Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 30
VEITINGAHÚS
nReykjavík er ekki starfandi
neitt veitingahús sem sérhæf-
ir sig í íslenskum mat. Vissu-
lega má segja að allur matur, sem í
boði er, sé íslenskur en hann er mat-
reiddur eftir evrópskum hefðum, að-
allega frönskum, dönskum og nú á
síðari árum ítölskum. í stuttu máli
sagt er ekki neinn meiriháttar munur
á þeim mat sem framreiddur er á ís-
lenskum veitingahúsum og t.d.
sænskum eða dönskum. í raun er það
athyglisvert í þeirri hörðu sam-
keppni, sem ríkir á reykvíska veit-
ingahúsamarkaðnum, að ekkert veit-
ingahús í borginni skuli leggja áherslu
á íslenska eldhúsið, hefðir og hráefni.
HVAR ER ÍSLENSKA MATARGERÐIN?
Þetta er athyglisvert þegar það er
haft í huga að ferðamannaþjónustan
er orðinn ein þýðingarmesta atvinnu-
grein þjóðarinnar og ferðamenn vilja
gjarnan kynnast matargerð þess
lands sem þeir heimsækja. Þjóðir
eins og Danir, Frakkar og Italir leggja
mikla áherslu á að kynna matargerð
sína fyrir erlendum ferðamönnum.
Þessar þjóðir selja þúsundir tonna af
fuUunninni matvöru til erlendra ferða-
manna til að taka með sér heim.
Þróun undanfarinna ára hefur verið
sú að æ minna selst af hefðbundnum
minjagripum en æ meira af þjóðlegum
matvælum. Þegar erlenda viðskipta-
vini ber að garði þarf að fara með þá út
að snæða. Flestir eiga auðvelt með að
finna hentuga veitingastaði á kvöldin
en öðru máli gegnir um hádegið. Það
veitingahús, sem farið er á í hádeg-
inu, má ekki vera of formlegt eða stíft
og þjónustan þarf að ganga hratt og
vel fyrir sig. Veitingahúsið þarf að
hafa séreinkenni - og gæði þjónustu
og matar þurfa að vera fyrsta flokks.
Mestu máli skiptir þó að hádegisverð-
urinn verði gestinum minnisstæður
og verði einn hlekkurinn í keðjunni
sem gerir heimsóknina til íslands
ánægjulega og vonandi árangursríka.
DANSKA SMURBRAUÐIÐ
Danska smurbrauðið er víðfrægt
enda afar heppilegur hádegisverður.
Akademia smurbrauðsins er veitinga-
hús Oskars Davidsen í Kaupmanna-
höfn sem stofnað var 1888. Veitinga-
Þetta borð er við enda gangsins, fjær götunni. Hinir haganlegu glerveggir
opnast út á lítið og skemmtilegt torg sem liggur að bakhlið Hótel Borgar.
Gestirnir geta valið um allt að 150 tegundir af smurbrauði, auk hlaðborðs
sem á eru meðal annars hangikjöt og graflax.
Innlit Sigmars:
30