Frjáls verslun - 01.09.1996, Síða 45
að taka að mér hótelið í Bejing. Þetta er náttúrlega
draumaverkefni að fá að byggja upp hótel á svona stað frá
byrjun. A þessum íjórum árum, sem liðin eru síðan ég
kom, hafa orðið gífurlegar breytingar hér. Landið er að
færast úr fomöld inn í nútímann þótt margt sé enn ótrúlega
langt á eftir.“
TEXTIOG MYNDIR:
Benedikt Jóhannesson
VESTRÆN VIN
Þótt ferðamenn leggi land undir fót til Austurlanda til
þess að kynnast öðrum menningarheimi þá em menn samt
fljótir að reka sig á hvað það getur verið ótrúlega þreyt-
andi. Stöðug áreiti dynja á; hávaði, óþefur, mannmergð,
sérkennilegur matur, óþrifalegir veitingastaðir, hörðrúm,
mál sem menn skilja bókstaflega ekki stafkrók í. Eftir
skamma hríð hafa skilingarvitin ekki við að taka á móti
nýjungum. Þá er mikils virði að geta hvílst á glæsilegu
hóteli þar sem hægt er að ganga að góðu rúmi og gómsæt-
um mat vísum. En Hilton í Bejing lætur ekki mikið yfir sér
utan frá séð. Húsið gæti allt eins verið íbúðarblokk ef
maður sæi ekki skiltið. En inn- -----------------------
andyra tekur við fimm stjömu
lúxushótel, með fjórum veit-
ingastöðum. Einn er að sjálf-
sögðu kínverskur, annar jap- --------------------------
anskur, sá þriðji vestrænn og síðast enn ekki síst kaffitería
með alls kyns mat.
„Þegar ég kom varð maður að panta mest af hráefninu í
matinn frá Hong Kong en nú getum við keypt allt hér á
staðnum. Það er mikill munur, ekkert vesen með tolla
lengur og skriffmnsku sem því fylgir. Það kemur mönnum
kannski á óvart en ég hef aldrei kynnst öðrum eins heil-
brigðisreglum og gilda hér í Kína og hef þó farið víða. Þær
eru 10 sinnum meiri en í Bandaríkjunum. Kokkamir verða
að skipta um föt milli svæða í eldhúsinu og á öllum húnum
verða að vera léreftsklútar. Þetta er hálf broslegt þegar
maður sér að nánast hinum megin við götuna er matsölu-
staður þar sem fólk þvær sér ekki einu sinni um hendumar
áður en það býr til matinn en á fimm stjörnu hótelunum er
öllum reglugerðum fylgt til hins ýtrasta.“
Halldór þarf hins vegar greinilega ekki að óttast því
hótelið hans var nýlega valið hreinasta hótelið í Bejing.
„Við höfum farið af stað með ýmislegt sem menn hafa ekki
átt að venjast hér um slóðir. í þemavikum fáum við erlenda
skemmtikrafta og bjóðum upp á mat frá framandi löndum. “
Þegar Frjálsa verslun bar að garði var verið að undirbúa
spænska viku og næsta vor er Halldór með íslenska daga á
prjónunum. Það þótti djarft nýnæmi þegar boðið var upp á
djasspíanista til að leika undir borðhaldi því djass hafði
verið bannaður á dögum menningarbyltingarinnar og þeir,
sem vildu leika þessa úrkynjuðu tónlist, fengu að kenna á
sleggjum Rauðu varðliðanna á handarbökunum. Nú er
boðið upp á djass út um alla Bejing.
„Hótelreksturinn er í sjálfu sér líkur því sem annars
staðar er en þó eru sérstök vandamál. Við rekum ensku-
skóla hér á hótelinu og kennum starfsfólkinu jafnframt
svolítið í japönsku. Vinnuafl er fremur ódýrt en launin
hækka á hverjum degi. Þeir sem eru að byrja rekstur með
Halldór Briem hefur starfað hjá Hil-
ton hótelkeðjunni í sautján ár, þar af
í fjögur ár sem hótelstjóri í Bejing.
sem varð stúdent frá Versló fyrir rúm-
lega 25 árum og hélt þá út í heim til þess
að mennta sig í hótelfræðum. Síðan
hefur leiðin legið vítt og breitt um heim-
inn: AhótelskólaíSviss, til Grikklands,
Kýpur, Mið-Austurlanda, eyjarinnar
Guam í Kyrrahafi, Hawai og nú síðast
til höfuðborgar Kína.
„Meginástæðan fyrir því að ég sett-
ist að úti í heimi er að ég er giftur grískri
konu, við hittumst reyndar á hótelskól-
anum í Sviss. Ég sótti um vinnu hjá
Hilton eftir að ég lauk námi, en það
gekk ekki upp í fyrstu lotu. Löngu síðar
höfðu þeir uppi á mér í Aþenu þar sem
þá vantaði mann. Ég sló til og er búinn
að vera hjá Hilton síðan, heil 17 ár. Ég
var kominn til Asíu þegar mér bauðst
45