La Tour svo minnisstæða,
er auðvitað maturinn en ekki síður
útsýnið og byggingin sjálf er bær í
borginni, eða heill heimur út af fyrir
sig.
Þeim, sem hyggjast snæða kvöld-
verð á Le Pont De La Tour, skal bent
á að nauðsynlegt er að panta borð og
það er jafhvel vissara einnig í hádeg-
inu. Satt best að segja er mér ekki
kunnugt um nokkurn stað í heiminum
sem er eins og Butlers Wharf.
Le Pont De La Tour
The Butlers Wharf
sími 171 - 403 84 03
fax 171 - 403 02 67
58