Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 46
Alfreð Gíslason.
árangri. Metnaður slíkra ein-
staklinga minnkar ekkert þegar
þeir hætta að sparka eða henda
bolta. Þeir, sem hafa náð hvað
lengst í hópíþróttum á íslandi,
eru flestir sterkir persónuleik-
ar. Svo má ekki gleyma því að
þegar menn hafa verið í sviðs-
ljósinu í ákveðinn tíma er það oft
þeirra metnaðarmál að sanna
sig á öðrum sviðum. Sjóndeild-
arhringurinn á íslandi er frekar
þröngur og þess vegna búa þeir,
sem hafa leikið erlendis sem at-
vinnumenn, að reynslu sem
skilar sér með margvíslegum
hætti þegar tO lengri tíma er lit-
ið. Sumir íþróttamenn hafa lagt
grunninn að framtíðinni samhliða því
að vera toppíþróttamenn og það er
virðingarvert. Tíminn, sem fer í að
leika í l.deild, með landsliðinu ogjafn-
vel sinna fjölskyldunni, er það mikill
að aðeins með góðri skipulagningu og
sjálfsaga er hægt að stunda erfitt nám
samhliða þessu. Kannanir hafa ótví-
rætt sýnt að þeir, sem eru virkir í
íþróttum og félagsstarfi, standa sig
betur í skóla, ná betri námsárangri,
en þeir sem stunda ekki íþróttir. Það
er erfitt að reyna að sannfæra þá,
sem hafa aldrei stundað íþróttir, um
mikilvægi þeirra en staðreyndin er sú
að íþróttaiðkun er svo mikill lærdóm-
ur fýrir krakka í sjálfsaga og í að læra
að skipuleggja tímann. Þátttaka í
íþróttum leggur grunn að ákveðnu
lífsmynstri hjá einstaklingum.
Þegar leikmenn fara ungir í at-
vinnumennsku, eins og tíðkast með
suma af knattspyrnumönnum okkar,
er hætta á að þeir gleymi sér í huggu-
legheitunum. Þeir stefna hátt, ætla
að verða ríkir og frægir en nýta frítím-
ann illa. Það er hægt að læra ýmislegt
þegar æfingar eru aðeins einu sinni á
dag. Sá lærdómur gæti komið sér vel
þegar ferlinum lýkur — ekki síst ef
ríkidæmið lætur á sér standa.“
Alfreð hefur leikið með fjölda leik-
manna, bæði heima og erlendis.
Ætli hann hafi getað séð fyrir hverj-
ir væru líklegir til að spjara sig á
öðrum vettvangi í framtíðinni?
„Þeir íþróttamenn sem eru sterk-
astir og traustastir á vellinum, verða
það líka á öðrum sviðum — án tillits til
þess hvað þeir leggja fyrir sig. And-
legi þátturinn skiptir svo miklu máli.
Þeir, sem ég lék með í landsliðinu á
sínum tíma, voru þar ekki síst vegna
þess hvaða mann þeir höfðu að
geyma. Góður árangur þeirra á öðr-
um sviðum hefur ekki komið mér á
óvart.“
— Sumir vilja meina að það sé erfitt
að vera með íþróttamenn í vinnu —
ekki síst vegna fjarvistanna?
„Þeir, sem komast í fremstu röð,
hljóta að þurfa oftar frí en aðrir. Flest-
um ber þó saman um að þeir, sem
ganga í gegnum harðan skóla íþrótt-
anna, séu góðir starfskraftar, miklir
baráttumenn og harðir af sér. Reynd-
ar má kannski segja sem svo að helm-
ingur íslendinga hafi stundað íþróttir
af töluverðri eljusemi og þess vegna
séum við svo vinnusöm þjóð. Þegar á
heildina er litið tel ég kosti íþrótta-
manna sem starfsmenn meiri en
ókostina."
— Hefurðu fylgst með því hvort
sterkustu leikmennimir, sem þú
lékst með í Þýskalandi og á Spáni,
hafi náð að hasla sér völl á öðrum
vettvangi?
„í Þýskalandi hugsa leikmenn ekki
eingöngu um peningana þegar félögin
falast eftir þeim því atvinnan skiptir
þá miklu máli. Þegar ég lék með Ess-
en voru menn ávallt með hugann við
það hvort félagið gæti útvegað þeim
framtíðarstarf. Þetta var beggja hag-
ur því félögin tryggðu sér leikmenn-
ina til langs tíma og þeir voru með
örugga atvinnu að ferlinum loknum.
í toppstöðum í Essen.“
— Hefði menntun á viðskipta-
sviðinu, á þínum yngri ámm,
getað komið þér til góða í dag?
„Tvímælalaust. Þegar ég var
tvítugur vissi ég vitanlega ekki
hvað ég tæki mér fyrir hendur í
framtíðinni en ég lauk námi í
sagnfræði. Ég sé alls ekki eftir
því en núna myndi ég hafa miklu
meira gaman af því að fara í við-
skiptafræði.“
— Hefurðu fundið til vanmátt-
ar þegar reynt hefur á við-
skiptafræðilega þekkingu í
rekstri fyrirtækja þinna?
„Nei, ég hef ekki fundið til
þess en ég hef oft bölvað í hljóði
yfir því að hafa ekki verið búinn
að læra þetta eða hitt fyrir 15 árum.
Ef maður er opinn fyrir nýjungum og
lærdómi getur maður endalaust viðað
að sér þekkingu og aukið menntun-
ina. Ég hef alltaf verið fús að viður-
kenna vankunnáttu á ákveðnum svið-
um en að sama skapi verið tilbúinn að
læra.“
— Gilda sömu leikreglur í viðskipt-
um og íþróttum?
,Já, í stórum dráttum. Samkeppnin
er alltaf fyrir hendi og segja má að
löggjafinn sé dómarinn í viðskiptalíf-
inu. Það er ríkt í okkur íslendingum
að reyna að fara út fyrir reglurnar.
Veitingahúsabransinn á íslandi er
mjög skrautlegur og ég lít á þátttöku
mína honum sem athyglisverðan
skóla. Það, sem hefur komið mér
mest á óvart í honum, er tortryggnin í
garð þeirra sem reka veitingahús.
Fólk á bágt með að trúa því að þau séu
rekin eftir settum reglum, heldur að
þeir, sem það gera, hljóti að vera að
svindla með einhverjum hætti eða
smygla inn vörum. Sumir halda því
fram að þeim sé selt eitthvað annað
en þeir pöntuðu. Kannski er þetta
eðlileg tortryggni því það er töluvert
um að aðilar í þessum rekstri fari á
hausinn en haldi samt áfram rekstri
með nýjum kennitölum. Það er stór
galli í íslensku réttarkerfi og við-
skiptalífinu hvað menn komast enda-
laust upp með það að vera óheiðarleg-
ir. Sumir hella sér út í viðskipti með
rangindi að leiðarljósi og komast upp
með það trekk í trekk. Ef menn eru
staðnir að þessu í Þýskalandi fá þeir
46