Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 32
Viktor Ólafsson, markaðsstjóri íslenskra getrauna. „Þessar auglýsingar
koma frá Danmörku. Þær fengu gullverðlaun á auglýsingahátíðinni í Cann-
es í Frakklandi.“ Mynd: Kristján Einarsson
GALGAHUMOR
SVINVIRKAR!
Illkvitinn hrekkjalómur selur getraunaseðla.
Spurt er: Hvar er eiginlega ípróttaandinn?
Þessar ótrúlegu auglýsingar fengu gullverðlaun á
auglýsingahátíð í Cannes
grunlausa samferðamenn sína. Hann
tekur handfangið af glerhurðinni og
næsti maður fletur nefið út á glerinu.
Hann losar lokið á saltbauknum og
sessunautur hans tæmir hann yfir
hamborgarann og hann kippir burtu
vasaklút eldri manns á viðkvæmu
augnabliki í hnerranum svo sá gamli
stendur með fullar hendur hors.
Rauði þráðurinn í auglýsingunum,
sem þær eiga allar sameiginlegt, er
æðisgenginn og smitandi hlátur þess
hrokkinhærða og botnlaus kátína
hans yfir vel heppnuðum hrekk.
FENGU GULLVERÐLAUN í CANNES
„Við fengum þessar auglýsingar frá
félögum okkar hjá dönsku getraunun-
um. Þær eru búnar til f Danmörku og
voru þar notaðar til að auglýsa tvenns
konar getraunaleiki. Þær þóttu sér-
lega vel gerðar og voru að lokum
sendar í keppni auglýsinga á hátíð í
Cannes í Frakklandi. Þar fengu þær
gullverðlaun," sagði Viktor markaðs-
stjóri en hann sér um auglýsingamál
íslenskra getrauna og það kom í hans
hlut að velja þessar auglýsingar til
birtingar á íslandi. Viktor sagði að
kostnaður við þessa herferð væri
sárah'tiO. Fyrst og fremst væri það
kostnaður við birtingar en auglýsing-
arnar sjálfar hefðu fengist ókeypis.
Því væri enn óljóst hve mikið herferð-
in í heild kostaði því hún yrði notuð
eins lengi og þeir fjármunir entust
sem nota ætti til að auglýsa Lengjuna.
„Við teljum þetta verulegan ávinn-
ing fyrir okkur að hafa fengið þessar
auglýsingar. Við eigum gott samstarf
við félaga okkar hjá getraununum á
hinum Norðurlöndunum og hittumst
reglulega og spjöllum saman og sýn-
um hver öðrum hvað við erum að
gera. Það er ekkert nýtt að menn
skiptist á auglýsingum og bara
skemmtilegt dæmi um vel heppnaða
norræna samvinnu."
AOs voru framleiddar sex mismun-
andi auglýsingar með jafnmörgum
hrekkjum. Þrjár þeirra hafa verið
sýndar hér en að sögn Viktors verða
þær að lokum sýndar aOar sex. Þeir
SAGANÁBAK
VIÐ HERFERÐINA
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Myndir: Kristján Einarsson
sem hafa gaman af hrekkjum geta því
hlakkað til að sjá alla syrpuna. Þegar
er byrjað að nota hlátur þess kruOaða í
útvarpsauglýsingar og myndir af hon-
um munu merkja sölustaði í framtíð-
inni.
„Við teljum þetta falla vel í kramið
hjá okkar mönnum og við höfum feng-
ið símtöl heim á kvöldin eftir sýningar
á þessum auglýsingum þar sem menn
eru að hrósa okkur.“
HVAR ER ÍÞRÓTTANDINN?
En margir hafa tekið eftir því að
auglýsingamar em í raun ótengdar
efninu. íþróttir koma hvergi við sögu.
Lymskulegir hrekkir hafa aldrei þótt
góð íþrótt og því ekki ólíklegt að spurt
sé: Hvar er íþróttandinn?
32