Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 8

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 8
Fjóla Jónsdóttír við afgreiðslu í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli og Inga Ósk Ólafsdóttír í öðrum afgreiðslubás bílaleigunnar þar. FV-myndir: Geir Ólafsson. enn gera sér nú æ betur Ijóst að bæði er ódýrt og þægilegt að taka bíl á leigu til að sinna ákveðnum erindum í skamm- an tíma því bílaleigubílar eru ekki einungis hugsaðir sem fararskjótar í langar ferðir sem standa í marga daga eða jafnvel vik- ur. Flugleiðir Hertz bílaleigan býður viðskiptavinum ódýran og um leið þægilegan kost vilji menn taka bíl á leigu í dagstund eða í einn eða fleiri sólarhringa. Taka má bíl í Reykjavík og aka til þeirra staða úti á landi þar sem bílaleigan hefur aðsetur og skilja hann þar eftir, aka milli staða úti á landi eða fljúga út á land og aka svo aftur til Reykja- víkur í bílaleigubíl. Síðast en ekki síst er auðvitað hægt að taka bíl á leigu ef sú staða kemur upp í fyrirtækinu eða á heimilinu að þörf er á aukabíll (eina dagstund eða svo. Flugleiðir Hertz bílaleigan hefur aðalbækistöðvar á Flugvallarvegi við Öskjuhlíð ( Reykjavík. Þá eru afgreiðslur á Reykjavíkurflugvelli, á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og ( Vestmannaeyjum, að ógleymdri afgreiðslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli. Sú afgreiðsla nýtist jafnt útlendingum, sem koma til landsins, og íslendingum sem vilja taka bíl við heimkomuna til Keflavíkur eða skila þar bíl sem þeir hafa haft á leigu fyrir brottför. Á öllum þessum stöðum er hægt að taka bílaleigubíla og skila þeim að notkun lokinni. Mjög algengt er að fyrirtæki þurfi að senda starfsmenn, til dæm- is sölumenn eða viðgerðarmenn, út á land ( ákveðin verkefni í skamman tíma. Þá getur komið sér vel að fljúga til einhverra áður- nefndra staða, taka þar bílaleigubíl og aka á honum eftir þörfum en skila honum síðan aftur og fljúga heim á leið eða, ef hentar betur, aka á honum heim aftur. Með þessu móti verður fjarvera starfsmanns frá vinnustað styttri þannig að bæði sparast tími og peningar. Úr aðalstöðvum Flugleiða Hertz við Öskjuhlíð. Margrét Líndal er við símann en Haraldur Elfarsson aíhendir Pétri Sigurðssyni lykla að bílaleigubíl. ÞÆGILEGASTA LEIÐIN UTAVOLL Það er líka þægilegt, og reyndar að sama skapi ódýrt, að leigja bíl og aka til Keflavíkur séu menn á leið til útlanda. Bílinn mætti þá taka daginn fyrir brottför, nota hann til hvers kyns snúninga, sem fylgja undirbúningi ferðarinnar, og aka svo til Keflavíkur í tæka tíð fyrir brottför flugs. f flugstöðinni er bílnum skilað og ferðalangurinn flýgur áhyggjulaus út í heim. Með þessu móti er í fyrsta lagi komið í veg fyr- ir að bíll fjölskyldunnar sé upptekinn daglangt vegna ferðaundirbún- ings og í öðru lagi getur hann verið í fullri notkun á meðan á ferðinni stendur í stað þess að láta hann standa og bíða í Keflavík. Þegar kom- ið er til baka er hægt að setjast aftur upp í bílaleigubíl, aka til Reykja- víkur og skila honum næsta dag eftir að gengið hefur verið frá helstu málum í tengslum við heimkomuna. Ótrúleg og ódýr þægindi sem menn ættu að huga að næst þegar þeir bregða sér til útlanda og velja með þessu móti þægilegustu leiðina út á völl. Bílaleigubíll er einnig góður kostur ef gesti ber að garði, sem lang- ar til að skoða sig um, en fjölskyldu- eða fyrirtækisbíllinn er upptek- inn við annað. Sama gildir ef upp kemur sú staða að þörf er á auka- bíl í eina dagstund. Að sjálfsögðu tekur Flugleiðir Hertz bílaleiga að BÍLALEIGUBÍLL ER ÓDÝR 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.