Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 40
Sigurreifir á Cho Oyu í Himalayjafjöllum - Hallgrímur Magnússon og Einar Stefánsson. Ferðalanið hefst í „Skátabúðin er sérverslun, sem starfað hefur í hartnær fimmtíu ár. Styrkur fyrirtækisins felst í góðum vörum, góðu starfsfólki og góðu verði,” segir Halldór Hreinsson framkvæmdastjóri. „Starfsfólkið er mjög vel að sér og þekkir vörurnar af eigin raun en flestir starfsmenn eru fé- lagar í hjálparsveitum auk þess að vera bæði göngu- og skíðamenn miklir.” Upphaf Skátabúðarinnar má rekja til þess að Skátahreyf- ingin stofnaði verslun sem átti að sjá skátum fyrir nauðsyn- legum búningum og búnaði. Arið 1968 urðu þáttaskil er Hjálparsveit skáta keypti fyrirtækið en Skátabúðin hefur vaxið og dafnað samhliða áhuga almennings á útivist. „Skátabúðin hefur getað sýnt fram á að þær vönduðu vörur, sem verslunin hefur upp á að bjóða, eru annaðhvort á sama verði og í nágrannalöndum okkar eða þá oft á tíð- um ódýrari. Þetta helgast af því að Skátabúðin hefur ávallt flutt vörurnar inn beint og milliliðalaust frá framleiðanda og ekki síður fyrir það að Skátabúðin hefur áunnið sér traust í gegnum áratuga viðskipti þannig að fyrirtækið sit- ur við sama borð og stærstu viðskiptavinir viðkomandi framleiðenda.” Halldór telur að efla þyrfti kennslu í vörufræðum í skóla- kerfinu, sem yrði til þess að auka þekkingu á vörum og vöruvöndun. Hér á landi skortir einnig staðla yfir hvað er vatns- eða vindþétt og viðskiptavinir vita oft ekki hvað þeir eru að kaupa. „Okkar vörur eru kannski dýrari en vörur annars staðar en fólk er einfaldlega ekki að horfa á sama hlutinn. Að auki bjóðum við ekki aðeins gæðavörur heldur líka fræðslu og þekkingu. Við reynum ávallt að leiðbeina og benda á hvað þarf í skíða- eða gönguferðina. Smáatrið- in skipta meginmáli þegar upp er staðið og það skiptir öllu að ferðalangurinn snúi aftur ánægður vegna þess að hann var með réttan búnað. Lífsstíll fólks hefur breyst - allur fjöldinn ferðast - áður voru það ákveðnir hópar eða einstaklingar sem fóru til fjalla. Með bættum vegum, skálum, ferðaþjónustu og síð- ast en ekki síst betri útivistarbúnaði er fólki gert kleift að skoða sig um í íslenskri náttúru. Við lítum á okkur sem sérverslun ferðalangsins - göngufólks, ferðamanna og skíðafólks - og hann þekkir Skátabúðina við Snorrabraut.” „Þótt ótrúlegt megi virðast er Skátabúðin, ef miðað er við höfðatölu, með eitt hæsta söluhlutfall í heiminum á sín- um helstu vörum, svo sem gönguskónum frá Scarpa, svefhpokunum frá Ajungilak, skíðunum frá Rossignol og svo mætti lengi telja. Þess má til gamans geta að á síðustu 8 árum hefur Skátabúðin selt hátt í 25 þúsund pör af gönguskóm frá Scarpa, sem þýðir að 10% þjóðarinnar gengur í Scarpa gönguskóm frá Skátabúðinni,” segir Hall- dór. „Við teljum okkur mikilvægan hlekk í þjónustunni við fólk og lítum ekki aðeins á okkur sem sölumenn heldur ekki síður sem þjónustuaðila sem upplýsa og leiðbeina um kaup á fatnaði og útbúnaði. Starfsmenn Skátabúðarinnar Slúðalandsliðið er á Rossignol skíðum. Þetta eru Haukur Amórs- son, Kristinn Bjömsson og Amór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.