Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 36

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 36
Stefnumið er um það hvað eigi að gera. Til hvaða hafnar á trillan að sigla? Það er hins vegar markmið hvenær hún eigi að koma í höfn. íslendinga máli að greina á milli fólks- bfls, leigubfls, bflaleigubfls og fólks- flutningabfls og að greina á milli rófu, skotts, tagls, hala og dindils, svo eitt- hvað sé nefnt. Ástæðan var líklegast sú að þannig komst mikilvæg hugsun eða hugmynd óbrengluð á milli manna. YFIRLÝSINGAR UM FYRIRHUGAÐAN ÁRANGUR Fyrirtæki og stofnanir velta hundr- uðum milljóna króna á ári og hagnaður er ekki nema brot af veltunni þannig að mikið er í húfi að allt gangi upp. Til að stjóma þessum skipuheildum nota menn m.a. yfirlýsingar um fyrirhug- aðan árangur. Á íslensku em til a.m.k. tvö orð sem geta fallið undir að vera yfirlýsing um árangur: Stefnu- mið og markmið. Verður hér nánar fjallað um þau og hvernig fyrirtæki geti hagnýtt sér þau til að samstilla starfsmenn. Sjómenn taka gjarnan mið af ein- hverju kennileiti í landi þegar þeir sigla til hafnar og landsýn er. Miðið er gjarnan nefiit stefnumið. Til dæmis myndi skipstjóri róðrarbáts á Breiða- firði væntanlega nota Snæfellsjökul sem stefnumið væri hann á leið til Rifshafnar. Eins og gefur að skilja getur róðrarbáturinn ekki siglt upp á Snæ- fellsjökulinn sjálfan en það er auðvelt að sameina áhöfnina um þetta stefnu- mið. Nánast hver sem er getur tekið við stýrinu og siglt bátnum í höfn. Um það leyti sem báturinn leggur af stað í land hefur skipstjórinn sam- band við vinnslustjórann í fiskverkun- inni. Þeir ákveða að markmiðið sé að báturinn verði kominn í höfn og búinn að skipa upp þremur tonnum af fiski fyrir klukkan tólf á hádegi til þess að ekki verði hráefnisskortur í landi eftir hádegið. Skipstjórinn kemur þessu markmiði til allra í áhöfninni, sem koma nálægt siglingu bátsins í land, svo þeir geti náð því. MARKMIÐ Hver er munurinn á þessum tveim- ur dæmum um árangur? Markmiðið svarar þremur lykilspumingum: Hvað eigi að gera? (Skipstjórinn eigi að vera kominn í höfn.) Hve mikið á að gera af því? (Hann eigi að vera búinn að skipa upp þremur tonnum af fiski.) Hvenær því eigi að vera lokið? (Þessu eigi að vera lokið fyrir klukkan tólf á hádegi.) Þegar skipstjórinn er búinn að skipa upp tonnunum þremur getur hann litið á klukkuna til að sjá hvort hann náði markmiðinu og hrósað áhöfninni fyrir góða frammistöðu. Þegar íþróttamaðurinn segist ætla að „hlaupa Reykjavíkurmaraþonið 1996 á minna en 120 mínútum" er hann kominn með markmið því hann getur mælt árangurinn, sem hann ætlaði að ná, þegar hann kemur í mark. Hann getur líka stillt upp æf- ingaáætluninni þannig að hann nái ákveðnum áföngum á tímabilinu fram að Reykjavíkurmaraþoninu. Stjómandi fyrirtækis gæti líka sagt að framlegð eftir breytilegan kostnað ætti að vera ákveðnar % fyrir áramót 1996 / ’97 og sett upp áfanga það sem eftir lifði ársins þar sem hægt væri að mæla hvemig miðaði. STEFNUMIÐ Stefnumiðið svarar yfirleitt alltaf spurningunni: Hvað eigi að gera? (Sigla í áttina að Snæfellsjökli). Stefnumiðið vantar svör við annarri eða báðum síðari spumingunum (hve mikið? og hvenær?). Engu að síður er stefnumiðið mikilvægt fyrir áhöfnina því för bátsins stýrist af stefnumið- inu. Þjálfarinn gæti sagt við hlauparana sem hann er að þjálfa: „í sumar skul- um við taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu.“ Stjómandi gæti sagt: „Við ætlum að framleiða vörur okkar á sem hagkvæmastan hátt.“ Báðar yfirlýsingarnar segja hvað eigi að gera 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.