Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 25
STJÓRNMÁL
neytinu - þótt auðvitað sé ýmislegt gert þar án þess að
það sjáist.
Það er hins vegar ekkert stórmál sem hefur brotið á,
kannski einna helst Smugudeilan. Til gamans má geta
EKKIPOPPARI
Halldór er traustur - og traustir merm
eru ævinlega góðir í samstarfi. Ég held
að flestir geti verið mér sammála um að
hann sé fremur hægur maður. Það verð-
ur örugglega seint sagt um Halldór að
hann sé einhver poppari.
- Guðlaugur Þór Þórðarson
þess að fyrir síðustu kosningar var Halldór frekar stór-
yrtur um þá deilu og taldi lítið og auðvelt mál að bjarga
málunum með „vinum okkar Norðmönnum”. Síðan hef-
ur hann sjálfur dregið í land með það. Einkunn: Eg gef
honum þrjár og hálfa stjörnu, ekki síst vegna þess hve
góður hann er í samstarfi. Þeir Davíð ná vel saman. Það
er forsenda þess að stjórnin nær árangri.”
FRIÐRIK SOPHUSSON ★★★
Árni Gunnarsson um Friðrik Sophusson íjármálaráð-
herra og varaformann Sjálfstæðisflokksins: „Kostir
hans eru þeir að hann kemur vel fyrir og hann er skipu-
lagður. Hann hefur lengi látið til sín taka innan flokksins
og til gamans má geta þess, fyrst hann er fjármálaráð-
herra, að fyrir mörgum árum stóð hann fyrir slagorðinu:
Báknið burt. Friðrik hefur ferskan blæ yfir sér og er
góður í mannlegum samskiptum. Hann hefur hins veg-
ar verið í afar erfiðu hlutverki sem varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins - þar hefur hann verið miklu meira í
hlutverki sáttasemjara en fólk gerir
sér almennt grein fyrir. Fyrir
minn smekk er hann full-
mikið til hægri í
stjórnmálum - full-
mikill boðberi
frjálshyggjunnar.
Helsta afrek
Friðriks sem flár-
málaráðherra í
þessari ríkisstjórn
- sem og þeirri
fyrri - er hið nýja
verklag sem hann
hefur innleitt í fjár-
lagagerðina. Hann
Friðrik Sophusson fjármálaráð- setur öðrum ráðu-
herra. „Skipulagður en velur sér neytum fyrir í sparn-
of marga já-menn.” aði Og notar til þess
svonefnd rammafjáriög. Hann segir sem svo: „Til að ná
þessu markmiði verðið þið að spara svo og svo mikið.”
Með þessu hefur honum tekist að fá samráðherra sína
til að axla mun meiri ábyrgð á sparnaðinum við gerð
fjárlaga en áður hefur þekkst. Helsti galli Friðriks er hve
gjarn hann er á að taka hluti nærri sér - hann persónu-
gerir nokkuð starf sitt sem íjármálaráðherra. Þá finnst
mér galli hvað hann hefur einsleita hjörð ráðgjafa í
kringum sig. Hann velur sér ekki samstarfsfólk með
nægilega pólitíska breidd - það eru of margir já-menn í
kringum hann.
FERSKUR
Friðrik hefur ferskan blæ yfir sér og er
góður í mannlegum samskiptum. Hon-
um hefur tekist að fá samráðherra sína
til að axla mun meiri ábyrgð á sparnað-
inum við gerð fjárlaga en áður hefur
þekkst.
- Árni Gunnarsson
Sem varaformaður í Sjálfstæðisflokknum hefur hann
staðið sig vel - ekki síst vegna þess að það er erfitt að
vera númer tvö í þeim flokki, svo aðsópsmikill sem Dav-
íð er. Stundum hefur sá orðrómur komist á kreik að
Friðrik sé á leið út úr ríkisstjórninni. Eg tel að svo verði
ekki. Það munu örugglega einhverjir aðrir ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins fara út úr stjórninni á undan hon-
um. Einkunn: Eg gef Friðrik þijár stjörnur.”
GUÐMUNDUR BJARNASON ★★
Guðlaugur Þór um Guðmund Bjarnason, landbúnað-
ar- og umhverfisráðherra, og varaformann Framsóknar-
flokksins: „Guðmundur er afar geðþekkur maður - og
það er hans helsti sfyrkur. Það er örugglega sárafáum
ÓGÖNGUR
Þrátt fyrir alúðlega framkomu, sem fleyt-
ir mörgum ansi langt, finnst mér eins og
að Guðmundur hafi lent í hálfgerðum
ógöngum í of mörgum málum - og sem
hafa ekki gefið neitt tilefni til vandræða-
gangs.
- Guðlaugur Þór Þórðarson
illa við hann. Almennt hefur hann verið sæmilega far-
sæll sem þingmaður og ráðherra. Á móti kemur að
hann virkar ekki mjög kraftmikill og það er hans helsti
25