Frjáls verslun - 01.05.1999, Síða 20
Brosmildur svtnahirðir með glaðlyndum svínum. Geiryngri sérmenntaði sig í svínarækt á dönskum landbúnaðarskóla.
við íslendingar höfiim skuldbundið okkur til að láta ekki lifrænan
úrgang í sjó,“ segir Geir yngri.
„Við höfúm rekið okkar úrgangsmál með þeim hætti að við
stöndumst danskar reglur í þessum efinum. Fram til þessa hefur
úrgangi frá svínabúinu verið ekið á tún og land í nágrenni Vallár
og hann verið notaður sem áburður á túnið og borinn á ógróið
land til uppgræðslu. Einnig hefur úrgangurinn verið fluttur upp í
Kjós til notkunar þar. Þegar grísaeldið hefst á Melum mun draga
mjög mikið úr því magni sem fellur til hér og lítill vandi mun verða
að losna við það á þvf landrými sem hér er til umráða."
Nú eru framleiddir árlega um 60 þúsund sláturgrísir á íslandi
svo ljóst er að hið væntanlega Melabú mun framleiða fast að 50%
markaðarins miðað við núverandi neyslu. A þessu ári má reikna
með að Vallá og Hýrumelur samanlagt séu með um 12% markaðs-
hlutdeild.
Verðum að nýla sóknarfærin Veldur það ekki uppnámi á mark-
aðnum þegar framleiðsla eykst mikið eins og gerist við þessa
stækkun?
„Við vonum að á þremur árum aðlagist
markaðurinn þessu aukna ffamboði" segir
Geir yngri.
„Við sjáum þarna sóknarfæri og nýtum
okkur það. Svínakjöt hefúr heldur verið að
lækka í verði undanfarið og neysla á því
eykst í kjölfarið. Vonandi getum við boðið
hagstætt verð þegar framleiðsla á Melum verður komin í fullan
gang og hagkvæmnin eykst.“
A þessu ári hefur skilaverð á svínakjöti til bænda lækkað úr 270
krónum kilóið í 240 krónur svo segja má að sú þróun kalli á stækk-
un og hagræðingu.
Byggið dafnar í Saltvík Vallárfeðgar keyptu jörðina Saltvík á
Kjalarnesi fyrir tveimur árum á 50 milljónir króna, alls 170 hektara
lands. Þar er nú starfrækt andabú, sem áður var í Lundi í Kópa-
vogi, og er verið að reisa nýtt hús yfir endurnar. 1 Saltvík fór einnig
fram mjög vel heppnuð byggrækt í fýrrasumar sem nýttist ákaf-
lega vel sem fóður fyrir svinin.
„Við brutum þarna talsvert mikið land og fórum með jarðvegs-
sýni til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Það fékk þann dóm
að ekki þýddi neitt að rækta bygg þar því kalk skorti í jarðveginn
og okkur var ráðlagt að bera átta tonn af skeljasandi í hvern hekt-
ara. Sérfræðingarnir réðu okkur eindregið frá því að bera hænsna-
skít í landið þar sem svo mikið köfhunarefni væri í honum að það
myndi allt fara í vöxtinn á bygginu en ekki
skila neinu skriði á axinu. Við vissum hins-
vegar að hænsnaskítur inniheldur mikið
kalk og það hefur eflaust átt sinn þátt í þess-
um árangri.
Við fórum lítið eftir þessu, ókum miklum
svínaskít í akrana, sáðum bygginu og feng-
um metuppskeru, eða tæp 4 tonn af þurru
Engir styrkir
Við fáum enga styrki til þess að
reka listasafn svo þetta verður að
vera svona. Þetta hús er búið að
vera í byggingu í bráðum 10 ár
svo eitthvað verður að nýta það.
I&HEH3
20