Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 39
Það eru nokkrar víntegundir í svokölluðum reynsluflokki og eru þau vín þá seld í fjórum vínbúðum. Þær eru í Kringlunni og Heiðrúnu í Reykjavík, á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og á Akur- eyri. Mér sýnist að stundum birtist vín, sem eru á sérpöntunarlistanum, allt í einu á reynslulistanum. Það er því viss- ara að kanna hvort vín á sérpöntunar- listanum sé mögulega í reynslusölu. Það, sem er hins vegar athyglisvert, er þau vín sem eru á sérpöntunarlistanum - en þar kennir margra grasa, og ef vel er gáð má finna ýmislegt forvitnilegt. Það verður þó að segjast eins og er að það er meira úrval af áhugaverðum rauðvínum en hvítvínum. FORViTNILEG HVÍTVÍN Af þeim hvítvínum, sem ég rak augun fyrst í má t.d. nefna Bering- er Private Reserve Chardonnay 1995. Þetta er magnað vín frá Kaliforníu — eikin var yndisleg og djúpt og langt eftirbragð. Vínið er þó heldur ungt, gæti verið tilbúið—já, jafn- vel á næsta ári. Verðið er frábært aðeins kr. 3.400,-, sem sagt góð kaup. Raunar má segja að Beringer sé afar ábyggilegt íyrir- tæki og vínin frá því allajafna traust og vönduð. Sú var tíðin að Islendingar drukku einhver ósköp af sæt- um þýskum vínum sem frekar minntu á ávaxta- safa en léttvín — þessi vín hafa, sem betur fer, verið að hverfa. En það hafa ekki komið nein áhugaverð þýsk vín í stað- inn — því miður. Frá Mosel koma mörg frábær vín sem eru hreint út sagt stórkostleg. Bern- kastler Lay Riesling Kab- inett 1995 frá Dr. Loosen er sérlega ljúft og vel gert Moselvín. Framleiðandinn, Dr. Loosen, er nokkurs konar Sigmar B. Ilauksson fer yfir sérlista ÁTVR og ráðleggur fólki í kaupum á hvítvíni og rauðvíni. trúboði fyrir Moselvínin, hann hefur unnið frábært starf í Bretlandi í kynningu á hinum ljúfu Moselvín- um. Þetta er margbrotið vín, af því er milt ávaxtabragð með góðum kryddkeim. Frábært vín til að drekka á þorranum þegar norðanhríðin ber gluggana. Verðið er viðunandi, kr. 1.420,-. Næsta vín var, að mínu mati, áhugaverðasta hvítvínið á sérpöntunar- listanum. Chablis Grand Cru Les Clos 1993 frá Joseph Drou- hin. Verðið er hreint út sagt frábært, kr. 3.180. Þetta vín hefur alla kosti hinna yndislegu Chablis vína. Chablis, sem tilheyrir Burg- undarhéraði, er að- eins um 4000 hektar- ar. Þess má geta að í Burgund eru Grand Cru vínin aðeins 2% af heildarfram- leiðslu og Chablis Áhugaverð- asta hvítvínið á sérlist- anum, að mati Sigmars, er Chablis Grand Cru Les Clos 1993. Verðið er 3.180 krónur flaskan vínin eru nú 17% af heildarvínfram- leiðslu í Burg- und. Vínakrarnir í Burgund eru samtals 24.000 hektarar, og eru árlega að jafnaði framleiddar 160 milljónir flaskna af víni í héraðinu. Þar af eru 24 milljónir flaskna frá Chablis. En nóg um tölfræði að sinni. Það sem gerir þetta Chablis frá Joseph Drohin svo áhugavert er hið ferska og nánast full- komna Chardonnay bragð og að vínið er í fullkomnu jafnvægi. Það er tilbúið til drykkjar núna en mun þó halda áfram að þroskast og batna næstu þijú árin. Af þeim hvítvínum, sem ég vildi mæla með að lokum, er t.d. Corton Charlemagne Grand Cru 1.991 á kr. 4.460,-. Þetta er eitthvert áhuga- verðasta hvítvínið í öllu Burgundarhér- aði, stundum kallað vín fyrir sérvitr- inga. Þetta stórbrotna vín er pressað úr Chardonnay þrúgunni — afar kraftmik- ið og flókið. Engir unnendur Chardonnay ættu að láta hjá líða að prófa þetta vín; það er einstök upplifun og ekki síst forvitnilegt. ÚRVALS RAUÐVÍN Eins og áður sagði eru rauðvínin á sérpöntunarlistanum áhugaverðari og fjölbreyttari en hvítvínin. Mér hefur því ekki gefist tækifæri til að prófa nema hluta þeirra. Fyrst vil ég mæla með sér- lega góðu Merlot víni frá Beringer í Kaliforníu, Beringer Meriot Howell Mountein 1991 á kr. 2.810,-. Þetta er án efa besta Merlot vínið sem er á boðstólnum í Ríkinu. Þetta vín þarf að 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.