Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 21
Jóha n
mÍlU 1 SÍnUm Ec°nline sendibí,
maður vera orðinn of gam-
all til þess að gera nokkuð
af viti og ég held að eng-
inn þori að ráða sem und-
irmann þann sem hefur
verið yfirmaður jafn lengi
og ég. Eg var í hálfu
starfi hjá Kaupmanna-
samtökunum þetta ár og
einbeitti mér að því
verkefni að koma á sölu
burðarplastpoka.
Hugmyndin um
Bónus blundaði í hug-
skotinu. Eg hafði starf-
að í verslun í 25 ár, farið víða um erlendis og séð
starfsemi annarra verslana og tekið virkan þátt í samtökum kaup-
manna í nágrannalöndunum,“ segir Jóhannes og bendir á gull-
merki frá öllum kaupmannasamtökunum á Norðurlöndunum,
nema Islandi.
FÉKK LÁNAÐ HJÁ MÖMMU
Þeir feðgar létu síðan til skarar skiíða vorið 1989. Þeir höiðu
eina milljón milli handa til þess að byrja með, Jón Asgeir fékk lán-
að veð hjá Ola frænda sínum í Olís en Jóhannes fékk lánað fé hjá
móður sinni.
„Við vissum í raun ekki hvernig viðtökurnar yrðu. A þessum
tíma var Hagkaup nýflutt inn í Kringlu svo við sáum að plássið var
til á markaðnum og ein stærsta tækninýjung þess tíma, strika-
merkin, var að ryðja sér til rúms. Við ætluðum að koma upp lág-
verðsmarkaði sem við gætum báðir lifað af með svona kannski
tvo starfsmenn. Eg man að við reiknuðum með að við þyrftum að
selja fyrir 7 milljónir á mánuði til að dæmið gengi upp. Það fór svo
að við seldum fyrir 7 milljónir fyrstu vikuna og tæpar 30 milljónir
fyrsta mánuðinn. Það voru tveir starfsmenn í þessu með okkur og
engar keðjuhugmyndir í gangi.“
FYRSTIR í STRIKAMERKIN
Bónus varð fyrst íslenskra smásöluverslana til að taka upp
strikamerkingar á hillum og við kassana. Verslunin var þá, eins
og nú, aðeins opin takmarkaðan tíma á dag og stærsta breytingin
var ef til vill sú að fólkið sótti vörurnar sjálft í kælinn. Lykilatriðið
var strikamerkjakerfið og tölvukerfi búðarinnar sem kom í hlut
Jóns Ásgeirs að sjá um og koma á laggirnar. Þetta var í kringum
páska og það vildi svo heppilega til, að sögn þeirra feðga, að það
var kennaraverkfall svo Jón gat unnið með föður sínum í verkefn-
inu frá sex á morgnana til miðnættis eins og var algengur vinnu-
tími á þessum árum.
„Þetta var geggjun. Við þurftum að loka þrisv-
ar fyrsta daginn aí því að tölvukerfið hrundi. Það
kunni enginn neitt á þessa nýju tækni. Auk þess
var bílastæðið hér fyrir utan ekki einu sinni mal-
bikað og fólkið var að festa innkaupakerrurnar í
drullupollunum," segir Jón Ásgeir þegar þessir
æsilegu tímar eru rifjaðir upp.
„Við sóttum okkar fyrirmyndir fyrst og
fremst til Aldi og Netto keðjanna en þetta með
kælinn, sem fólkið gengur sjálft inn, er okkar
°g ferðast
hugmynd. Við höfö-
um reyndar prófað
þetta um tíma uppi í
Austurveri þegar þar
var rekinn Spari-
markaður í kjallaranum
og vissum þess vegna
að fólki fannst þetta ekk-
ert mál. Nú vitum við að
sumir kunningjar okkar
erlendis hafa tekið þetta
upp að okkar fyrirmynd.“
Þeir feðgar höfðu um
hríð horft í kringum sig
eftir hentugu húsnæði og
reyndu að komast inn uppi
á Ártúnshöfða og einnig í
Faxafeni þar sem er reyndar Bónus í dag. En Skútuvogur 13 varð
fæðingarstaður Bónus og það var ánægjulegur áfangi þegar þeir
feðgar eignuðust nýlega húsið þar sem verslunin er og ævintýrið
byrjaði.
„Hingað kemur fjöldi fólks sem hefur verslað við okkur ein-
mitt hérna frá fyrsta degi. Þetta fólk heldur tryggð við okkur og
kemur hingað þótt miklu stærri Bónusverslun sé hér skammt frá,
í Holtagörðum. Hér eru okkar höfuðbækistöðvar, hérna eru skrif-
stofurnar, hér fara allir verðútreikningar fram og héðan er fyrir-
tækinu stjórnað. í Skútuvoginum slær hjarta fyrirtækisins og svo
verður áfram. Það stendur til að reisa 9000 fermetra hús fyrir
Baug hérna í næsta nágrenni. Það verður tekið í notkun fyrri
hluta næsta árs. Þaðan verður öllum vörum dreift í verslanir Bón-
us og Hagkaups.“
KEPPINAUTARNIR SVÁFU Á VERÐINUM
Jóhannes og Jón Ásgeir eru sammála um að fyrstu árin hafi
þeir sjálfir ekki áttað sig til fulls á því hve verðmætt fyrirtæki Bón-
us var orðið. Það hafi keppinautarnir ekki heldur gert en miklu
fremur talið dagana þangað til Bónus færi yfir um.
„Við bjuggumst við að keppinautarnir myndu tryllast þegar
við tókum til starfa en í þijú ár létu þeir okkur að mestu afskipta-
lausa og ég held að þeir hafi varla áttað sig á því hvað þetta gekk
vel. Skömmu áður en við opnuðum sagði forstjóri stærsta keppi-
nautarins að það væru að minnsta kosti þijú ár þangað til strika-
merki kæmu inn í matvöruverslunina. Við vorum lengi einir með
þetta og það var eins og enginn kaupmaður sæi hagnaðinn af
þessu.
Með hjálp strikamerkjakerfisins getum við séð afkomuna á
hverjum degi. Annars værum við sjálfsagt báðir orðnir heilsulaus-
ir af áhyggjum. I dag erum við með fimmtu
kynslóðina af skönnum og kassakerfi á tæp-
um níu árum svo þú sérð hvað framfarirnar
eru örar. Af hugbúnaðinum er verið að
smíða fiórðu kynslóðina. Hugbúnaður okk-
ar er sérhönnuð útgáfa af Fjölni sem Streng-
ur hefur búið til í samvinnu við okkur. Hann
hefur þegar verið tekinn í notkun af mörg-
um fyrirtækjum."
Jón Ásgeir hefur verið potturinn og
pannan i umræddri hugbúnaðarsmíð og
ATTA ARA SENDILL
„Ég man fyrst eftir mér átta ára
gömlum í sendibíl frá Matardeild
SS í Hafnarstræti við að hjálpa
til við heimsendingar fyrir jól.
Þar vann faðir minn og þar vann
ég við hlið hans og undir hans
stjórn framan af.“
21