Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 27
Fjölskylda saman komin við tölvu heimilisins. Einkatölvur eru á um 36
þúsund heimilum á íslandi, samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar.
inkatölvur eru á um 36 þúsund
heimilum í landinu, sam-
kvæmt skoðanakönnun
Frjálsrar verslunar sem gerð var
fimmtudagskvöldið 6. júní síðastlið-
inn. Tölvueign verður að teljast al-
menn hér á landi. Markaður einka-
tölva er þó langt í frá að vera tæmdur.
Sé dæminu nefnilega snúið við sést að
um 61 þúsund heimili í landinu eru enn
án einkatölva.
TOLVUR A 38% HEIMILA
Urtakið í könnun Frjálsrar verslun-
ar var valið af handahófi úr símanúm-
eraskrá frá Pósti og síma og svöruðu
580 manns. Könnunin var ein nokk-
urra kannana í spumingavagni
Frjálsrar verslunar þetta kvöld.
Hringt var í þátttakendur.
Spurt var: Er til einkatölva á heim-
Könnun Frjálsrar verslunar:
EINKATÖLVUR Á UM 36
ÞÚSUND HEIMILUM
ilinu? Meginniðurstaðan í könnuninni
er sú að 38% svöruðu játandi en 62%
neitandi.
Á VESTFJÖRÐUM ERU MARGAR
TÖLVUR EN FÁIR FARSÍMAR
Séu svör flokkuð eftir kjördæmum
sést að tölvueign er almenn um land
allt, ekki er mikill munur eftir því hvar
á landinu menn búa. Þó skera nokkur
kjördæmi sig úr. Tölvueign er afger-
andi mest á Vestfjörðum en minnst á
Norðurlandi vestra, Austurlandi og
Suðurlandi.
Rúmlega annað hvert heimili á
Vestfjörðum er með einkatölvu, sam-
kvæmt könnuninni, eða um 53%
heimila. Þetta vekur á vissan hátt at-
hygli vegna þess að í farsímakönnun
Frjálsrar verslunar mælist minnsta
farsímaeign á landinu á Vestfjörð-
um.
Tölvueign er minnst á Norðurlandi
vestra. En það er ekki aðeins að hún
sé minnst þar heldur er farsímaeign
þar einnig afar lítil. Sölumenn farsíma
og tölva ættu því að huga að Norður-
landi vestra og drífa sig norður í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Þar virðist vera
óplægður akur.
Tölvueign í Reykjavík er meiri en
farsímaeign. Það kann að stafa af því
að flestir kennarar, sérfræðingar og
aðrir þeir, sem nota tölvur vegna
vinnu sinnar, búa á höfuðborgar-
svæðinu.
Það kemur raunar í ljós í könnun-
inni að kjósendur Alþýðubandalagsins
eiga hlutfallslega flestar tölvur. En
margir þeirra eru sérfræðingar og
menntamenn sem nota tölvur mikið
við störf sín. Annar hvor Alþýðu-
bandalagsmaður á tölvu. Stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins koma
næstir á eftir en 42% þeirra eiga tölv-
ur. Því má bæta við að þeir reynast
mestu farsímaeigendur en stuðnings-
menn Alþýðubandalagsins eru hins
vegar ekki miklir farsímaeigendur,
samkvæmt könnuninni.
Líkt og kemur fram í farsímakönn-
uninni er fólk á aldrinum 31 til 45 ára
helsta kynslóð tölvueigenda á íslandi.
Þar á eftir kemur aldurshópurinn 46
til 60 ára. Hjá fólki yfir sextugt er
áberandi lítil tölvueign.
27
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON