Frjáls verslun - 01.05.1996, Blaðsíða 22
Skúli Þorvaldsson, Hótel Holti, skrifar undir kaupsamning-
inn í aðalstöðvum Arthur Treacher’s. Skúli var, ásamt föður
sínum, Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og fisk, útnefndur
maður ársins 1991 í íslensku atvinnulífi af Frjálsri verslun
og Stöð 2.
FORSIÐUGREIN
skaðabótamála á hendur
móðurfyrirtækinu en
ekki mistaka í rekstri
Captain D’s.
Skúli segir ennfremur
að gott orð fari af Brown
og fólk hafi tiltrú á að
hann geti fylgt eftir
áformum nýrra eigenda
hjá Arthur Treacher’s.
„Að sumu leyti er Frank
Brown lykillinn að því að
við teljum okkur fá hinn
almenna fjárfesti á göt-
unni til að leggja fé í
þessa hugmynd. Það
mun mikið mæða á
Frank Brown - og það er
hans að standa sig.“
A næstu mánuðum verða hugmyndir hins nýja meiri-
hluta kynntar fjárfestum, meðal annars með greinum í
tímaritum. Sölumenn hlutabréfa taka svo við. Skúli segir
að það liggi fyrir heimild til að auka fjölda hlutabréfa í
Arthur Treacher’s úr 10 milljónum í 25 milljónir bréfa.
Miðað við fyrstu viðbrögð á verðbréfamarkaðnum ætti að
vera grundvöllur fyrir því að ná í aukið hlutafé. Hlutabréf
Catalands voru keypt á um 60 cent hvert en frá því fréttir
bárust af sölunni hafi bréfín hækkað og verið lengst af í júní
um 2,2 doUarar bréfið. Það er tæplega fjórföldun á verði
bréfanna.
EITT ÞÚSUND STAÐIR Á NÆSTU FIMM ÁRUM?
Skúli vill ekki fara of geyst í að spá um vöxt fyrirtækis-
ins. En aðrir, sem standa að Arthur Treacher’s, nefna
tölur um fjölgun staða í um 350 á næstu þremur árum og í
um 1.000 staði á næstu fimm árum.
„Það er að mörgu leyti vænlegra að fara hægt í sakimar
við að stækka fyrirtæki á borð við Arthur Treacher’s. Það
hafa margir farið flatt á ofvexti. Slíkt getur leitt til of mikilla
skulda auk þess sem stjórnendur hafa oft á tíðum misst
tökin á rekstrinum. Menn hafa einfaldlega ekki ráðið við of
hraðan vöxt.“
Bruce Galloway, framkvæmdastjóri hjá Bumham
Securites, er í forystu bandaríska hópsins sem stóð að
yfirtökunni ásamt íslenska hópnum. Hann er núna
stjómarformaður fyrirtækisins. Hann segir að áður en
gengið hafi verið frá kaupunum á hlut Jim Catalands hafi
verið gerðar umtalsverðar markaðsrannsóknir til að ganga
úr skugga um að sú nýja
hugmynd, sem farið
verði af stað með, falli
neytendum í geð. Niður-
stöður þessara forkann-
ana hafi verið mjög já-
kvæðar. Þær séu þess-
ar: Fólk vilji finna bragðið
af fiskinum - en það tapist
að stórum hluta þegar
hann sé djúpsteiktur.
KAUP Á ANNARRI
VEITINGAH ÚSAKEÐ J U?
Bmce telur Arthur
Treacher’s það jafnframt
til tekna að keppi-
nautamir standi veikt og
hafi lítið fjárhagslegt bolmagn til að bregðast við harðri
samkeppni. Raunar er Bruce bjartsýnni en aðrir, sem
standa að þessu máli, um að uppbyggingin verði hröð og
telur að jafnvel sé hægt að stefna að eitt þúsund Arthur
Treacher’s stöðum innan fimm ára. Hann segir að á næstu
mánuðum verði ekki farið hratt í sakimar en það megi þó
reikna með að 30 til 50 nýir staðir verði opnaðir. Bmce
upplýsir einnig að til athugunar sé að kaupa aðrar veitinga-
húsakeðjur en vill ekki nefna hvaða keðjur sé um að ræða.
íslensku fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum, Coldwat-
er og Iceland Seafood, eiga augljósra hagsmuna að gæta ef
áform nýrra eigenda Arthur Treacher’s um fjölgun staða
ganga eftir. Heildarfiskkaup keðjunnar á ári ættu sam-
kvæmt þeim áformum að geta aukist í 10 þúsund tonn á
næstu árum. Það er nálægt því sama magn og Coldwater
seldi til Arthur Treacher’s þegar best áraði hjá skyndibita-
keðjunni. Á undanfömum árum hefur Arthur Treacher’s
bæði keypt fisk af Coldwater og Iceland Seafood.
Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, fagnar hinum
nýja meirihluta í Arthur Treacher’s sem sé tilbúinn til að
setja vemlegt fjármagn í uppbyggingu keðjunnar. „Ef okk-
ur tekst að mæta kröfum hins nýja meirihluta fyrirtækisins
um verð og afurðir getur yfirtakan haft mikla þýðingu fyrir
Coldwater og stóraukið sölu á fiski til keðjunnar. Við emm
reiðubúnir til þess að leggja okkar af mörkum til þess að
svo geti orðið.“
STÓR VIÐSKIPTAVINUR COLDWATER UM ÁRABIL
Magnús segir að Arthur Treacher’s staðimir kaupi tals-
GRILLAÐIR FISKRÉTTIR
77/ stendur að fjölga stöðum, breyta ímynd fyrirtækisins og bjóða upp á grillaða
fiskrétti en þeir eru hollari en þeir djúpsteiktu fiskbitar sem eru á matseðlinum
núna. Með þessu á að ná til þeirra neytenda sem hugsa sífellt meira um hollustu
skyndibita. Jafnframt er stefnt að því að breyta útliti staðanna.
22