Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 36
Stefnumið er um það hvað eigi að gera. Til hvaða hafnar á trillan að sigla? Það er hins vegar markmið hvenær hún eigi að koma í höfn. íslendinga máli að greina á milli fólks- bfls, leigubfls, bflaleigubfls og fólks- flutningabfls og að greina á milli rófu, skotts, tagls, hala og dindils, svo eitt- hvað sé nefnt. Ástæðan var líklegast sú að þannig komst mikilvæg hugsun eða hugmynd óbrengluð á milli manna. YFIRLÝSINGAR UM FYRIRHUGAÐAN ÁRANGUR Fyrirtæki og stofnanir velta hundr- uðum milljóna króna á ári og hagnaður er ekki nema brot af veltunni þannig að mikið er í húfi að allt gangi upp. Til að stjóma þessum skipuheildum nota menn m.a. yfirlýsingar um fyrirhug- aðan árangur. Á íslensku em til a.m.k. tvö orð sem geta fallið undir að vera yfirlýsing um árangur: Stefnu- mið og markmið. Verður hér nánar fjallað um þau og hvernig fyrirtæki geti hagnýtt sér þau til að samstilla starfsmenn. Sjómenn taka gjarnan mið af ein- hverju kennileiti í landi þegar þeir sigla til hafnar og landsýn er. Miðið er gjarnan nefiit stefnumið. Til dæmis myndi skipstjóri róðrarbáts á Breiða- firði væntanlega nota Snæfellsjökul sem stefnumið væri hann á leið til Rifshafnar. Eins og gefur að skilja getur róðrarbáturinn ekki siglt upp á Snæ- fellsjökulinn sjálfan en það er auðvelt að sameina áhöfnina um þetta stefnu- mið. Nánast hver sem er getur tekið við stýrinu og siglt bátnum í höfn. Um það leyti sem báturinn leggur af stað í land hefur skipstjórinn sam- band við vinnslustjórann í fiskverkun- inni. Þeir ákveða að markmiðið sé að báturinn verði kominn í höfn og búinn að skipa upp þremur tonnum af fiski fyrir klukkan tólf á hádegi til þess að ekki verði hráefnisskortur í landi eftir hádegið. Skipstjórinn kemur þessu markmiði til allra í áhöfninni, sem koma nálægt siglingu bátsins í land, svo þeir geti náð því. MARKMIÐ Hver er munurinn á þessum tveim- ur dæmum um árangur? Markmiðið svarar þremur lykilspumingum: Hvað eigi að gera? (Skipstjórinn eigi að vera kominn í höfn.) Hve mikið á að gera af því? (Hann eigi að vera búinn að skipa upp þremur tonnum af fiski.) Hvenær því eigi að vera lokið? (Þessu eigi að vera lokið fyrir klukkan tólf á hádegi.) Þegar skipstjórinn er búinn að skipa upp tonnunum þremur getur hann litið á klukkuna til að sjá hvort hann náði markmiðinu og hrósað áhöfninni fyrir góða frammistöðu. Þegar íþróttamaðurinn segist ætla að „hlaupa Reykjavíkurmaraþonið 1996 á minna en 120 mínútum" er hann kominn með markmið því hann getur mælt árangurinn, sem hann ætlaði að ná, þegar hann kemur í mark. Hann getur líka stillt upp æf- ingaáætluninni þannig að hann nái ákveðnum áföngum á tímabilinu fram að Reykjavíkurmaraþoninu. Stjómandi fyrirtækis gæti líka sagt að framlegð eftir breytilegan kostnað ætti að vera ákveðnar % fyrir áramót 1996 / ’97 og sett upp áfanga það sem eftir lifði ársins þar sem hægt væri að mæla hvemig miðaði. STEFNUMIÐ Stefnumiðið svarar yfirleitt alltaf spurningunni: Hvað eigi að gera? (Sigla í áttina að Snæfellsjökli). Stefnumiðið vantar svör við annarri eða báðum síðari spumingunum (hve mikið? og hvenær?). Engu að síður er stefnumiðið mikilvægt fyrir áhöfnina því för bátsins stýrist af stefnumið- inu. Þjálfarinn gæti sagt við hlauparana sem hann er að þjálfa: „í sumar skul- um við taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu.“ Stjómandi gæti sagt: „Við ætlum að framleiða vörur okkar á sem hagkvæmastan hátt.“ Báðar yfirlýsingarnar segja hvað eigi að gera 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.