Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 6
RITSTJORNARGREIN
TVEIR KEPPA. ÖÐRUM LEYFIST...
Nýlega mátti sjá flennistóra mynd í einu dag-
blaðanna af leikmanni hins sigursæla enska liðs
Liverpool. Hann var að kljást um knöttinn og þetta
var ofureðlileg íþróttamynd. Einn var þó hængur
á. Á treyju leikmannsins stóð stórum stöfum;
Carlsberg. Þar lágu Danir í því. íþróttamyndin
ofureðlilega, sem alþjóðleg frétta-
stofa sendi vítt og breitt um heiminn,
var þá bjórauglýsing líka. Skýrar
reglur banna auglýsingar á bjór á Is-
landi. Þær reglur eru úreltar!
Flennistóra íþróttamyndin af leik-
manni Liverpool að auglýsa Carls-
berg sýnir best hve mikils tvískinn-
ungs gætir í banni við augiýsingum á
áfengi á íslandi. í heimi alþjóðlegrar
fjölmiðlunar er einfaldlega ekki hægt
að koma í veg fýrir að auglýsingar
birtist í einu landi ef þær eru leyfðar í
öðrum. Fréttamyndir, blöð, tímarit,
bíómyndir og sjónvarpsþættir fljóta á milli landa í
beljandi flaumi — og sá flaumur verður ekki ham-
inn með boðum og bönnum.
Það, að banna íslenskum framleiðendum áfengs
bjórs að auglýsa vörur sínar hér á landi, stríðir
gegn þeim homsteini réttarríkisins að allir séu
jafnir fýrir lögum. Það gengur ekki að leyfa út-
lendum framleiðendum bjórs að auglýsa vömr sín-
ar hérlendis — að vísu í gegnum erlenda fjölmiðla
sem flæða til landsins — en banna á sama tíma
íslenskum framleiðendum að auglýsa. Auglýsing-
ar em hluti af ferli hverrar vöm. Og fyrst það má
framleiða og selja hana hérlendis vaknar sú
spurning hvers vegna ekki megi auglýsa hana
líka.
Raunar virðast ríkja tvenns konar lög hér á
landi um auglýsingar á áfengi - eftir því hver á í
hlut. Á landsleik íslendinga og Rúmena í knatt-
spymu fyrr í haust mátti sjá erlenda bjórauglýs-
ingu, ætlaða rúmenskum sjónvarpsáhorfendum
heima í stofu, á besta stað fýrir miðju við hliðar-
línu Laugardalsvallarins. Þannig virðist KSÍ leyfi-
legt að auglýsinga bjór á íslenskri gmnd - en
öðmm ekki.
Málið snýr einnig að íslenskum
fjölmiðlum sem keppa hart við þá er-
lendu. I sömu bókahillunni virðast
gilda tvenns konar lög - allt eftir
þjóðemi. Erlendu dagblöðin og tím-
aritin, sneisafull af auglýsingum á
áfengi og vindlingum, em seld við
hliðina á þeim íslensku sem búa við
blátt bann gagnvart slíkum auglýs-
ingum. Hlið við hlið eru því tveir
keppinautar, öðmm leyfist en hinum
ekki!
Nú kann einhver að spyrja sig hvort
ekki sé óraunhæft að leyfa auglýsingar á áfengi,
hvort vímuefnavandi unglinga og fullorðinna sé
ekki nægur fyrir. Því er til að svara að sala á áfengi
og vindlingum verður aldrei stöðvuð með boði og
bönnum, hversu óhollar sem þessar vömr kunna
að vera. Eina raunhæfa vörnin gegn vímuefnum er
fræðsla. Og þótt það sé kaldhæðið má velta því
fyrir sér hvort fræðslan stórykist ekki - og yrði
markvissari — ef leyfðar yrðu auglýsingar. Fræðsl-
an þyrfti þá að keppa við auglýsingarnar um at-
hyglina.
Stóra málið er hins vegar að óraunhæft er að
hafa lög sem mismuna, leyfa einum en öðmm
ekki. Slík lög nefnast ólög.
Jón G. Hauksson
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson — ÚTGEFANDI: Tainakönnun hf. — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23,
105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sími 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 —
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl., þar af bókin 100 stærstu 995 kr. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími
GSM 89-23334.
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
6