Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN NÝIR „KOMMISARAR” Tveir menn verða mjög í sviðsljósinu í fjármálaheiminum á næsta ári; þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestínga- banka Islands, og Páll Kr. Pálsson, forstjóri Nýsköpunarsjóðs. Þótt þeir séu líflegir og öflugir keppnismenn í viðskiptum verður afar erfitt íyrir þá að ná fram góðri arð- semi í rekstri þessara nýju ríkisfyrirtækja sem taka formlega tíl starfa nú um áramótín. Bjarna og Páls bíður erfitt verk - þótt stjórnmálamenn lítí raunar allt öðrum augum á hugtakið arð- semi en íjárfestar á hlutabréfamarkaði. Það sorglega við tílkomu Fjárfestíngabanka Islands og Nýsköpunarsjóðs er að ríkið ryðst fram af enn meiri kraftí á fjármálamarkaðnum. Nú þurfa talsmenn einkaframtaksins á Alþingi að sýna í verki að þeir vilji minnka hlut ríkisins á fjármálamarkaðnum; selja banka og gera cinkaframtakinu hærra undir hölði. Það er ótrúlegt að það skuli aðeins vera einn einkabanki á Islandi. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefúr að visu heimild tíl að selja 49% í nýja Fjárfestingabankanum. En takið eftir því að Finnur ætíar ekki að láta þá sölu ganga í gegnum einkavæð- ingarnefiid - láta bjóða hlutínn út Það vekur tortryggni. Verð- ur nýjum eigendum „pólitískt” stýrt inn í Fjárfestingabank- ann? Almennt gera fyrirtæld og fjármálastofnanir á hlutabréfa- markaði kröfú um 15% arðsemi eigin fjár. Hvorki Fjárfestínga- bankinn né Nýsköpunarsjóður munu ná þeirri arðsemi. Iit- um á dæmið hjá Fjárfestingabankanum. Efnahagsreikningur hans nemur rúmum 53 milljörðum króna og eigið fé um 8 milljörðum. Miðað við 15% arðsemi þarf bankinn að skila 1.200 milljóna króna hagnaði á ári!!! Utílokað. Hann nær varla þeirri upphæð í tekjum. Þetta eru rökin: Vaxtamunurinn - álagning á lán - í flármálafyrirtækjum er núna í kringum 1% og gefur því 530 milljóna króna tekjur miðað við 53 milljarða útlán. En þá á eftir að draga rekstrarkostnað frá - kannski upp á 300 milljónir. Eftir stendur því hagnaður upp á um 230 milljónir en ekki 1.200 milljónir! Þetta er ástæðan fyrir því að Bjarni Armannsson og félag- ar í Fjárfestingabankanum keppast við að víkka út starfsem- ina - og vera annað og meira en heildsölubanld. Þá bráðvantar þjónustutekjur. Bankinn hyggst því bjóða heildarþjónustu við fyrirtæki, eins og gjaldeyrisstýringu og verðbréfaviðskipti, þannig að fyrirtæki þurfi ekki að snúa sér annað. Og bankinn ætlar að velja sér góð fyrirtæki - bestu fyrirtæki landsins! Svo skemmtilegur, líflegur og harður er Bjarni að bankastjórar og spari- sjóðsstjórar eru ókyrrir. Vissulega verða þeir ekki bara áhorfendur, þeir munu mæta Bjarna og félögum af hörku. Nýsköpunarsjóður býður áhættufjármagn og hefur 6 milljarða tíl ráðstöfunar í upphafi. 15% krafa um arðsemi eigin fjár krefst 900 milljóna hagnaðar á ári!!! Það verður útílokað að ná því marki. Þótt Páll Kr. Páls- son segi annað þá verða vandræði Nýsköpunarsjóðs að finna verkefni því að Islendingar hafa enga þolinmæði til að taka þátt í áhættusömum nýjungum sem þurfa nokkrar umferðir í íjármögnun áður en dæmið skilar árangri - en þá verður hlut- ur margra hluthafa orðinn ansi útvatnaður. Hættan er því sú að Nýsköpunarsjóður - nota bene; ríkið - blandi sér inn í „venjulegan atvinnurekstur” fyrr en varir, líkt og hentí Þróun- arfélagið. Þar með verður sjóðurinn orðinn að eins konar „gjafasjóði” eða „atkvæðaveiðasjóði”. Bæði Fjárfestíngabanki Islands og Nýsköpunarsjóður eru i eigu ríkisins. Þeir eru því nýir fulltrúar ríkisins á fjármála- markaði. Það er það dapurlega. Vonandi verða þessir sjóðir einkavæddir sem fyrst þannig að hinir frisku menn sem stýra þeim verði ekki „kommisarar” of lengi. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafi'k hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.