Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 53

Frjáls verslun - 01.05.1996, Page 53
EYJÓLFUR PÁLSSON í EPAL Eyjólfur Pálsson í Epal í Faxafeni. Þeir hjá Epal hafa ástæðu til að gleðjast. Epal-húsgögn hafa verið valin í þremur stórútboðum að undanförnu. nþremur stærstu hús- gagnaútboðum und- anfarið hafa húsgögn frá Epal orðið fyrir valinu að stærstum hluta. Hér er um að ræða nánast alla stóla í Ráðhúsinu við Tjömina og í Þjóðarbókhlöðunni og alla hægindastóla og sófa í Hæstaréttarhúsinu auk sérsmíðaðra áhorfenda- bekkja og sófa sem eru ís- lensk framleiðsla frá Epal. Þegar menn velja góða hluti er verð Epals fullkomlega samkeppnisfært og meira en það eins og sjá má á þessu, enda er það markmið að okkar verð sé annað- hvort undir verði eða hið sama og í framleiðsluland- inu, — segir Eyjólfur Páls- son í Epal í Faxafeni. „Við þetta má bæta að í framhaldi af útboði var gerð- ur tveggja ára rammaamn- ingur við ríkið um kaup á norskum Savo-skrifstofu- stólum, sem Epal flytur inn. Öllum opinberum stofnun- um og fyrirtækjum er ráð- lagt að kaupa stóla eftir þessum samningi en Savo hefur einmitt gert samskon- ar rammasamning við norska ríkið. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að koma á framfæri húsgögn- um íslenskra hönnuða og framleiðenda. Við finnum nú vaxandi áhuga og skilning á hvoru tveggju og menn koma jafnvel frá opinberum aðilum til að kaupa íslenska framleiðslu og hönnun, sem er veruleg hugarfarsbreyt- ing.“ Frá upphafi hefur Epal einungis selt vandaðar vör- ur sem hafa sérstakt hönn- unargildi. Auk úrvals hús- gagna er úrval gluggatjalda- efna og áklæða gífurlegt hjá Epal og mikið lagt upp úr að aðstoða viðskiptavini við val sé þess óskað, að sögn Eyj- ólfs. „Kemur þá til kasta innanhússhönnuða Epals sem veita aðstoð í þeim til- gangi að gera heildarsvip fyrirtækis eða heimilis sem bestan. Áklæði og glugga- tjaldaefni eru frá Kvadrat í Danmörku, Kendix og Ploeg í Hollandi, mari- mekko í Finnlandi og frá Nýja nordíska í Þýskalandi. í Epal eru auk þess hinar þekktu Hewi smávörur frá Þýskalandi, nælonhúðaðir hurðarhúnar og hlutir í bað- herbergið — auk handriða - í 13 litum. Hefur sala Hewi vara aukist verulega undan- farið.“ EPALHÚSIÐ KYNNT í SVISS Nú er í undirbúningi í Sviss útgáfa bókar um skandinavísk tréhús. í bók- inni verður fjallað um tvö ís- lensk hús. Epalhúsið er ann- að og verður kynnt á átta síðum í máli og myndum. Eyjólfur hefur látið þau orð falla að reki menn verslun og geri miklar kröfur til hönnunar söluvaranna sé eðlilegt að húsnæðið sé sér- hannað. Manfreð Vilhjálms- son arkitekt hannaði Epal- húsið og hlaut fyrir Menn- ingarverðlaun DV. Eyjólfur er fimmtugur, fæddur í Reykjavík. Hann lærði húsgagnasmíði en fór svo til Danmerkur og lagði stund á húsgagnaarkitekt- úr. Að námi loknu vann hann á teiknistofu í Kaupmanna- höfn og teiknaði m.a. inn- réttingar í skemmtiferða- skip sem hafa viðkomu hér. Heim kom Eyjólfur 1972 og vann á teiknistofum þar til hann stofnaði Epal fyrir 21 ári. Kona hans er Margrét Ásgeirsdóttir. Deilir hún með honum áhuganum á hönnun og hefur starfað frá upphafi í Epal. Bömin eru Kjartan Páll, Álfrún og Dag- ur. Álfrún hefur hannað ýmsa smáhluti sem vakið hafa athygli. Eyjólfur fer í sund á hverjum einasta morgni klukkan sjö. Á hveiju hausti fer hann svo í göngur austur í Fljótsdal, sem er ófrávíkj- anlegt. Önnur áhugamál eru að auka veg og virðingu sem og skilning á hönnun á ís- landi. Hann er einnig í þriggja manna stjóm ís- lensks handverks, þriggja ára verkefnis á vegum for- sætisráðuneytisins. Verk- efninu lýkur um næstu ára- mót með stofnun samtaka handverksfólks sem eiga að styðja við bakið á þeim sem hafa handverk að atvinnu. TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.