Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 27
Fjölskylda saman komin við tölvu heimilisins. Einkatölvur eru á um 36 þúsund heimilum á íslandi, samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. inkatölvur eru á um 36 þúsund heimilum í landinu, sam- kvæmt skoðanakönnun Frjálsrar verslunar sem gerð var fimmtudagskvöldið 6. júní síðastlið- inn. Tölvueign verður að teljast al- menn hér á landi. Markaður einka- tölva er þó langt í frá að vera tæmdur. Sé dæminu nefnilega snúið við sést að um 61 þúsund heimili í landinu eru enn án einkatölva. TOLVUR A 38% HEIMILA Urtakið í könnun Frjálsrar verslun- ar var valið af handahófi úr símanúm- eraskrá frá Pósti og síma og svöruðu 580 manns. Könnunin var ein nokk- urra kannana í spumingavagni Frjálsrar verslunar þetta kvöld. Hringt var í þátttakendur. Spurt var: Er til einkatölva á heim- Könnun Frjálsrar verslunar: EINKATÖLVUR Á UM 36 ÞÚSUND HEIMILUM ilinu? Meginniðurstaðan í könnuninni er sú að 38% svöruðu játandi en 62% neitandi. Á VESTFJÖRÐUM ERU MARGAR TÖLVUR EN FÁIR FARSÍMAR Séu svör flokkuð eftir kjördæmum sést að tölvueign er almenn um land allt, ekki er mikill munur eftir því hvar á landinu menn búa. Þó skera nokkur kjördæmi sig úr. Tölvueign er afger- andi mest á Vestfjörðum en minnst á Norðurlandi vestra, Austurlandi og Suðurlandi. Rúmlega annað hvert heimili á Vestfjörðum er með einkatölvu, sam- kvæmt könnuninni, eða um 53% heimila. Þetta vekur á vissan hátt at- hygli vegna þess að í farsímakönnun Frjálsrar verslunar mælist minnsta farsímaeign á landinu á Vestfjörð- um. Tölvueign er minnst á Norðurlandi vestra. En það er ekki aðeins að hún sé minnst þar heldur er farsímaeign þar einnig afar lítil. Sölumenn farsíma og tölva ættu því að huga að Norður- landi vestra og drífa sig norður í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Þar virðist vera óplægður akur. Tölvueign í Reykjavík er meiri en farsímaeign. Það kann að stafa af því að flestir kennarar, sérfræðingar og aðrir þeir, sem nota tölvur vegna vinnu sinnar, búa á höfuðborgar- svæðinu. Það kemur raunar í ljós í könnun- inni að kjósendur Alþýðubandalagsins eiga hlutfallslega flestar tölvur. En margir þeirra eru sérfræðingar og menntamenn sem nota tölvur mikið við störf sín. Annar hvor Alþýðu- bandalagsmaður á tölvu. Stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins koma næstir á eftir en 42% þeirra eiga tölv- ur. Því má bæta við að þeir reynast mestu farsímaeigendur en stuðnings- menn Alþýðubandalagsins eru hins vegar ekki miklir farsímaeigendur, samkvæmt könnuninni. Líkt og kemur fram í farsímakönn- uninni er fólk á aldrinum 31 til 45 ára helsta kynslóð tölvueigenda á íslandi. Þar á eftir kemur aldurshópurinn 46 til 60 ára. Hjá fólki yfir sextugt er áberandi lítil tölvueign. 27 TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.