Frjáls verslun - 01.11.1997, Síða 38
©.
oran Coronas
0P«6 £a V’tano
‘-vux»ToaomiAi>-> r-.'r,
'«A-\HAflWNCAt>UI , .i 1 ■ ■
pan iRc
Nokkur af áhugaverðustu rauðvínunum á sérlistanum, að mati Sigmars.
FV-myndir: Kristín Bogadóttir.
Sigmar B. Hauksson, sem skrifar reglulega um veitingakús í Frjálsa verslun, skoðar
hér sérpöntunarseðil ATVR og velur „sín vín”! Góð lesning fyrir áramótin!
□ að er ekki auðvelt að vera unn-
andi léttvína hér á íslandi. Létt-
vín eru hér óheyrilega dýr, svo
ekki sé meira sagt, ríkisvaldið leggur
háa og marga skatta á áfengi. Þetta er
ótrúlega fáránleg stefna, þ.e.a.s. að setja
allt áfengi undir einn hatt. A meðan
brennt áfengi svokallað, eins og t.d.
vodka og brennivín, er verksmiðjufram-
leitt eru léttvín náttúruafurð og þar að
auki hollustuvara. Það ætti því að lækka
opinber gjöld af léttum vínum og þess
vegna mætti bæta mismuninum ofan á
sterka drykki og sígarettur.
Hér er víst starfandi Manneldisráð
og mun ríkisstjórnin fylgja eftir sér-
stakri manneldisstefnu sem fæstir lík-
TEXTI: SIGMAR B. HAUKSSON
legast vita út á hvað gengur. Þó hef ég
grun um að hún gangi út á að fólk eigi
að spara við sig fitu og sykur en snæða
meira af grænmeti og ávöxtum — ugg-
laust er þetta rétt. En Manneldisráð ætti
einnig að ráðleggja öllum sem eru yfir
fertugt að drekka í það minnsta eitt
rauðvínsglas á dag. I sjónvarpinu birtist
stundum auglýsing þar sem landsmenn
eru hvattir til að drekka eitt til tvö glös
af mjólk á dag alla ævi. Það er kominn
tími til að landlæknisembættið auglýsi í
sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum með
þessum orðum: „Öllum þeir sem komn-
ir eru yfir fertugt skal ráðlagt að drekka
eitt til tvö rauðvínsglös á dag — alla
ævi.“
VINjN I RIKINU
Eg sagði áðan að það væri ekki auð-
velt að vera vínáhugamaður á Islandi
en ég ætti þó öllu heldur að segja að
það sé mun auðveldara nú en áður.
ATVR gefur nú út ágæta verðskrá. Það
er m.a. sagt frá sérstakri sérpöntunar-
þjónustu, það er sem sagt hægt að
panta vín frá innlendum áfengisbirgj-
um.
í vínbúðum ÁTVR eru eyðublöð
sem viðskiptavinurinn fyllir út vilji
hann panta vín af sérlistanum. Á
Reykjavíkursvæðinu er vínið komið í
búðina, sem pantað var í, eftir einn til
tvo daga. Fyrir þessa þjónustu verður
viðskiptavinurinn að greiða kr. 400,-.
38