Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 24
SKOÐANAKÖNNUN
Skoðanakönnun Frjálsrar verslunar:
FARSÍMAR Á FJÓRÐUNGI
arsími er á fjórða hveiju heim-
ili í landinu, samkvæmt skoð-
anakönnun Frjálsrar verslunar
sem gerð var 6. júní síðastliðinn.
Þetta þýðir að farsímar eru á um 25
þúsund íslenskra heimila en um 97
þúsund heimili eru í landinu sam-
kvæmt Hagstofu íslands. Það verður
því ekki annað sagt en að íslendingar
séu símavædd þjóð. Ekki var gerður
greinarmunur á því hvort um GSM
farsíma væri að ræða eða farsíma af
gömlu gerðinni sem margir hverjir
eru í bifreiðum.
Könnunin var gerð að kvöldi fimmtu-
dagsins 6. júm og svöruðu 580
manns. Þess má geta að þessi könnun
var ein nokkurra í spumingavagni
Fijálsrarverslunarþettakvöld. Hinar
snemst um einkatölvur á heimilum,
áhorf á fyrsta sjónvarpseinvígi for-
setaframbjóðenda á Stöð 2 og stuðn-
ing kjósenda við forsetaframbjóðend-
ur. Könnunin var símakönnun og var
úrtakið valið af handahófi úr síma-
númeraskrá Pósts og síma.
FARSÍMAR Á 25 ÞÚSUND
HEIMILUM LANDSINS
Niðurstaða könnunarinnar er sú að
26% spurðra segja að farsími sé á
heimilinu. Spurt var: Er til farsími á
heimilinu? Og miðað við fjölda heimila
í landinu þýðir þessi niðurstaða að
farsímar séu á um 25 þúsund heimil-
um landsins. Það verður að teljast
fremur hátt hlutfall.
Margir starfsmenn fyrirtækja eru
með farsíma á vegum fyrirtækja
sinna, sérstaklega stjórnendur. í
könnun sem þessari er afar Mklegt að
farsímar fyrirtækjanna séu taldir til
farsíma heimila starfsmannanna þótt
fyrirtækin eigi þá og standi straum af
kostnaði þeirra. Sama má ætla með
farsíma svonefndra einyrkja, ein-
staklinga með eigin atvinnurekstur.
með farsíina. Næstminnsta farsíma-
eign mælist í Norðurlandskjördæmi
vestra, eða 21%, og í Reykjavík,
22%.
í nágrenni Reykjavíkur, Reykja-
neskjördæmi, er farsímaeign út-
breiddust. Þar er þriðja hvert heimili
með farsíma, eða 33% heimila. Sunn-
lendingar eru í öðru sæti, þar eru
farsímar á 30% heimila.
LANDSBYGGÐIN
HEFUR VINNINGINN
Farsímaeign er hlutfallslega meiri
úti á landi en í Reykjavík. Farsímaeign
er yfir meðaltali á Reykjanesi, Vest-
urlandi, Norðurlandi eystra, Austur-
landi og Suðurlandi. Velta má ýmsum
skýringum fyrir sér. Ein er sú að sími
er samgöngutæki og samgöngur eru
stijálli og erfiðari, sérstaklega á vetr-
um, úti á landsbyggðinni.
Miðað við að sími sé samgöngu-
tæki er á margan hátt athyglisvert að
sjá að farsímaeign sé mismunandi eft-
ir kjósendum stjórnmálaflokka. A
heimilum kjósenda Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks eru hlutfalls-
lega fleiri farsímar en á heimilum kjós-
enda annarra flokka. Farsímar eru til
á þriðja hveiju heimili sjálfstæðis-
manna og á rúmlega fjórða hverju
heimili framsóknarmanna. Að vísu má
segja að kjósendur þessara flokka séu
fjölmennastir og það skýri útkomuna
að hluta.
Ennfremur er það líkleg skýring að
kjósendur þessara tveggja flokka,
stjómarflokkanna, séu hlutfallslega
fleiri í eigin atvinnurekstri - og rekst-
ur farsímanna sé því á reikning at-
vinnureksturs þeirra fremur en heim-
ilisins. Sömuleiðis má velta því fyrir
sér hvort kjósendur stjómarflokk-
anna séu tekjuhærri en kjósendur
hinna flokkanna og hafi frekar ráð á að
eiga og reka farsíma.
Undanfarin misseri hefur selst mest
af svonefndum GSM farsímum. Þeir
eru léttir, handhægir, meðfærilegir,
með mikil talgæði og aukið öryggi
gagnvart hlerun.
FARSÍMAEIGN ER ÁBERANDI
MINNST Á VESTFJÖRÐUM
Farsímaeign er svipuð í kjördæm-
um landsins. Eitt kjördæmi sker sig
þó algerlega úr hvað lágt hlutfall far-
síma snertir. Það eru Vestfirðir. Þar
söguðust aðeins 11% spurðra vera
FRÉTTA
SKÝRING
Jón G. Hauksson
24