Frjáls verslun - 01.05.1997, Qupperneq 45
Markaðurinn skiptist þannig milli
ATVR og veitingahúsanna að á síðasta
ári voru alls seldar 8,9 milljónir lítra, og
þar af rétt rúmlega 2,1 milljón lítra á veit-
ingastöðum - eða um 23%.
HVERÁ HVAÐ?
Sú breyting varð á markaðnum fyrir
skömmu að eignarhaldsfélag Vífilfells,
Háahlíð ehf., keypti 80% í bruggverk-
smiðju Víking á Akureyri. Vífilfell,
blandar sér þess vegna núna af meiri
krafti í baráttuna um bjórinn en nokkru
sinni fyrr.
Víking keypti síðan verksmiðju Sólar
hf. í Þverholti í Reykjavík en það kemur
lítið við umfjöllunarefni þessarar greinar
sem er bjórmarkaðurinn og hvernig
hann breytist.
EGILLFÆR AUKNA PRESSU
Fram til þess tíma að Víking verk-
smiðjan skipti um eigendur var Ölgerð-
in Egill Skallagrímsson ótvírætt stærst á
bjórmarkaði og hafði skýra forystu.
Fyrirtækið hafði á árinu 1996 32.6% hlut-
deild af markaðnum og seldi samtals
rúmlega 2.907 þúsund lítra. Næst á eftir
Agli kom svo Víking með 24.4% hlut. Víf-
ilfell hafði litla markaðshlutdeild fyrir
kaupin á Víking eða 5.6%. Eftír kaupin
yfirtekur Víking fi'amleiðslu og sölu á
þeim bjór sem Vífilfell hafði áður og
verður því væntanlega með 30% mark-
aðshlutdeild. Þannig heldur Egils áfram
gríðarlega sterkri stöðu á markaðnum
með stærsta heildarhlutdeild einstakra
fyrirtækja og einnig með mest selda
bjórinn. Það, að helstí keppinauturinn
stækkar svo snögglega og nær næstum
því sömu stærð, hlýtur að þó að auka
samkeppnina.
Þessi tvö fyrirtæki, Egils og Víking,
eða Vífilfell verða því samtals með meira
en 2/3 af markaðnum. Þetta er athyglis-
vert í ljósi þess að fyrir eru þessi tvö fyr-
irtæki í gallharðri samkeppni í gos-
drykkjaframleiðslu. Með kaupum Vík-
Samanburður á sölu 15
vinsælustu bjórtegunda
fyrstu 4 mánuðina 1996 og 1997 í
þúsundum lítra.
Tegund 1996 1997
Egils Gull 467.233 409.512
Tuborg Grön 303.278 366.022
Viking 267.861 309.498
Becks 189.597 200.888
Heineken 154.494 162.049
Holsten 153.727 144.966
Thule 157.623 117.111
Löwenbrau 89.121 90.569
Prins Kristian 75.983 80.647
Grolsch 13.283 76.216
Budweiser 87.889 73.616
DAB 36.483 54.185
lce bjór 67.604 37.786
Carlsberg 8.494 22.059
Warsteiner 23.470 13.106
ing á Sól er Vífilfell í raun að bæta veru-
lega markaðsstöðu sína á þeim markaði
vegna þess að með í kaupunum fylgir
gosdrykkjaverksmiðja Sólar sem hefur
séð um framleiðslu og átöppun á gosi
fyrir stóra viðskiptavini eins og Hag-
kaups-Cola og Bónus Cola.
Þeir sem þekkja tíl á markaðnum
telja að í kjölfarið fylgi ótvírætt aukin
samkeppni og harðari milli þessara
tveggja stærstu aðila.
Alls eru sjö framleiðendur og
heildsalar með fleiri en eina tegund af
bjór á markaðnum. Egill er með Egils
Gull, Tuborg, Dökkan, Sterkan og Sér-
bjór og flytur inn Carlsberg, Guinness
og Kilkenny. Víking var með Víking,
Thule, Löwenbrau, Ice og Sérbjór en nú
bætast við hinn ástralski Foster og hinn
sænski Pripps sem Vífilfell var með.
Ætlun Háuhliðarmanna er að auka
hagkvæmni reksturs Víkings með því
að sá bjór, sem áður var fluttur inn af
Vífilfelli og dreift, flytjist norður til Akur-
eyrar og verði báðar tegundirnar brugg-
aðar þar, Pripps og Fosters.
Þetta staðfesti Baldvin Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Viking, og taldi
einnig líklega einhveija endurskoðun á
vöruvalinu en ekki yrði samt fækkað
tegundum í sölu. Hann sagði að Löwen-
brau gerði ekki athugasemdir við þessa
ráðstöfun þar sem ekki væri um annan
þýskan bjór að ræða.
„Það verða einhveijar breytingar en
við munum að sjálfsögðu halda okkar
markaðshlutdeild," sagði Baldvin.
„Mér finnst markaðurinn vera
óþroskaður og þar er einhvers konar
tómarúm ríkjandi. Um þessar mundir
virðist sala á bjór dreifast á stöðugt fleiri
vörumerki eftír því sem úrvalið eykst,“
sagði Baldvin. „Islensk fyrirtæki vilja
gjarnan fá að keppa á jafnréttisgrund-
velli við innflutning því ég er viss að við
myndum þar hafa betur.“
En hvernig bregst stærsti keppinaut-
urinn við?
„Ölgerðin hefur um langt skeið verið
stærst á þessum markaði og við munum
að sjálfsögðu stefiia að því að halda því.
Þessar breytingar þýða skarpari skil á
markaðnum og mér sýnist að stærri og
hagkvæmari einingar ættu að geta orðið
okkur til góðs í samkeppni við innflutn-
inginn," sagði Jón Snorri Snorrason
framkvæmdastjóri Egils um stækkun
Víking og áhrifin á markaðinn.
FLEIRITEGUNDIR 0G DREIFÐARI
NEYSLA
Lengi framan af var bjórmarkaðurinn
í nokkuð föstum skorðum en á því varð
í rauninni mikil breyting í lok ársins
1995 þegar einkaleyfi ÁTVR til heildsölu
á bjór og áfengi var afnumið. Það hafði
þá breytingu í för með sér að langflest ef
ekki öll veitingahús hættu að kaupa bjór
á kútum af ÁTVR og fóru að kaupa hann
beint frá framleiðanda eða heildsala. Við
þetta dróst bjórsala í ÁTVR saman um
tæp 12%, strax fyrsta árið en hefur ekki
minnkað síðan en alls virðist hlutur veit-
ingastaða í bjórsölu vera í kringum 23%.
SLEGIST UM KRÁRNAR
Framleiðendur og innflytjendur bjórs slást af hörku um krárnar og „kaupa sér einka-
leyfi” á þeim með ströngum og bindandi samningum sem ganga undir heitinu „lykla-
gjöld”. Þeir taka oft verulegan þátt í að koma krám á laggirnar með því að leggja til bar-
borð, stóla, kælikistur, innréttingar, ódýr glös, glasamottur, krana og kúta - og viðhald
og þjónustu á þeim - jafnvel eru húsaleiga og auglýsingar greiddar. Það er augljóst að
það er ekki bara slegist á krám - heldur ekkert síður um þær.
45