Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 33
Á námskeiði fyrir starfsfólk í grunnskólum.
Enskunámskeið hjá Priscillu Bjarnason kennara.
ar hann til annarra, enda er hann [ samvinnu við ýmsa aðila í fræðslu-
geiranum sem leysa ákveðin verkefni af hendi.
„Starfsvettvangur Mímis-Tómstundaskólans er allt landið," segir
Snorri S. Konráðsson, „og það fer eftir aðstæðum hvort námskeið eru
Útskurður nýtur vinsælda.
FYRIR STOFNANIR OG FYRIRTÆKI
haldin í skólanum sjálfum eða hjá þeim sem
æskja eftir þeim. Við reynum ævinlega að
tryggja að kennslurýmið uppfylli nauðsynleg
skilyrði, en förum að öðru leyti hvert sem er
eftir að hafa undirbúið námskeiðshaldið hér."
Kennslustaðir Mimis-Tómstundaskólans
eru í höfuðstöðvunum við Grensásveg og í
gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Sé
þörf fyrir sérstaka aðstöðu er kennt á verk-
stæðum úti i bæ eða annars staðar þar sem
hentugast er.
Afstaða manna til tómstundanáms er mikið
að breytast. Skammt er milli sérmenntunar eða
endurmenntunar, aukinnar starfsmenntunar
eða tómstundanáms. Gott dæmi um þetta er
þegar bakari kemur á myndlistar- eða teikni-
Grensásvegi 16 a
Símí 588 7222 • Bréfasímí 533 1819
námskeið, svo ekki sé talað um námskeið í
skrautskrift. Ætlar bakarinn að fara að mála
eða skrautrita? Kannski, en þó er líklegra að
hann sé að bæta við starfsmenntun sína.
Myndlistin og skrautskriftin koma sér vel fyrir
hann þegar kemur að því að hann þarf að
skreyta kökur. „Breytingin er sú að afþreying-
arnámskeiðin, sem einu sinni voru kölluð svo,
eru mörg hver í reynd orðin starfsmenntunar-
námskeið."
Nám í Mími-Tómstundaskólanum höfðar
því jafnt til stofnana, fyrirtækja og starfs-
manna þeirra sem einstaklinga, er bæta vilja
við sig á ýmsum sviðum, sjálfum sér til gagns
og ánægju. S9
I
H
33