Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 40
Við Tjörnina er fiskveitíngahús. Sjálfar veitingastofurnar minna á reykvískt yfirstéttarheimili á fyrstu árum aldarinnar. Helstu gagnrýnisraddir um staðinn eru þær að sjálfúr Rúnar Marvinsson sé of oft fjarstaddur. RÚNAR MATREIDIR Sigmar B. Hauksson lítur ad þessu sinni inn á veitingastaóinn Við Tjörnina. □ egar erlenda viðskiptavini ber að garði tíðkast að bjóða þeim út í mat. Líklega sækjast flest- ir eftir að bjóða gestum sínum góðan mat, eða mat með íslenskum sérein- kennum og/eða fallegu útsýni. Ef menn eru á höttunum eftir góðum fiskréttum og frumlegum þá er veit- ingahúsið „Við Tjörnina” rétti staður- inn. Þar ræður ríkjum, sem kunnugt er, Rúnar Marvinsson. Þetta vita íslensk- ir athafnamenn býsna vel, því þeir eru tíðir gestir á þessu skemmtilega veit- ingahúsi í hjarta Reykjavíkur, einkum þeir sem eru starfandi innan sjávarút- vegsgeirans. Rúnar Marvinsson hefur algjöra sérstöðu á meðal íslenskra mat- SigmarB. Hauksson skrifar reglulega um tslensk veitingahús í Frjálsa verslun. reiðslumanna. Hann er hugmyndarík- ur frumkvöðull, frumlegur og djarfur. Rúnar hefur ekki hlotið hina hefð- bundnu menntun matreiðslumanna. Hann fór lengri leiðina. Hann hefur verið sjókokkur og unnið á mörgum veitingahúsum. Mín skoðun er sú að það hefði ekki skipt neinu máli þótt Rúnar hefði farið í Hótel- og veitinga- skólann, hann hefði haldið sínu striki. Matreiðsla Rúnars einkennist af dirfsku og hann hefur óvenju næmt bragðskin. Rúnar byggir upp rétti sína eins og tónskáld. Til þess að verkið 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.