Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 13
FRÉTTIR
Hjalti Sölvason, framkvæmda-
stjóri ráðgjafarsviðs Nýherja:
UPPLÝSINGAR í
TAKT VIÐ TÍMANN
ið skilgreinum okkar starf fyrst og
fremst frá sjónarhóli viðskiptavinar-
ins og okkar markmið er að veita
faglega ráðgjöf á sviði upplýsingatækni sem
gengur þvert á öll svið Nýheija," segir Hjalti
Sölvason, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs
Nýherja.
Ráðgjafarsviðið var sett á samkvæmt nýju
skipuriti sem tók gildi í apríl á þessu ári og
hlutverk hennar er að sinna ráðgjöf í upplýs-
ingatækni fyrirtækja. I ráðgjafardeild eru
þarfir viðskiptavinar metnar og lausnir settar
fram sem byggja á reynslu ailra sérfræðinga
Nýherja og samstarfsaðila fyrirtækisins hér-
lendis og erlendis. Viðskiptavinir ráðgjafar-
innar eru meðal stærstu fyrirtækja landsins
og gera miklar kröfur til skilvirkrar upplýs-
ingatækni.
Meðal fyrirtækja, sem ráðgjafardeildin
hefur leyst stór verkefni fyrir, eru Póstur og
sími og Varnarliðið en einnig hafa komið til
kasta deildarinnar Qölmörg verkefni hjá
smærri fyrirtækjum.
„Stofnun deildarinnar er ákveðið nýmæli
meðal tölvufyrirtækja á Islandi en að vissu
leyti gert að erlendri fyrirmynd þar sem við
höfum orðið varir við að ráðgjöf á sviði upp-
lýsingatækni er vaxandi þáttur í starfsemi
tölvufyrirtækja þar. Við teljum að við höfum
fengið góða svörun við þessari þjónustu og
þannig staðfest þörfina fyrir hana á markaðn-
um.
Eftir því sem framboð margvíslegra
lausna á sviði tölvutækni eykst þá eykst jafn-
framt þörf viðskiptavinarins til þess að geta
áttað sig á þeim valkostum sem henta best
fyrir hans þarfir og hans stefnumótun."
SÉRFRÆÐINGAR í UPPLÝSINGATÆKNI
I sumum tilvikum nær ráðgjöfin til allrar
starfsemi viðkomandi fyrirtækis og tengist
þá oft öðrum skipulagsbreytingum eða end-
urskoðun á stefnumótun. Hjalti leggur
áherslu á að ráðgjöfin vinni með fyrirtækjum
í heild þannig að þarfir allra starfsmanna og
Hjalti Sölvason stýrir ráðgjafarsviði Ný-
herja sem sérhæfir sig í ráðgjöf um upp-
lýsingatækni.
FV-mynd: Geir Olafsson.
deilda séu skilgreindar og metnar í heild og
tillit tekið til þeirra sérþarfa sem kunna að
vera fyrir hendi. Þannig verði endanleg
skýrsla ekki einungis ráðgjöf um tölvukaup
eða hagkvæmustu lausnirnar á þvi sviði held-
ur geti hún jafhframt verið stefnumótun og
nánari skilgreining á því hvert viðkomandi
fyrirtæki stefnir eða vill stefna með sína upp-
lýsingatækni.
,Auðvitað eru mjög mörg fyrirtæki sem
hafa mjög skýran fókus og stefnu og hafa
skilgreint sjálf sig og sína markhópa mjög
vandlega. En örar breytingar í heimi tækni-
framfara kalla oft á endursldpulagningu og
aðlögun og þar komum við til sögunnar
ásamt öðrum sérffæðingum, ýmist héðan frá
Nýheija eða frá öðrum ráðgjafarfyrirtækjum
sem starfa á öðrum sviðum.“
I öðrum tilvikum er ráðgjafarsviðið kallað
til þegar fyrirtæki vilja láta meta búnað sinn
og fá ráðgjöf um endurnýjun eða viðbætur.
Nýheiji er gamalgróið fyrirtæki í tölvu-
þjónustu á Islandi sem hefur verið að ganga í
gegnum breytingar með nýjum mönnum og
nýjurn áherslum. Það hefur lengst af verið
þekktast fyrir sölu og þjónustu á IBM tölv-
um.
„Hér starfa milli 150-160 manns og þetta
er fyrirtæki sem býr yfir gríðarlega mikilli
þekkingu á tölvum og tölvutækni. Við höfum
alltaf veitt ráðgjöf en með þessu kemst hún í
skipulegri farveg. Það má segja að með
stofnun ráðgjafarsviðsins sé verið að nýta
þessa fjölbreyttu þekkingu og gera hana að-
gengilega viðskiptavininum á einum stað.“ 11]
#
/=7£_/Vl£3IF'
Á frábæru verði
Ræstivagnar
stóirir
þar á milli
Einfalt oggott
moppukerfi
Filmop ræstivagnamir eru léttir og
þægilegir og sérstaklega hannaðir
til að draga úr atvinnusjúkdómum
sem fylgja ræstingum.
BUNDRAVINNUSTOFAN
Hamrahlíð 17
SíMl
525 00 25
13