Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 23
HVERRA MANNA?
Jóhannes Jónsson fæddist í Reykjavík
31. ágúst árið 1940.10. maí þetta sama
ár gekk erlendur her á land í Reykjavík og
margir telja það marka upphaf ferðar ís-
lendinga inn í nútímann.
Jóhannes er sonur Jón Elíasar Eyjólfs-
sonar, verslunarstjóra hjá Sláturfélagi
Suðurlands, og konu hans, Kristínar
Fanneyjar Jóhannesdóttur. Foreldrar Jó-
hannesar eru báðir fæddir í Reykjavík en
ættir þeirra beggja liggja út í sveitir lands-
ins. Föðurættin kemur austan úr Mýrdal,
frá Pétursey og Hafþórsstööum. Eyjólfur,
afi Jóhannesar, var sjómaður frá Pétursey
og Sigurður, langafi hans, bóndi þar.
Móðurætt Jóhannesar er hins vegar
austan úr Holtum. Jóhannes, móðurafi
hans, og Þórður langafi voru báðir frá Eg-
ilsstöðum í Villingaholtshreppi en Sigríð-
ur móðuramma var frá Efraseli í Stokks-
eyrarhreppi.
Jóhannes á eina systur. Hún heitir
Ragnheiöur Ester Jónsdóttir og er gift Ein-
ari Vilhjálmssyni rafeindavirkja.
Jóhannes giftist Ásu Karenu Ásgeirs-
dóttur 19. maí 1962. Ása er dóttir Ás-
geirs Ó. Matthíassonar, blikksmiðs frá
Akureyri, og Þorgeröar Magnúsdóttur
sem var ættuö austan af fjörðum.
Börn Jóhannesar og Ásu eru:
Kristín lögfræðingur, f. 1963, gift Jóni
Garðari Ögmundssyni rafvirkja. Þau búa í
Danmörku.
Jón Ásgeir, f. 1968, rekur Bónus
ásamt föður sínum. Hann er stúdent frá VÍ
og er kvæntur Lindu Margréti Stefáns-
dóttur Ijósmóður.
segja nei að minnsta kosti 12 sinnum. Það var erfitt að ræða þessi mál því mikil tor-
tryggni var í gangi milli samkeppnisaðila eins og gengur. Það var Ragnar Tómasson,
lögfræðingur og kunningi okkar, sem fékk þessa hugmynd og gafst ekki upp fyrr en
hann fékk okkur til að setjast niður.“
Árið áður, 1991 höfðu Bónus-feðgar stofnað verslunina 10-11 í samstarfi við Eirík
Sigurðsson. Þeir seldu síðan hlut sinn í 10-11 tveimur árum síðar og á Eiríkur nú einn
10-11 sem kunnugt er.
„Okkar samstarf við 10-11 byggðist á því að þarna er um að ræða þægindaverslun
sem er opin mjög lengi og keppir þar af leiðandi ekki við okkur i verði.
Helstu rökin fyrir því að selja hlutinn í Bónus voru auðvitað að draga úr áhættu með
því að hafa ekki öll eggin í sömu körfu. Önnur rök fólust í hagkvæmari innkaupum en
um þau stofnuðum við Baug, sameiginlegt innkaupafyrirtæki. Vörum í verslanirnar er
ekið út á nóttunni svo þær bíða hér þegar við mætum á morgnana. Það er gríðarlegt
hagræði af því að þurfa ekki að vera að taka á móti vörum allan daginn með tilheyr-
andi pappírsflóði."
ÓTTUÐUST UM ÍMYNDINA
„I dag er magnið í innkaupum lykillinn að velgengni á markaðnum og þann lykil
höfúm við eignast með Baug. Baugur er skilgetið afkvæmi þessa samstarfs okkar.
Það er ekkert launungarmál að við óttuðumst um orðstír okkar og að ímynd okk-
ar myndi bíða tjón við að selja til Hofs. Margir virtust óttast að við þessa breytingu
hækkaði allt verð í Bónus á einni nóttu og fulltrúi neytenda, Jóhannes Gunnarsson,
lýsti þungum áhyggjum af málinu. Menn hafa fyrir löngu séð að þessar áhyggjur voru
ástæðulausar.
Það fóru alls konar sögur af stað, t.d. að við hefðum neyðst til að selja, verið komn-
ir að fótum fram og Sparisjóðurinn hefði knúið okkur til þess en þetta var allt þvætting-
ur.“
Hvíldi mikil leynd yfir þessum samningaviðræðum?
Já, það gerði það allt þangað til daginn sem þetta var tilkynnt. Bræðurnir, Sigurð-
ur Gísli og Jón Pálmasynir voru þeir sem við ræddum við en aðrir voru ekki aðilar að
þessum viðræðum og það voru margir innan beggja fyrirtækjanna sem voru á mótí
þessum ráðagerðum. Það var hinsvegar tekin sú stefna allt frá upphafi að hafa engan
samgang milli fyrirtækjanna. Við ræðumst lítið við og lítum á Hagkaup sem keppinaut
og gagnkvæmt."
Þeir feðgar eru sammála um að það hafi tekist fullkomlega að varðveita ímynd fyr-
irtækisins og benda á að Bónus hafi aldrei verið eins vinsæll og nú. I hinni árlegu vin-
sældakönnun Frjálsrar verslunar, sem var birt í febrúar 1997, var Bónus í efsta sætí,
sjónarmun á undan Hagkaup.
„Við höfum lækkað útgjöld heimilanna til matarinnkaupa úr 22-23% niður í 15-16%
sem lilutfall af tekjum heimilanna. Sem dæmi má taka að við stefnum að því að selja
Gæðahirslur á góðu verði.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
® ?Oínasmiöjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
23