Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 36
VALDABARÁTTA ÍS OG SH?
Átök risanna, SH og ÍS, koma upp í huga flestra
við ráðningu Guðbrands. Hann kemur úr innsta
hring ÍS en Útgerðarfélag Akureyringa er hins
vegar stærsti einstaki framleiðandinn innan SH.
A KÆJANUM
Öllum, sem þekkja hann, ber saman
um að hann sé skarpgreindur og
snöggur að átta sig á hlutunum.
Segja má að krókurinn hafi
snemma beygst til þess sem verða
vildi hjá Guðbrandi en skólafélagar
hans frá menntaskólaárum muna eftir
honum sem ungum pilti sem þá þegar
hafði brennandi áhuga á fiskvinnslu,
fullvinnslu sjávarafurða og útflutningi.
Þetta voru ekki hefðbundin áhugamál
menntskælings á diskótímanum en
þetta réð vali hans á framhaldsnámi,
að mati félaganna. Hann tók virkan
þátt í félagslífmu á menntaskólaárun-
um og var umsjónarmaður skólasels
MS í Ólafsdal í tvö ár, rak bóksölu
skólans og var framkvæmdastjóri
mötuneytisins á lokaárinu. I Tirnu,
myndabók menntskælinga í MS, er
mynd af Guðbrandi uppáklæddum
sem dæmigerðum forstjóra. Af því
má ráða að framtíð hans hefur þótt
ráðin.
BESTUR í STARFIÐ
Mörgum þótti það nokkuð djörf
ákvörðun stjórnar UA að bjóða þess-
um unga manni starf framkvæmda-
stjóra. Átök risanna á fisksölumark-
aðnum, SH og ÍS, voru nefnd í þessu
sambandi en Guðbrandur kemur úr
innsta hring IS en Utgerðarfélagið er
hins vegar stærsti einstaki framleið-
andi innan vébanda Sölumiðstöðvar-
innar. Einnig heyrðust þær raddir að
Guðbrandur nyti föður síns og þeirra
tengsla sem hann hefur innan at-
vinnugreinarinnar. Stjórnarmaður í
ÚA, sem ræddi þetta út í hörgul við
þann, sem þetta ritar, sagði að Guð-
brandur hefði einfaldlega verið besti
kosturinn. Hann var sá sem stjóm
ÚA vildi fá hvað sem öllum ættar-
tengslum eða pólitískum tengslum
leið. Menntun hans, reynsla og bak-
grunnur hefðu gert það að verkum að
enginn annar kom til greina.
BREYTTIMÖRGU HJAIS
Hjá íslenskum sjávarafurðum þótti
Guðbrandur góður starfsmaður og
fyrirtaks stjórnandi. Hann fékkst við
ýmislegt þar innan veggja, starfaði í
erlendum verkefnum og söludeild
áður en hann tók við Þróunarsviðinu.
Hann átti gott með að laða að sér
hæfa starfsmenn og fá þá til að leggja
sig fram. Hann var almennt álitinn
vinnuþjarkur sem væri fljótur að
vinna og ætti gott með að setja sig inn
í hlutina. Yfirmenn hans hefðu helst
ekki viljað að hann færi norður en sáu
að sjálfsögðu hið góða tækifæri sem
honum bauðst og spornuðu ekki gegn
því að hann gripi það.
Kunnugir fullyrða að Guðbrandur
hafi séð ÍS og starfsemi þess í öðru
ljósi þegar hann kom heim frá Edin-
borg og þá sótti hann það nokkuð fast
að breyta ýmsu innan fyrirtækisins til
nútímalegri hátta.
Hann var mikil driffjöður í erlend-
um verkefnum fyrir Islenskar sjávar-
afurðir og telja má víst að það hafi
vegið þungt þegar honum var boðin
vinnan fyrir norðan. Framrás á er-
lendum vettvangi er um þessar
mundir einn af vaxtarbroddum í ís-
lenskum sjávarútvegi og eflaust á
Guðbrandur eftir að láta til sín taka á
þeim vettvangi fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa ekki síður en ÍS.
SJÁLFSÖRUGGUR OG GAMANSAMUR
Kunnugir segja að stjómunarstíll
Guðbrands teljist fremur lýðræðis-
legur. Honum lætur betur að fá menn
til þess að starfa sjálfstætt undir sinni
stjórn fremur en að beygja þá undir
sinn vilja. Ef hann treystir mönnum
þá fá þeir að móta sín störf. Hann er
þægilegur í daglegri umgengni og
gerir oft að gamni sínu. Sumir telja að
hann hafi ekki nægilega reynslu af
andstreymi í stjómun enn sem komið
er því hann hafi eingöngu unnið með
stuðningsmönnum sínum hjá ÍS. Ekki
sé vitað hvernig hann brygðist við því
mikla álagi, sem fylgir stjómun stórra
fyrirtækja, þegar unnið sé gegn
stjórnandanum leynt og ljóst.
Guðbrandur er sjálfsöruggur á ytra
borði og er ófeiminn við að láta yfir-
burði sína í ljós þegar honum fmnst
það henta. Þetta fmnst samstarfs-
mönnum hans stundum fara yfir strik-
ið og virka eins og sjálfhælni eða
mont. Aðrir segja að þegar Guð-
brandur finni hjá sér hvöt til að lýsa
framúrskarandi hæfileikum sínum þá
bendi það fyrst og fremst til þess að
meint sjálfsöryggi hans standi ekki
eins traustum fótum og það sýnist
gera.
TÓNLIST OG BÓKMENNTIR
FREKAR EN BOLTINN
Guðbrandur fæddist úti í Edinborg
og sleit hinum eiginlegu bamsskóm á
hellulögðum strætum erlendra borga
fremur en malargötum Reykjavíkur.
Foreldrar hans fluttu heim til íslands
SKORTIR REYNSLU í STJÓRNUN
Sumir telja honum það til frádráttar að hann skorti
reynslu í stjórnun og segja að hann hafi eingöngu
unnið með „stuðningsmönnum“ sínum hjá ÍS. Þess
vegna sé ekki vitað hvernig hann bregðist við hinu
mikla álagi sem fylgir stjórnun ÚA ef á móti blæs.
36