Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 55

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 55
árum. Það er ótrúlegur ár- angur. Öfugt við mörg fyrirtæki á þessu sviði er Amgen ekki með of mörg lyf á markaðnum; eða að- eins tvö. Bæði lyfin gefa hins vegar afar vel af sér. Annað er gegn nýrnasjúk- dómum en hitt vinnur gegn hliðaráhrifum krabbameinslyfja. Richard Teerlink, forstjóri Harley-Davidson, skilgreindi íyrirtækið upp á n\tt: „Ilarley- Davidson selur frelsi en ekki bifhjól.” GORDON BINDER HJA AMGEN Forstjóri Amgen, Gor- don Binder, segir að flest lytja- og liffræðifyrirtæki „hlusti á raddir makaðar- ins” á þann hátt að þau horfi fyrst á sjúkdóma og reyni síðan að framleiða lyf gegn þeim. Boðleiðin sé því frá sjúkdómum til vísinda. Amgen líti hins vegar öðru vísi á málið; eða frá vísindum til sjúkdóma. Fyrirtækið kaupi sér aðgang að bestu vísindamönnunum og búa þeim góða að- stöðu. Víða séu snjallir vísindamenn að gera alls kyns til- raunir á sviði lyíja- og líffræði og með þeirn sé fylgst gaum- gæfilega. A síðasta ári uppgötvaði til dæmis prófessor við Rokefeller University nýtt efni, sem Amgen hefur tryggt sér einkaleyfi á, efni sem er líklegt til að koma að gagni í baráttunni gegn offitu. Þar verður um stóran markað að ræða. HARLEY-DAVIDSON Biflijólafyrirtækið Harley-Davidson er löngu heimsþekkt fýrir sín öflugu hjól. En góð og þekkt vara dugði samt ekki fyllilega til að selja hjólin. A árinu 1989 tók núverandi for- stjóri, Richard Teerlink, við starfi forstjóra Harley-Davidson. Hann hófst handa við að fá starfsmenn til að vinna að nýrri stefnumörkun. Hann sagði að breyta þyrfti um áherslur til að auka söluna á hjólunum, fara þyrfti nýjar leiðir í sölunni - og skilgreina fyrirtækið upp á nýtt. Það var gert. Eftir þrotlausa vinnu var komin ný stefna. Og viti menn: Hún byggðist á því að selja frelsi en ekki biíhjól. Þetta hefur fallið í góðan jarð- veg. Byggt er á þeirri hugsun að það tákni frelsi að aka um á bifhjóli. Þessi imynd er sérstaklega sterk í Bandaríkjunum. Að þjóta um á Harley-Davidson er núna annað og meira en vélfákur og ferðalög. En það kom meira til. Akveðið var að auka vöruvalið og leggja áherslu á klæðnað og ýmsar hliðarvörur. Núna stend- ur Harley-Davidson merkið líka íyrir leðuijakka og rakspíra, svo dæmi sé tekið. „Við þurftum einfaldlega að gefa fleira fólki kost á að kaupa og nota þetta þekkta merki okkar,” seg- ir Richard Teerlink forstjóri. „Þetta snýst allt um hollystu við merkið.” Eigendur Harley-Davidson biflijóla koma úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Þeir eru allt frá forstjórum til bygginga- verkamanna. Þrátt fýrir að þeir væru óvenjulega ólíkir lagði Teeriink ofuráherslu á að fyrirtækið væri í tíðu sambandi við þá. Hann ákvað því að stofna sérstaka Harley-Davidson klúbba en í þeim eru aðeins eigendur Harley-Davidson bif- hjóla. Virkir félagsmenn í þessum klúbbum eru núna yfir 360 þúsund talsins. Og félagslífið er öflugt! Haldnir eru fundir og efnt er til ýmissa viðburða. Þeirri ímynd er stöðugt haldið á lofti - og hefur verið komið rækilega í gegn - að það að eiga Harley-Davidson bifhjól sé lífsstíll; tákn um frelsi. Teerlink forstjóri og meðstjórnendur hans fara á eins marga fundi í Harley-Davidson klúbbum og þeir mögulega geta. Þeir ræða við félagsmenn, hlusta á þá og þiggja góð þeir ráð hjá þeim. Þetta skilar allt árangri. Klúbbarnir tryggja meiri hollystu við þetta þekkta vörumerki. Það, sem skiptir þó öllu máli fyrir Harley Davidson, er að sala fyrirtækisins hefur aukist um 22% á ári að jafnaði á síð- ustu tíu árum en á sama tíma hefur árleg ávöxtun til hluthafa hins vegar verið talsvert meiri; eða rúm 43% á ári. Það er vel gert! 33 Besta ávöxtun hluthafa Heiti Ávöxtun á ári Árl. aukn. sölu Starfsgrein 1. Amgen 68% 108% Líf- og lyfjafræði. 2. Oracle 54% 60% Gagnagrunnar. 3. Worldcom 53% 51% Símafyrirtæki. 4. Mlcrosoft 51% 47% Hugbúnaður. 5. Conseco 47% 56% Tryggingar. 6. Nike 47% 21% íþróttavörur. 7. Champlon Enterpr. 47% 50% Einingahús. 8. Intel 44% 33% Örgjörvar í tölvur. 9. Harley-Davidson 43% 22% Bifhjól. 10. Micron Technology 42% 65% Örgjörvar í tölvur. 11. Pacificare Health Syst. 43% 0% Heilsuþjónusta. 12. Applied Materials 41% 42% Vélar og verkfæri. 13. Home Depot 40% 36% Keðja megabúða. (töivuieikir). 14. Compaq Computer 37% 3% Einkatölvur. 15. United Healtcare 36% 52% Heilsuþjónusta. 16. Sunamerica 35% 61% Heilsu- og líftryggingar. 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.