Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 22

Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 22
Aliendur hafa verið rœktaðar á Vallá um langa hríð og fjölskyldan var alltaf með andarækt í Lundi í Kóþavogi. Nú eru endurnar fluttar í Saltvík. Geir og Geir segjast ekki vera nógu miklir bisnessmenn til að gefa upp veltuna i krónum en reikna með að framleiða árið 1999, 900 tonn af eggjum, 380 tonn af svínakjöti og 40-50 tonn af aliönd- um. Grónír bændur innan borgarmarka Faðir Geirs eldra, Geir Gunnar Gunnlaugsson, (1902 - 1995) var þekktur bóndi og at- hafnamaður í Reykjavík. Margir eldri og yngri Reykvíkingar muna eftir uppbyggingu hans í Eskihlíð þar sem hann byggði upp umsvifamikinn búrekstur á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina en Geir eignaðist Eskihlíð 1934. í Eskihlíð var aðallega mjólkurframleiðsla en einnig voru alin svín og hænsni og Geir eldri segist muna vel eftir svínavörslu þar. „Nálægðin við markaðinn gerði föður mínum kleift að selja Reyk- víkingum ferska mjólk sem var komin í brúsa á tröppurnar hjá við- skiptavinum á morgnana þegar þeir komu á fætur. Þetta var mun betri vara en mjólkin sem var búið að flytja austan yfir Hellisheiði til Reykjavíkur og þess vegna fékk hann betra verð. Þetta byggði í rauninni á sömu lögmálum og bú- rekstur Thors Jensen á Korpúlfsstöðum, nálægðin við markaðinn var aðalatriðið." Eskihlíð-Lundur-Vallá-Melar Búreksturinn í Eskihlíð varð smátt og smátt aðþrengdur vegna þess hve borgin þandist út, sér- staklega á stríðsárunum og fyrstu árunum eftír það. Geir í Eskihlíð tók það því tíl bragðs að reisa nýbýli suður í Kópavogi, nánar tiltekið við Nýbýlaveg, og kallaði Lund. Þar bjó Geir áfrarn með kýr og seldi Reykvíkingum mjólk en undir nokkuð öðr- um formerkjum þó þar sem sett höfðu ver- ið mjólkursölulög sem bönnuðu sölu beint frá bændum til neytenda. „Borginni lá svo á að rýma landið að ég held að Gunnar Thoroddsen hafi sagt við pabba að hann yrði að vera farinn eftír hálftíma," segir Geir eldri og glottir. Búskapurinn i Lundi varð mjög um- svifamikill og reisulegar byggingar þar setja enn svip sinn á Fossvoginn ásamt einhverjum gróskumestu trjálundum á höfuðborgarsvæðinu. I Lundi stundaði Geir kúabúskap, svínarækt og fuglaeldi. Umhverfis Lund voru og eru talsverð tún en þegar umsvifin voru mest heyjaði Geir ásamt húskörlum sínum slægju- 2r félagar og nafnar í búskaþnum. Geir Gunn- r Geir Gunnar. Með þeim á myndmm er varð- 22

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.