Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Rannveigu Rist mun tamt að ná fram markmiðum sínum með lagni og góðfúslegum
fortölum. Hins vegar er hún sögð standa fast á sínu og hafa bein í nefinu til að taka á
málum af hörku.
Föðurfólk Rannveigar er úr Eyja-
firði. Afi Rannveigar, Lárus Rist, bjó
á Akureyri, kenndi Norðlendingum
leikfimi og sund fyrr á öldinni og vann
mikið brautryðendastarf á því sviði.
Hann lét sér fátt um finnast þótt vatn-
ið væri kalt heldur synti sjálfur bæði í
sjó og vatni. Hann synti yfir þveran
Eyjafjörð í ágúst 1907 og þótti það hið
frækilegasta afrek á sinni tíð.
Sigurjón, faðir Rannveigar, ólst
upp í Torfum í Eyjafirði eftir að hafa
misst móður sína ungur að árum.
Hann lagði stund á nám í haffræði en
varð fyrsti eiginlegi vatnamælinga-
maður Islendinga og vann gífurlega
mikið og merkt brautryðjendastarf á
því sviði. Hann var annálað hraust-
menni, ferðagarpur og harðjaxl, með
afbrigðum ósérhlífinn og ráðagóður
og með ævistarfi sínu lagði hann
grunninn að stórvirkjunum íslend-
inga. Hann varð þjóðsagnapersóna í
lifanda lífi fyrir útilegur og harðræði
dögum saman á fjöllum um hávetur og
svaðilfarir af ýmsu tagi.
MEÐ FODUR SINUM A FJOLLUM
Fyrstu störf Rannveigar voru ein-
mitt að aðstoða föður sinn á tíðum
vatnamælingaferðum hans um fjöll og
firnindi. Hún hefur sjálf sagt í viðtöl-
um að eftir að hafa unnið með honum
hafi henni aldrei fundist nein vinna
erfið. Rannveig fór mjög ung að fylgja
föður sínum og stundaði það allmörg
sumur. Kunnugir segja að hann hafi
haft afar mikil áhrif á hana auk þess
sem hún þykir mjög lík honum til orðs
og æðis. Þættir eins og vísindaleg
abstrakt hugsun og einföld nálgun
vandamála eru nefnd þar sem dæmi.
Þannig má segja að Rannveig sé
alin upp við þá skoðun að ekki skipti
neinu máli hvers kyns fólk sé. Hver
og einn ætti að gera það sem hugur
hans og hæfileikar stæðu til og láta
sér útbreiddar almennar skoðanir í
léttu rúmi liggja. f föðurgarði mun hún
einnig hafa tileinkað sér ýmsar
dyggðir eins og vinnusemi, sparsemi
og hófsemi en Sigurjón var þekktur
fyrir vinnuhörku sína og aðhaldssemi.
Sigurjón giftist Maríu Sigurðar-
dóttur 1962 en hún var á sinn hátt
brautryðjandi þar sem hún varð fyrst
kvenna til þess að ljúka prófi í við-
skiptafræði frá Háskóla íslands. Hún
starfaði fyrst í Utvegsbankanum en
kenndi síðan árum saman við Fjöl-
brautarskólann í Breiðholti.
Rannveig er með landspróf úr
Kvennaskólanum, hún tók það árið
1976, ári á undan sínum jafnöldrum.
Þaðan lá leiðin í Menntaskólann við
Sund en hún þótti snemma úrvals
námsmaður og lauk þaðan stúdents-
prófi 1980. Hugur hennar
stefndi ekki á troðnar slóðir
því hún lauk námi frá Vélskóla
fslands vorið 1983 og varð
sveinn í vélvirkjun 1985 og
lærði hjá Frystivélaverkstæði
Sveins Jónssonar sem telst til
frumkvöðla á sviði kælitækni
á Islandi. Það er til marks um
karlavígið, sem stétt vél-
stjóra er, að ein kona hafði
útskrifast úr skólanum áður
en Rannveig lauk þar námi og
hún varð fyrst kvenna á ís-
landi til þess að ljúka sveins-
prófi í vélvirkjun.
VÉLSTJÓRIÁ GUÐBJARTIÍS
Rannveig mætti miklum
fordómum þegar hún fór að
sækjast eftir plássi sem vél-
stjóri til sjós en þar er helsti
starfsvettvangur vélstjóra og
eftir að sjö togarar höfðu hafnað starf-
skröftum hennar varð hún að lokum
að leita aðstoðar stéttarfélags vél-
stjóra sem aðstoðaði hana til þess að
fá pláss á Óskari Halldórssyni RE.
Við það rofnaði múrinn og Rannveig
var vélstjóri til sjós í afleysingum þar
á meðal á aflaskipinu Guðbjarti ÍS
undir stjóm Harðar Guðbjartssonar.
í fyrstu tók karlasamfélag sjó-
mannanna henni með nokkurri tor-
tryggni og dæmi voru um að hún væri
miskunnarlaust spurð út úr fræðun-
um því menn trúðu því ekki að ung og
glæsileg stúlka gæti verið vélstjóri.
Ekki komu menn að tómum kofanum
hjá Rannveigu því hún lauk Vélskólan-
um með mjög hárri einkunn og hefur
fengið að reyna að kona í karlastarfi
þarf að standa sig helmingi betur en
kollegamir til þess að mark sé tekið á
henni. Um borð í Guðbjarti ávann hún
sér hylli allra.
Á þessum námsárum vann Rann-
veig einnig hjá Landsvirkjun og Hrað-
frystihúsi Patreksfjarðar sem vélvirki
og vélstjóri.
BLATT AFRAM
Rannveig kemur sér jafnan vel og
þykir gædd miklum hæfileikum til
þess að lynda við tortryggni og for-
32