Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 20
líka þjónustað viðskiptavini verslunarinnar með breytingar
á fatnaði á mjög skjótan hátt og hefur sú þjónusta verið
mikið notuð, ásamt því að við sérsaumum töluvert fyrir
fólk og fyrirtæki," segir Svava Johansen.
„Upphaflega var Sautján unglingaverslun en í dag teljum
við okkur vera verslun fyrir alla aldurshópa þar sem versl-
unin er stór og úrvalið mikið. Þetta er meira spuming um
hvaða tísku fólk vill fylgja. Gaman er að sjá hve stór
hópurinn er sem hefur haldið tryggð við Sautján gegnum
öll árin, fólk, sem byrjaði að versla hjá okkur sem ungling-
ar og er núorðið 25-35 ára og enn að versla við okkur.
Þess vegna er svo nauðsynlegt fyrir okkur að hafa úrvalið
sem mest,“ segir hún.
SAMKEPPNIVIÐ ÚTLÖND
Svava telur að mikil samkeppni sé hérlendis og hún hafi
farið harðnandi undanfarin ár en segist telja að samkeppni
haldi kaupmönnum vakandi. Hún segir að samkeppni sé
ekki bara innanlands heldur líka við útlönd og tekur þar
undir með Mörtu í Gallerí-Evu.
„Ég heyri þó alltaf minna talað um ágæti þessara versl-
unarferða. Ýmsar vörur eru ódýrar erlendis en ég held að
fólk átti sig á því að verðlag á fatnaði er sambærilegt hér og
í borgum Evrópu. Það getur reynst ansi dýrt þegar heim
er komið að uppgötva mistök eða galla í fatnaði og stund-
um hefur komið fyrir að vitlaus stærð hafi verið keypt fyrir
einhvem nákommn. Það er ekki hægt að skipta vöm þegar
heim er komið, hvað þá að kvarta yfir galla í flíkinni. Þetta
er hins vegar hægt að gera hér heima,“ segir hún.
„Mér finnst fólk líka hafa áttað sig á að með þessum
innkaupaferðum eykur það atvinnuleysið hér á landi og
skattar hækka. Mér firmst núorðið áberandi meira vera
farið til útlanda til að skipta um umhverfi og slappa af
heldur en að fara eingöngu í verslunarferð eins og áður
tíðkaðist," bætir hún við. Svava heldur að innkaupaferð-
imar eigi ekki eftir að aukast úr þessi heldur fari þeim
fækkandi. Hún bendir á að ísland sé bóluþjóðfélag og að
utanlandsferðimar hafi verið nýjung, lítil bóla sem sé að
hjaðna.
BETRITÍÐ í VÆNDUM
„Mér finnst sjálfsagt að fólk geti valið um hvort það fari í
verslanir til að kaupa ódýran fatnað eða borgi örh'tið meira
fyrir flíkina og því tel ég verslanir eins og Dressmann eigi
rétt á sér. Við í Sautján emm bæði með fatnað í sama
verðflokki og Dressmann og fatnað á milliverði. Ég tel að
Dressmann sé f mestri samkeppni við verslanir eins og
Hagkaup-herradeild og að sjálfsögðu í bullandi samkeppni
við utanlandsferðimar. Það er bara af hinu góða, pening-
amir haldast þó allavega í landinu að hluta til,“ svarar
Svava.
Efnahagslægð hefur verið í landinu undanfarin ár og
þess vegna hefur verðlag á fatnaði skipt miklu máli. Svava
segist finna að nú sé betri tíð fram undan og þá sé fólk
tilbúið að borga örlítið meira fyrir flíkumar. Fólk hefur
áttað sig á því að ekki er alltaf hagstæðast að kaupa
ódýrustu flíkurnar.
Lilja í Cosmo:
SAMKEPPNISFÆRAR VIÐ
ERLENDAR VERSLANIR
Oilja Hrönn Hauksdóttir hefur rekið tískuverslun í
tíu ár þó að hún hafi verið fyrir innan afgreiðslu-
borðið frá unga aldri og hjálpað móður sinni. Hún
hóf rekstur tískuverslunar í júní 1986, þá 21 árs gömul, er
hún leigði rekstur Lilju á Laugavegi af móður sinni til
tveggja ára. Hún segir að sölumennskan hafi átt vel við
sig. Rekstur Lilju hafi undið fljótt upp á sig og í ágúst 1987
hafi hún opnað Cosmo í Kringlunni. Sá tími hafi verið
skemmtilegur og mikill taugatitringur milli verslunareig-
enda: Skyldi Kringlan verða vinsæl? Árið 1988 opnaði hún
svo aðra Cosmo verslun að Laugavegi 44. Lilja Hrönn
þakkar móður sinni og uppeldi velgengni í verslunar-
rekstrinum.
„Mamma er mikið hörkutól. Ég má að miklu leyti þakka
henni fyrir hvemig fór því að verslunarrekstur er ekkert
glamúrlíf eins og fólk heldur. Það er mikil vinna á bak við
reksturinn," segir hún.
Tískuverslunin Cosmo er meðal annars þekkt fyrir að
vera með gott úrval af drögtum á boðstólum. Lilja Hrönn
segist ekki vera að stfla inn á „fríkaða unglingatísku“, eins
og hún orðar það, heldur blandaða vöm fyrir breiðan
aldurshóp þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lilja Hrönn segist einnig vera með íslenska framleiðslu,
mikið af yfirhöfiium og buxum.
BREYTT HUGARFAR
„Fyrir tíu ámm þótti flflc ekki nógu smart ef hún var
saumuð héma heima. Þetta hugarfar hefur breyst mjög
mikið og maður er stoltur af því að kynna íslenska fram-
leiðslu. Fólk er mjög jákvætt gagnvart því. Við erum farin
að gera betri hluti hér heima og erum vel samkeppnisfær
miðað við erlendan markað. Efnisvalið var af skomum
skammti á árum áður en það hefur lagast mikið,“ segir
hún.
Lilja Hrönn telur að samkeppnin í tískuversluninni hafi
aukist mikið síðustu tíu árin. Verslanir hafi sprottið upp og
fataúrvalið sé mun meira og vöruverð almennt lágt því að
samkeppni erlendis hafi lækkað verðið þar sem komi
kaupmönnum til góða við innkaupin. Fyrir tíu ámm hafi
verðmunur á fatnaði hér og erlendis verið mun meiri en í
dag. Það hafi líka sýnt sig að merkjavara er dýrari í London
og París en hér.
„Við emm vel samkeppnisfær við önnur lönd í Evrópu.
Ég held að þeir, sem lifðu af þegar harðnaði í ári, séu
komnir til að vera þó að maður viti aldrei hvað framtíðin
ber í skauti sér,“ segir hún og telur að fataverð lækki
tæpast frekar en orðið er.
20