Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 34

Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 34
HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? 1. Hvaö einkenndi áriö 1997 í þinni atvinnugrein? 2. Hvernig metur þú horfurnar á árinu 1998? Omar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs: Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs: „Spái fleiri erlendum ferða- mönnum á árinu 1998 - og áframhaldandi fækkun þeirra í hópferðum.“ FV- mynd: Geir Ólafsson. GENGIÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI AUKIÐ FRJÁLSRÆÐI að er einkum þrennt sem, að mínu mati, einkenndi árið 1997 í ferðaþjónust- unni, frjálsræðið í innanlandsflug- inu, sem leggja mun grunn að framtíðinni, óhagstæð gengisþró- un í ferðaþjónustu og áframhald- andi breyting á mynstri ferða- manna. Með breyttu mynstri á ég við fækkun í föstum hópferðum en þar varð hreinlega hrun. Þetta eru m.a. ástæður þess að ferðaskrif- stofum gekk illa á árinu.” „Horfurnar eru, að mínu mati, góðar fyrir árið 1998 en þó ræður gengisþróun miklu þar um. Þótt upp hafi komið skammtíma vandamál í Þýskalandi eru aðrir markaðir al- mennt i góðri þróun, sérstaklega sá breski, svo að ef gengisþróun verður hagstæð hefur það áhrif á verð ferðanna og skilar okkur farþegunum. Gengið skiptir þess vegna öllu fyr- ir þessa atvinnugrein. Það hefur þó verið þannig í gegnum árin að ef einn markaður finn- ur fyrir gengisþróuninni kemur annar upp í staðinn. Heildaríjöldinn af farþegunum held- ur því kannski áfram að aukast en mynstrið breytist. Eg er því bjartsýnn á árið 1998.” 35 / Þórunn Pálsdóttir, fjármálastjóri Istaks: STÆRRIVERKEFNI ukin umsvif í verklegum fram- kvæmdum voru einkennandi fyrir árið 1997. Sérstaklega varð aukn- TEXTI: INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR ing í stærri verkefhum, svo sem við virkj- anir og stóriðju. Istak er t.d. núna að reisa álver fyrir Norðurál á Grundartanga og þá 34 Þórunn Pálsdóttir, fjármálastjóri Istaks: „Líklegt að meðalstór fyrir- tæki auki byggingaframkvæmdir sínar á árinu 1998.“ FV- mynd: Kristín Bogadóttír. hefur Fossvirki Sultartanga sf, sem ístak er forsvarsaðili fyrir, hafið framkvæmdir við aðveitugöng og stöðvarhús á Sultar- tanga. Þá var einnig lokið við að sprengja Hvaltjarðargöng á árinu og jafnframt er Istak að vinna við endurbyggingu flugskýl- is á Keflavíkurflugvelli sem er mjög stórt verkefni.” ÁFRAMHALDANDI UPPGANGUR „Ég tel að horfúrnar fyrir komandi ár séu góðar og ég sé fram á að áfram verði uppgangur í byggingaframkvæmdum. Ég tel líklegt að meðalstór og stærri fyrirtæki fari að hugsa sér frekar til hreyfings í fjár- festingum með áframhaldandi uppsveiflu í efnahagslífinu.” 33 Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja: VAXANDIÁHUGIÁ UPPLÝSINGATÆKNI axandi eftirspurn og áhugi á upp- lýsingatækni einkenndi árið 1997. Fyrirtæki lögðu enn meiri áherslu en áður á að nýta sér upplýsinga- tækni til að ná fram markmiðum sínum og Internetið og mikilvægi þess í viðskiptum óx einnig til muna. Skortur var á tölvufólki svo laun í greininni hækkuðu að meðaltali

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.