Frjáls verslun - 01.11.1997, Qupperneq 54
Borgarskipulagi. Þau
eiga tvö börn, son, sem
heitir Leifur og fæddist
í Ameríku á 30 ára af-
mælisdegi föður síns,
18. júní 1993, og Ölmu
Rún sem kom í heim-
inn 2. janúar 1997.
Hreggviður og Hlín
kynntust fyrst þegar
Hreggviður keppti fyrir
hönd Samvinnuskólans
í Morfís ræðukeppninni
en Hlín var dómari. Þau
fóru saman til Ameríku og lærðu bæði
við Macalester.
Hann er ekki mjög virkur þátttakandi
í hefðbundnum heimilisstörfum en sinn-
ir uppeldi barnanna af alúð. Knattspyrna
er eitt hans helsta áhugamál og hann
horfir á leiki í sjónvarpinu þegar hann
hefur tíma til. Hreggviður er áhangandi
Manchester United en hefur einnig feng-
ist við að leika knattspyrnu sjálfur. A
yngri árum keppti hann í fótbolta á
heimaslóðum en fékkst einnig við þjálfun
hjá Ungmennafélagi Langnesinga. Hann
stundar enn innanhússknattspyrnu sér
til skemmtunar.
VINIRNIR
Vegna þess að Hreggviður lærði er-
lendis og dvaldist þar langdvölum eru
flestir vinir hans og kunningjar hér
heima tengdir fyrsta hluta námsferils-
ins. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að
hafa setið á skólabekk í Samvinnuskól-
anum. Nefna má Óskar Sigmundsson,
starfsmann SH í Hamborg, Árna Krist-
insson, frænda Hreggviðar og starfs-
mann í Kaupfélagi Skagfirðinga, Þórð
Bachmann, sölustjóra hjá Plastprent,
Arna Ólaf Hjálmarsson hjá Samkeppnis-
stofnun, Jakobínu Guðmundsdóttur,
íþróttakennara sem vinnur hjá Island
Tours og Heiðdísi Jónsdóttur fatahönn-
uð meðal vina Hreggviðar frá þessum
tíma.
Mikill vinur Hreggviðar er Hannes
Smárason, ijármálastjóri hjá Islenskri
erfðagreiningu, en þeir Hreggviður
kynntust úti í Boston og voru síðan báð-
ir að vinna hjá McKinsey. Gunnar Rafn
Birgisson, deildarstjóri hjá SL, er vinur
Hreggviðar og félagi frá Minnesota.
Hreggviður heldur tengslum við fjölda
erlendra skólabræðra, einkum úr
Harvard.
Hreggviður ásamt Páli Magnússyni firéttastjóra.
VEIÐARNAR
Fjölskylda Hreggviðar er samheldin
og hann rækir mikið og gott samband
við Jóhann og Rafn, bræður sína. Jóhann
og hann eru i nær daglegu sambandi og
hafa lík áhugamál.
Jóhann Jóhannsson, aðaleigandi
Brimborgar, er móðurbróðir Hreggviðar
en sá systkinahópur er mjög stór og sam-
heldinn. Hreggviður rækir mjög sam-
skipti við þann hluta íjölskyldunnar og
Jóhann er náinn vinur hans og ráðgjafi.
Góð tengsl eru einnig við tengdafjöl-
skylduna sem býr í Þorlákshöfn.
Veiðar eru meðal áhugamála Hregg-
viðar en hann gengur til rjúpna á hverju
hausti á heimaslóðum með bræðrum
sínum. I haust veiddu þeir félagar vel en
þá fór Páll Magnússon fréttastjóri með
þeim en hann er rómaður veiðimaður og
þeir Hreggviður ná vel saman á því sviði.
I tómstundum sínum sinnir Hreggvið-
ur hölskyldu sinni, enda lítill tími til ann-
ars þegar' börnin eru ung. Hann hefur
gaman af hreyfingu ýmiskonar og
bregður sér stundum út að skokka eða
fer í líkamsrækt í World Class.
STJÓRNANDINN
Mörgum finnst Hreggviður kaldur og
Ijarlægur við fyrstu kynni en þeir, sem
þekkja hann vel, nota orð eins og jafn-
lyndur, duglegur, hreinskiptinn, opin-
skár og einbeittur til að lýsa honum nán-
í SKUGGA JÓNS ÓLAFSSONAR
Jón Ólafsson er umdeildur maöur og
hefur oft gustað um hann í opinberri
umræðu. Hreggviður hefur ekki farið
varhluta af því þar sem þeir hafa unnið
mikið saman og Hreggviður verið náinn
samstarfsmaður hans.
ar. Ávinnustað þyk-
ir hann eiga gott
með samskipti við
fólk og eiga nokk-
uð gott með að
stjórna.
Stjórnsemi er
eiginleiki sem
margir, sem þekkja
Hreggvið, nefna
þegar hann ber á
góma. Hann er
stjórnsamur að eðl-
isfari og er fullyrt að
hann sæki þá eiginleika í móðurættína.
Jóhann, bróðir hans á Þórshöfii, hefur oft
verið talinn stjórnsamur og stundum um
of en kunnugir segja að Hreggviður gefi
honum ekkert eftir en fari betur með
stjórnsemi sína og kunni betur að klæða
hana í diplómatískan búning.
ÍMYNDIN
Hreggviður hefur unnið náið með
stærstu hluthöfum Islenska útvarpsfé-
lagsins, eins og Jóni Ólafssyni og Sigur-
jóni Sighvatssyni. Samstarfið við þá hef-
ur gengið ágætlega.
Jón Ólafsson er umdeildur maður og
hefur oft gustað um hann í opinberri um-
ræðu. Hreggviður hefur ekki farið var-
hluta af því þar sem þeir hafa unnið mik-
ið saman og Hreggviður verið náinn
samstarfsmaður hans.
Fyrr á þessu ári komst Hreggviður í
fréttirnar þegar hann var skipaður stjórn-
arformaður Stöðvar 3. Helgarpósturinn
hélt því fram um það leyti að hann hefði
beitt brögðum í viðskiptum með hluta-
bréf norður á Þórshöfn árið 1996.1 þeirri
umtjöllun má segja að Hreggviður hafi
goldið samstarfsins við Jón sem augljós-
lega var skotspónn blaðsins.
Vinir Hreggviðs segja að þótt dómur
hafi fallið honum í hag í málaferlum gegn
Helgarpóstinum þá hafi óhjákvæmilega
fallið blettur á ímynd hans við umrædd
blaðaskrif.
Þannig sýnir nærmyndin af Hreggviði
Jónssyni okkur ungan mann sem hefur
aflað sér fyrsta flokks menntunar og er á
unga aldri tekinn við stjórnartaumum í
fyrirtæki, sem er risi á sínu sviði, oft
gustar um og er mikið í sviðsljósinu. Það
þarf áreiðanlega stáltaugar á köflum til
að stýra sýningunni á Lynghálsinum en
Hreggviður sýnist hafa metnaðargirni,
hæfileika og menntun tíl þess. SD
54