Frjáls verslun - 01.05.1999, Page 28
FJÁRMÁL
stöðu og ysi í kringum sig útlánum á góð-
um kjörum. En eins og öllum sem
fylgjast með á fjármála-
markaðnum er kunn-
ugt um tók bankinn
aðra stefnu; lagði
áherslu á traustan vöxt
með auknum gæðum
útlána og bætti þess í
stað við þjónustuliðum
á sviði gjaldeyrisvið-
skipta, verðbréfavið-
skipta og ráðgjafar.
Aukning útlána Eins og sjá má af út-
lánatölum FBA eftir fyrstu þijá mánuði
þessa árs (og í raun fyrir árið 1998) og
verðþróun hlutabréfa FBA, virðist þessi
stefna ekki bara ganga eftir heldur metur
markaðurinn hana til fjár. Utlánavöxtur
Seðlabankinn hviki ekki!
/
Bjarni Armannsson, for-
stjóri FBA, er aö þessu
sinni gestaþenni Frjálsr-
ar verslunar. Hann segir
nýjar lausafjárreglur
Seölabankans mjög af
hinu góöa þar sem
aukning útlána í banka-
kerfinu sé óvenjulega
mikil. Sömuleiöis telur
hann afarfróölegt aö
sjá í næstu
niöursveiflu hvort þessi
vöxtur útlána hafi borg-
aö sig, þ.e. þegargæöi
útlána liöinna missera
koma í Ijós!
eðlabanki íslands kynnti í vetur
nýjar lausafjárreglur og stofnaði
vinnuhóp með fulltrúum bank-
anna. Veruleg þörf var á reglum um lausa-
fjárskyldu fjármálastofnana, enda skýr
merki um þenslu í hagkerfinu, þótt trúlega
megi segja með réttu að þær hefðu betur
komið fram fyrr. Reglurnar taka gildi í
áföngum og hefur þrýstingur á Seðlabank-
ann um að breyta þeim aukist í réttu hlut-
falli við það hvernig þrengt hefur að bönk-
unum, einkum í nýjum útlánum. Efnahagur
fjármálastofnana á Islandi hefur vaxið veru-
lega á síðustu misserum og verður afar
fróðlegt að sjá í næstu niðursveiflu hvort
þessi vöxtur hafi borgað sig, þ.e. þegar
gæði útlána liðinna missera koma í ljós.
Ýmsir bjuggust við því þegar FBA tók
til starfa að bankinn myndi gera hvað sem
er til að vaxa hratt vegna sterkrar eiginijár-
Staðfesta Seðlabankans
„Nýjar lausafjárreglur eru langt frá
því að vera fullkomnar og endur-
skoðun þeirra er nauðsynleg. En
setning reglnanna og staðfesta
Seðlabankans verður að vera það
akkeri sem tryggir stöðugleika á
fjármálamarkaðnum."
FBA er mun minni, bæði á síðasta ári og
framan af þessu ári, en í bankakerfinu í
heild - sem bendir m.a. til ólíkra viðhorfa
bankanna til verðlagningar (útlána-)
áhættu. Þegar tölurnar eru skoðaðar má
líka ljóst vera að vaxtartölur sem þessar
geta ekki verið viðvarandi fyrir bankakerf-
ið. (Sjá meðfylgjandi graf um hlut ein-
stakra stofnana í vextinum 1998 - út-
lán+markaðsverðbréf - skv. Hagtölum
mánaðarins og uppgjörum FBA). Það sem
af er þessu ári, skv. sömu heimild, hafa út-
lán og verðbréf viðskiptabankanna þriggja
og sparisjóða í heild vaxið um 10% á aðeins
fjórum mánuðum, eða frá ársbyrjun til apr-
ílloka.
Seðlabankinn hviki ekki! Einkar mikil-
vægt er að Seðlabankinn standist þann
þrýsting sem á hann er lagður um þessar
mundir og hviki ekki frá stefnu sinni. Trú-
verðugleiki hans á Islandi og trúverðug-
leiki íslensks ijármálakerfis í útlöndum er í
húfi. Mat erlendra fagaðila á íslenska hag-
kerfinu hefúr verið að breytast undanfarið
og sennilega hraðar en flestir hér innan-
lands gera sér grein fyrir. Undanfarin ár
hefur verið mjög auðvelt og skemmtilegt
að kynna þróun íslenska hagkerfisins á er-
lendum vettvangi. Islendingar hafa notið
28