Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 56

Frjáls verslun - 01.05.1997, Síða 56
hann til náms erlendis og lærði fiskeldi, fyrst í Dan- mörku í fimm ár og síðan í eitt ár í Bandaríkjunum, nán- ar tiltekið í Idaho. Þegar heim kom hóf hann störf hjá Laxalóni og heimili hans og vinnustaður hafa því alla tíð verið einn og sami staðurinn. Olafur var á sínum tíma frumkvöðull að rekstrinum í Hvammsvík í Hvalfirði og má segja að við Reynisvatn sé hann að hrinda í framkvæmd svipuðum hugmyndum. Ólafur Skúlason fiskeldisíræðingur hefur byggt upp fjölskylduparadís við Reynisvatn. í sumar er heitið verðlaunum fyrir fisk nr. 50 þúsund. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Gamall golfmeistari Olafur fór ungur að sýsla við golf og skilgreinir það OLAFUR SKULASON, LAXALONI ugmyndir okkar um rekstur Reynisvatns eru íyrst og fremst þær að þar geti fjölskyldan unað sér við veiði, siglingar og útreiðar og notið samvist- anna og náttúrunnar," sagði Olafur Skúlason, fram- kvæmdastjóri Laxins hf., í samtali við Frjálsa verslun. Laxinn hf. rekur fiskeldi á Laxalóni og er með Reynis- vatn á leigu. A Laxalóni eru alin 40 tonn af regnbogasil- ungi árlega og er um það bil helmingnum sleppt í Reynis- vatn og almenningi síðan seld veiðileyfi en hinn helm- ingurinn er reyktur og seldur í verslunum í samstarfi við Utey við Apavatn. Reynisvatn er lítið stöðu- vatn rétt ofan við Reykjavík og í eigu Reykjavíkurborgar. Aðsókn að vatninu og þeirri aðstöðu, sem þar er boðið upp á, hefur aukist jalht og þétt. Þar er t.d. hestaleiga, litl- ir bátar, góð hreinlætisað- staða fyrir fatlaða jafnt sem ófatlaða og síðast en ekki síst náttúrufegurð og kyrrð sem TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON er borgarbarninu nauðsyn- leg. Allt stuðlar þetta að aukn- um vinsældum Reynisvatns. Að sögn Olafs var þetta í fyrstu rekið sem tilraun til eins árs í senn og hófst 1990. Samstarfið við borgina hefur verið mjög gott, að hans sögn, og borgarráð sam- þykkti nýlega að gera samn- ing til lengri tíma og er það nokkurs konar staðfesting þess að starfsemin við Reyn- isvatn sé komin til að vera. „Kvótakerfið okkar hefur líka verið vinsælt," sagði Ólafur. „Það byggist á því að fyrir eitt veiðileyfi færðu fimm fiska. Ef þér tekst ekki að veiða þessa fimm fiska þann dag þá áttu þá inni. Þetta er sem sagt fimm fiska kvóti í vatninu og þú getur veitt þá þegar þér hentar og veðrið er gott. Öll íjölskyldan getur veitt út á eitt leyfi og þetta hefur notið mikilla vin- sælda." Fiskur nr. 50 þúsund Á síðasta ári veiddust 14. 365 fiskar í Reynisvatni sam- kvæmt bókhaldinu og hafði fiskaijöldinn aukist úr 2.388 fiskum árið 1993 sem segir sína sögu um vinsældirnar. Dorgveiði niður um ís á vetr- um nýtur einnig vaxandi vin- sælda og veiddust 1.721 fisk- ur með þeim hætti síðasta vetur. Heildarfjöldi veiddra fiska í vatninu síðan þessi háttur var tekinn upp nálgast óðum 50 þúsund og á þessu ári verða veitt vegleg verð- laun þeim veiðimanni sem landar fiski nr. 50.000. Ekki má svo gleyma því að til að auka á spennu veiði- mannanna er alltaf sleppt nokkrum löxum í Reynisvatn sem koma veiðimönnum þægilega á óvart. Ólafur er fiskeldismaður af lífi og sál. Hann er alinn upp á Laxalóni við Vestur- landsveg þar sem faðir hans, Skúli Pálsson, hóf eldi á regnbogasilungi árið 1950. Margir þekkja sögu Skúla og baráttu hans við yfirvöld um fiskirækt. Ólafur fæddist 1952 og eft- ir hefðbundið skyldunám fór sem sitt helsta áhugamál. í dag gefst lítill tími til að sveifla kylfunum en sú var tíð- in að það var hans líf og yndi. Ólafur var harður golfleikari og var lengi í unglingalands- liðinu í þessari nákvæmnisí- þrótt og hafði 4 í forgjöf þegar hann hættí að spila. „Golfið heillar mig alltaf en það er opið til miðnættís í Reynisvatni og stundum fer hann að taka þegar sólin sígur og þá vill maður ekki reka mikið á eftir veiði- mönnum þótt tíminn drag- ist á langinn.“ Ólafur hefur gaman af því að veiða þó að hann geri lítið af því en lætur sér nægja að meðhöndla fisk í eldisstöð- inni. Hann segir að starfið haldi sér í góðri þjálfun. „Það er fínt sport að háfa fisk, 40 tonn tvisvar á ári og það er mín íþróttaiðkun í dag.“ Ólafur er kvæntur Hildi Haraldsdóttur, bókara hjá Laxi hf. og Griffli, og þau eiga saman tvö börn, 8 ára dreng og 15 ára stúlku. 33 mmwmmmets rmmmsmmi. 56

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.